Fara í efni

Bæjarráð

395. fundur
8. september 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Helga Guðrún Jónasdóttir Markaðs- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
1.
Málefni Austurbrúar
Málsnúmer 1404114
Bæjarrráð ræddi málefni Austurbrúar. Jóna Árný Þórðardóttir starfandi framkvæmdastjóri Austurbrúar sat þennan lið fundarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir hugsanlega verkefni milli sveitarfélagsins og Austurbrúar.
2.
Tillaga starfsháttanefndar um endurskipulagningu Austurbrúar 2014
Málsnúmer 1409001
Farið yfir tillögur starfsháttanefndar Austurbrúar yfir endurskipulagningu stoðstofnunarinnar. Markaðs- og upplýsingafulltrúa falið að koma athugsemdum bæjarráðs á framfæri í dag við nefndina.
3.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Málsnúmer 1210103
Ásta Kristín greindi bæjarráði frá stöðu og framgangi verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að fela verkefnastjóra að sækja um aðild f.h. Fjarðabyggðar að Viðskiptaráði Norðurslóða og Norðurslóðaneti Íslands.Þá greindi verkefnastjóri frá því að samstarfshópur Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs um verkefnið frá 2012 hafi verið virkjaður á ný því til stuðnings.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1407033
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Tillögur að fjárhagsrömmum málaflokka fyrir árið 2015 lagðir fram. Bæjarráð felur bæjarrstjóra að vísa fjárhagsrömmum til nefnda og sviða án breytinga á almennum rekstrarkostnaði milli ára. Bæjarráða áskilur sér rétt á breytingum á fjárhagsrömmum meðan á umræðu um fjárhagsáætlun stendur.
5.
Árshátíð Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1309061
Árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins verður með svipuðu sniði og á síðasta ári. Formlegt félag hefur verið stofnað, Skemmtifélag starfsmanna Fjarðarbyggar, SSF sem sér um framkvæmd. Bæjarráð samþykkir sama framlag til árshátíðar starfsmanna 2014 og á síðasta ári eða kr. 4 millj. Bæjarráð gerir ráð fyrir, að félagið verði í stakk búið til að standa straum af almennum skemmtunum þ.m.t árshátíð á vegum þess frá og með næsta ári. Framlag sveitarfélagsins til SSF fyrir árið 2015 verður ákveðið í fjárhagsáætlun.
6.
Sýning borkjarna teknum í Áreyjum
Málsnúmer 1408049
Bréf Vigfúsar Ólafssonar er varðar sýningu borkjarna er tekinn var í Áreyjum 1978. Bæjarráð vísar erindinu til menningar-og safnanefndar til frekari umfjöllunar.
7.
Tillögur Mannvirkjastofnunar að reglugerð um starfsemi slökkviliða
Málsnúmer 1409026
Ósk auðlinda- og umhverfisráðuneytisins um umsögn vegna reglugerðar um starfsemi slökkviliða. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og slökkviliðsstjóra til umsagnar og álitsgjafar.
8.
Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands
Málsnúmer 1409029
Bæjarráð vísar samþykktinni til landbúnaðarnefndar.
9.
Ársreikningur 2013
Málsnúmer 1409004
Bæjarráð samþykkir ársreikning Búseta fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
10.
Hafnarstjórn - 135
Málsnúmer 1408015F
11.
Tillaga að breytingum á gjaldskrá safna í Fjarðabyggð fyrir árið 2015
Málsnúmer 1407016
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum á gjaldskrá safna í Fjarðabyggð fyrir árið 2015. Eydís Ásbjörnsdóttir gerir athugasemd við að aldursmörk tillögunnar miðast við 16 ára aldur en ekki 18 ára sjálfræðisaldur.
12.
Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2014
Málsnúmer 1310045
Bæjarstjóri hefur frá síðasta fundið farið yfir útfærslur. Bæjarráðs samþykkir gjaldskrá og reglur skipulagðra samganga 2014 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.