Fara í efni

Bæjarráð

396. fundur
15. september 2014 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
740 Nesgata 39a - stækkun lóðar.
Málsnúmer 1409017
Erindi vísað frá eigna-skipulags og umhverfisnefnd. Lögð fram beiðni Sigurðar Þorkelssonar og Sólveigar Eyjólfsdóttur eiganda Nesgötu 39a á Norðfirði, dagsett 28. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir að svæði sem þau hafa haft í fóstri frá 2002 verði sameinuð lóð þeirra. Samþykki nágranna liggur fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt stækkun lóðarinnar fyrir sitt leyti. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
2.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Málsnúmer 1409057
Bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 2. september 2014, þar auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Umsóknarfrestur bæjarstjórnar er til 30. september 2014. Bæjarráð samþykkir að sækja um byggðarkvóta fyrir alla bæjarkjarnana í Fjarðabyggð og felur framkvæmdastjóra hafna að leggja fram umsóknir til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.
3.
Ársreikningur 2013 - Veturhús
Málsnúmer 1409070
Ársreikningur Veturhúsa 2013 lagður fram til kynningar. Vísað til yfirferðar og skoðunar hjá bæjarritara.
4.
Beiðni um viðbótarfjármagn vegna nauðsynlegra framkvæmda í SKO haustið 2014
Málsnúmer 1409020
Bréf íþrótta-og tómstundafulltrúa og mannvirkjastjóra, vegna viðhaldsmála á Skíðasvæðinu í Oddsskarði og nauðsynlegra úrbóta fyrir veturinn 2014-2015. Bæjarráð samþykkir að fara í þær framkvæmdir sem lagðar eru til í bréfinu, allt að 5 millj. kr. Vinna þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2014 en viðhaldsframkvæmdir verða teknar af handbæru fé aðalsjóðs. Vísað til fjármálastjóra.
5.
Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2014
Málsnúmer 1408117
Vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dagsett 27. ágúst 2014, varðandi Dag íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september. Nefndin leggur til að fólkvangur og friðland við Hólmanes verði kynnt sérstaklega í tengslum við Dag íslenskrar náttúru 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur markaðs-og kynningarfulltrúa að vinna að kynningunni með framkvæmdasviði.
6.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Bæjarráð
Málsnúmer 1409067
Fjárhagsrammar fyrir fjárhagsáætlun 2015 í atvinnumálum og sameiginlegum kostnaði, lagðir fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2015, er snýr að atvinnumálum og sameiginlegum kostnaði.
7.
Löggæslumálefni, framkvæmdavald og stjórnsýsla ríkisins í héraði
Málsnúmer 1408052
Á fund bæjarráðs mættu Inger l. Jónsdóttir Sýslumaður á Eskifirði og Lárus Bjarnason Sýslumaður á Seyðisfirði, ásamt Jóni Halldóri Guðmundssyni skrifstofustjóra embættisins á Seyðisfirði og Jónasi Vilhelmssyni yfirlögregluþjóni á Eskfirði. Farið yfir ný embætti sýslumanns og lögreglustjóra á Austurlandi.

Bæjarráð mótmælir harðlega að ekki skuli vera tryggt nægt fjármagn til að halda uppi óbreyttri þjónustu við embætti sýslumanns og lögreglu á Austurlandi eins og boðað var í kynningu innanríkisráðherra. Hvetur bæjarráð nýjan dómsmálaráherra og fjárlaganefnd að gera nauðsynlega leiðréttingu á þessu og taka á uppsöfnuðum halla embættanna á liðnum árum. Þá skorar bæjarráð á stjórnvöld að standa við fyrirheit um flutning verkefna og ný störf til embættanna líkt og boðað var í fyrrgreindum tillögum. Bæjarstjóra falið að koma ofrangreindu á framfæri við dómsmálaráðherra, innanríkisráðherra og fjárlaganefnd.
8.
KFF - stúka
Málsnúmer 1409085
Fyrir liggur bréf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, dagsett 12. september 2014, beiðni um byggingu áhorfendastúku við Eskjuvöll Eskifirði, en Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar hefur unnið sér rétt til að leika í 1.deild Íslandsmótsins í knattspyrnu að ári. Leikheimild í 1. deild fylgir krafa um bætta aðstöðu frá KSÍ fyrir áhorfendur, skv. reglugerð um knattspyrnuleikvanga.
Bæjarrráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og Elvari Jónssyni bæjarfulltrúa að fara yfir málið í samstarfi við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar.
9.
Útleiga á íþróttahúsi Norðfjarðar - BRJÁN
Málsnúmer 1409087
Fyrir liggur beiðni Hljóðkerfaleigu Austurlands, fyrir hönd BRJÁN, um afnot af íþróttahúsinu í Neskaupstað til tónleikahalds dagana 4. október og 11. október 2014.
Bæjarráð samþykkir beiðnina, fyrir sitt leyti, en vísar til umræðu í íþrótta og tómstundanefnd stefnumörkun um leigu íþróttamannvirkja. Bæjarráð leggur til að horft verði til umfangs skemmtana sem ekki komast fyrir í félagsheimilum bæjarkjarnanna og starfsemi skóla og íþróttafélaga.
10.
Útleiga á íþróttahúsi Norðfjarðar - árshátíð Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1409086
Erindi frá skemmtifélagi starfsmanna Fjarðabyggðar, dagsett 12.september 2014, þar sem Stella Rut Axelsdóttir formaður félagsins sækir um, fyrir hönd félagsins, afnot af íþróttahúsinu í Neskaupstað 20.september nk. Þann dag verður haldin árshátíð allra starfsmanna sveitarfélagsins og hentar húsnæði íþróttahússins best fyrir árshátíðina.
Bæjarráð samþykkir beiðni SSF.
11.
Kynning á lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga
Málsnúmer 1409092
Til fundarins mættu Guðmundur V. Friðjónsson og Gerður Guðjónsdóttir frá Lífeyrisstjóði starfsmanna sveitarfélaga og kynntu málefni sjóðsins.
12.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 57 frá 8.september, lögð fram til kynningar.
13.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Málsnúmer 1402090
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 46 frá 10.september 2014, lögð fram til kynningar.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 3
Málsnúmer 1409007F
Fundargerð íþrótta og tómstundanefndar, nr. 3 frá 11. september 2014, lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 100
Málsnúmer 1409005F
Fundargerð skipulags og umhverfisnefndar, nr. 100 frá 8. september 2014, lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 136
Málsnúmer 1409002F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 136 frá 8. september 2014, lögð fram til kynningar.
17.
Menningar- og safnanefnd - 3
Málsnúmer 1409006F
Fundargerð menningar- og safanefndar, nr. 3 frá 11. september 2014, lögð fram til kynningar.
18.
Fræðslunefnd - 4
Málsnúmer 1409004F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 4 frá 9. september 2014, lögð fram til kynningar.