Bæjarráð
394. fundur
1. september 2014 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Árshlutareikningur Fjarðabyggðar 30.6. 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Framlögð drög að árshlutareikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir fyrir tímabilið janúar - júní 2014 ásamt samantekt fjármálastjóra. Drögin eru lögð fram sem trúnaðarmál.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Drög að tekju- og gjaldaforsendum fjárhagsramma 2015 lögð fram til umræðu. Fjárhagsrömmum verður úthlutað á næsta fundi.
3.
Mögulegt ólögmæti lána Lánasjóðs sveitarfélaga frá 2006
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að vinna áfram að málinu.
4.
Hjólabrettaaðstaða á Norðfirði
Bréf áhugafólks um hjólabrettaaðstöðu í Neskaupstað og minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð tekur jákvætt í tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa og vísar málinu til fjárhags- og framkvæmdaáætlunar 2015.
5.
Krafa slökkviliðsmanna um greiðslu vangoldinna launa
Framlagt erindi Hæstaréttar vegna framlagðrar beiðni og áfrýjunar Gísla Þór Briem til Hæstaréttar vegna dóms Héraðsdóms um ágreining um greiðslu þrekálags.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.
Forkaupsréttur að húsi í Neskaupstað
Bæjarráð óskaði eftir afstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til þess hvort eignarhlutar Egilsbrautar 7 verði áfram á forkaupsréttarlista.
Nefndin telur rétt að taka húsið af forkaupslista með tilliti til framlagðra tillagna um deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar. Lagt fram til kynningar og vísað til endurskoðunar forkaupslista 2015.
Nefndin telur rétt að taka húsið af forkaupslista með tilliti til framlagðra tillagna um deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar. Lagt fram til kynningar og vísað til endurskoðunar forkaupslista 2015.
7.
Lausaganga stórgripa
Landbúnaðarnefnd hefur samþykkt drög að samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa. Samþykkt hefur verið vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til samþykktar og að því loknu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð óskar eftir við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að fá að skoða málið frekar.
8.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Fundargerð stjórnarfundar, frá 18.ágúst 2014, lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísar 3.lið í fundargerð Skólaskrifstofu, ráðningu kennsluráðgjafa, til umræðu í fræðslunefnd í tengslum við fjárhagsáætlun 2015.
9.
Almenningsopnun í sundlaug Reyðarfjarðar
Ákvörðun um opnun sundlaugarinnar á Reyðarfirði fyrir almenning í tvo daga í viku í september, á meðan á skólasundi stendur. Bæjarráð áréttar að tillögur nefndar að þjónustubreytingum þurfa samþykki bæjarrráðs og bæjarstjórnar, áður en þeim er hrint í framkvæmd. Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundanefnd að finna fjármagn fyrir aukinni opnun í september innan fjárhagsramma ársins. Bæjarráð óskar jafnframt eftir við fræðslunefnd, við gerð starfsáætlunar 2015, að ræddir verði kostir og gallar þess að framkvæmd skólasunds grunnskólabarna á Reyðarfirði fari fram í sundlaug Eskifjarðar.
10.
735 Ofanflóðvarnir í Bleiksá
Lagður fram samningur Héraðsverks og Fjarðabyggðar vegna ofanflóðavarna við Bleiksá á Eskifirði. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt samning fyrir sitt leyti. Bæjarráð staðfestir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
Tillaga starfsháttanefndar um endurskipulagningu Austurbrúar 2014
Drög að tillögu starfsháttanefndar um breytingar á stjórnskipulagi og starfsemi Austurbrúar. Drögin eru send til umsagnar og athugasemda en frestur til að skila umsögnum eða athugasemdum er til 5. september nk. Bæjarráð óskar eftir fresti til athugasemda til 8.september og vísar málinu til umfjöllunar á næsta fundi.
12.
Starfsleyfi fyrir Samskip að Hafnargötu 5
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Reyðarfjarðar og deiliskipulagi fiskihafnar Reyðarfjarðar til samræmis við aðalskipulag. Lagt fram til kynningar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 99
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 99 frá 25.ágúst 2014, lögð fram til kynningar.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 2
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 2 frá 27.ágúst 2014, lögð fram til kynningar.
15.
Menningar- og safnanefnd - 2
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 2 frá 28.ágúst 2014, lögð fram til kynningar.
16.
Fræðslunefnd - 3
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 3 frá 26.ágúst 2014, lögð fram til kynningar.