Fara í efni

Bæjarráð

397. fundur
22. september 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Ársfundur Austurbrúar ses. 2014
Málsnúmer 1404114
Framhaldsársfundur Austurbrúar verður haldinn 30.september 2014 kl. 15:00. Jón Björn Hákonarson verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum og Eydís Ásbjörnsdóttir til vara.
2.
Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014
Málsnúmer 1409118
Boðið verður upp á fimm fundardaga með fjárlaganefnd Alþingis í lok september og fram undir miðjan október. Hver fundur stendur í 15 til 20 mínútur. Bæjarráð óskar eftir að funda með nefndinni 8.október.
3.
Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Framlagt minnisblað mannvirkjastjóra. Samþykkt um gjaldskrá fyrir stöðuleyfi frá 25.júlí 2014 stangast á við gjaldskrá um byggingarleyfis- og þjónustugjöld byggingafulltrúa. Lagt er til að fresta gildistöku nýrrar gjaldskrár til áramóta en gjaldskráin tók gildi 1.ágúst sl. Bæjarráð samþykkir að fresta gildistöku gjaldskrár stöðuleyfa til áramóta og vísar málinu til frekari vinnslu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Tillaga að breytingum á gjaldskrá safna í Fjarðabyggð fyrir árið 2015
Málsnúmer 1407016
Minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar vegna breytinga á gjaldskrá safnanna. Lagt er til að gjaldskrá hækki í tveimur skrefum 2015 og 2016. Bæjarráð óskar eftir umsögn frá menningar- og safnanefnd og óskar jafnframt eftir að aldursviðmið á söfnunum verði tekið til skoðunar.
5.
Tilmæli Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnishamlandi aðgerða Hafnarfjarðarbæjar í tengslum við miðlun rafrænna reikninga
Málsnúmer 1409112
Minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu, vegna erindis Sendils, lagt fram. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið hefur ekki beint neinum tilmælum til Fjarðabyggðar í tengslum við miðlun ræfrænna reikninga. Vísað til fjármálastjóra.
6.
Nýr ferðaþjónustubíll
Málsnúmer 1409126
Lagðar fram hamingjuóskir frá Sjálfsbjörgu, í tengslum við að tekinn hefur verið í notkun nýr ferðaþjónustubíll í Fjarðabyggð fyrir fatlaða. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
7.
Umhverfisvænir pokar
Málsnúmer 1409143
Beiðni um þátttöku í fjáröflunarverkefni SEM samtakanna og MND félagsins á vormánuðum 2015.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til umfjöllunar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar í tengslum við átaksverkefni í sorpmálum.
8.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Málsnúmer 1402024
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 12.september 2014, lögð fram til kynningar.
9.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1403072
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Lagt fram sem trúnaðarmál, yfirlit yfir rekstur janúar - júlí 2014 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - ágúst 2014.
10.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Málsnúmer 1402090
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 47 frá
12. september 2014, lögð fram til kynningar.
11.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Málsnúmer 1402090
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 48 frá 16. september 2014, lögð fram til kynningar.