Fara í efni

Bæjarráð

393. fundur
18. ágúst 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Lenging ferðamannatímabils í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1306022
Díana Mjöll Sveinsdóttir frá Tanna Travel sat þennan lið fundarins. Rætt um opnunartíma safna og sundlauga. Að sögn Díönu hefur móttaka skemmtiferðaskipa gengið vel, heilt yfir í sumar, en vissulega ýmislegt sem má bæta. Díana kallar m.a. eftir stefnu Fjarðabyggðar í tengslum við lengingu ferðamannatímabilsins og leggur til að sumarið 2014 verði greint og hvernig til tókst. Rætt um markaðssetningu Fjarðabyggðar og hlutverk sveitarfélagsins í þjónustu við ferðamannaiðnaðinn.
2.
Akstur starfsmanna til og frá vinnu - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1408051
Bæjarritara falið að fara yfir málið og svara bréfritara.
3.
Reglur um niðurgreiðslu ferða starfsmanna með skipulögðum samgöngum.
Málsnúmer 1310045
Framlögð drög að reglum um afnot starfsmanna Fjarðabyggðar að skipulögðum samgöngum, ásamt greinargerð. Bæjarráð samþykkir reglur fyrir sitt leyti, en felur bæjarstjóra að fara yfir útfærslu þeirra áður en þær verði lagðar fram til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
4.
Aðalfundur SSA 2014
Málsnúmer 1406100
Aðalfundur SSA verður haldinn á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Stjórn SSA vinnur að undirbúningi fundarins. Af því tilefni er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum sem lagðar verða fyrir nefndir fundarins til afgreiðslu. Tillögur/ályktanir þurfa að berast fyrir 30. ágúst nk.
5.
Götuljós við skólamannvirki
Málsnúmer 1406134
Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra, dagsett 15. júlí, um uppsetningu götuljósa við skólamannvirki. Kostnaður við hvert götuljós er um 6 milljónir. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
6.
Fjárhagsáætlun 2014 - Kjarasamningar - viðauki 7
Málsnúmer 1408060
Framlagður viðauki 7, kr. 119.498.594.- við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana, vegna metinna áhrifa kjarasamninga og annarra launabreytinga á fjárhagsáætlun ársins 2014. Bæjarráð samþykkir viðauka 7 og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
7.
Ósk um afslátt af gatnagerðargjöldum við Naustahvamm 60
Málsnúmer 1407039
Framlögð beiðni Tandrabergs frá 3.júlí er varðar afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóðar í Neskaupstað. Minnisblað bæjarritara og mannvirkjastjóra lagt fram. Ekki eru fordæmi fyrir veitingu afsláttar af gatnagerðargjöldum og bæjarráð hafnar því beiðni þar um. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði og felur bæjarritara að svara bréfritara.
8.
Löggæslumálefni, framkvæmdavald og stjórnsýsla ríkisins í héraði
Málsnúmer 1408052
Staða og framtíðarþjónusta löggæslu og sýslumanns í Fjarðabyggð. Bæjarráð óskar eftir að Sýslumaðurinn á Eskifirði, og verðandi lögreglustjóri, komi á fund bæjarráðs.
9.
Sýning borkjarna teknum í Áreyjum
Málsnúmer 1408049
Umræða um borkjarna sem tekinn var í Áreyjum 1978.
10.
740 Nesgata 14 - Byggingarleyfi - Leikskóli
Málsnúmer 1407077
Lögð fram byggingarleyfis- og lóðarumsókn Guðmundar Elíassonar f.h framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar, dagsett 22. júlí 2014, vegna byggingar 1.424,3 m2 og 4.906,3 m3 leikskóla við Nesgötu 14 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt lóðarúthlutunina fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. Bæjarráð áætlar að tilboðsgögn verði tilbúin í september.
11.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 56 frá 11. ágúst 2014, lögð fram til kynningar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 98
Málsnúmer 1408004F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 98 frá 11.ágúst 2014, lögð fram til kynningar.
13.
Fræðslunefnd - 2
Málsnúmer 1408003F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 2 frá 12.ágúst 2014, lögð fram til kynningar.