Fara í efni

Bæjarráð

398. fundur
29. september 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1407033
Umræða um fjárhagsáætlunargerð 2015.
2.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Formaður hafnarstjórnar, sem var í símasambandi, framkvæmdastjóri hafnanna og fjármálastjóri, sátu þennan lið fundarins. Farið yfir forsendur og áherslur í fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna málefna hafnarsjóðs.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1409066
Formaður félagsmálanefndar, félagsmálastjóri og fjármálastjóri, sátu þennan lið fundarins. Farið yfir forsendur og áherslur í fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna félagsmála.
4.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1409061
Mannvirkjastjóri og fjármálastjóri, sátu þennan lið fundarins. Farið yfir forsendur og áherslur í fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna veitustofnana og viðhalds þeirra á árinu 2015.
5.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Málsnúmer 1409057
Framkvæmdstjóri hafna og fjármálastjóri sátu þennan lið fundarins. Umsóknir um byggðakvóta lagðar fram til staðfestingar. Bæjarráð staðfestir umsóknir, felur bæjarstjóra að undirrita þær og senda þær til ráðuneytis.
6.
Frumvarp um breytingu á hafnalögum - nr. 61/2003
Málsnúmer 1409183
Lögð fram til kynningar drög að ályktun hafnasambandsþings í Vestmannaeyjum og hafnasambands Íslands er varðar breytingu á hafnalögum.
7.
Bygging leikskóla á Neseyri - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1402081
Mannvirkjastjóri og fjármálastjóri sátu þennan lið fundarins. Lagðir fram minnispunktar frá mannvirkjastjóra, dagsettir 11. september 2014, varðandi stöðu á byggingu leikskóla í Neskaupstað. Auk þess eru lagðar fram byggingarnefndarteikningar af 8 deilda leikskóla í Neskaupstað. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, fyrirkomulag útboðs og teikningar og vísaði afgreiðslu til bæjarráðs. Kostnaðaráætlun lögð fram. Útboðsskilmálar gera ráð fyrir að leikskólinn verði tilbúinn til afhendingar 1.ágúst 2016. Bæjarráð samþykkir fyrirkomulag útboðs og felur mannvirkjastjóra að auglýsa það.
8.
Fjárhagsáætlun 2014 - viðauki 8 - SKO
Málsnúmer 1409149
Viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2014 er varðar viðhaldsframkvæmdir við Skíðamiðstöðina í Oddskarði. Viðauki lagður fram til kynningar og honum vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
9.
Eistnaflug 2015
Málsnúmer 1312019
Fyrirkomulag Eistnaflugs hefur í tvígang verið kynnt í menningar- og safnanefnd og hefur nefndin engar athugasemdir gert við hugmyndir um fyrirkomulagið 2015. Bæjarráð samþykkir að Eistnaflug 2015 verði haldið í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við forsvarsmenn Eistnaflugs um fyrirkomulag hátíðarinnar.
10.
Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
Málsnúmer 1409160
Námskeið Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir sveitarstjórnarmenn, fer fram á Egilsstöðum föstudaginn 31.október. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að koma upplýsingum til bæjarfulltrúa og nefndarmanna.
11.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8.okt. 2014
Málsnúmer 1409168
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 8.október á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00. Jón Björn Hákonarson verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
12.
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 10.okt. 2014
Málsnúmer 1409162
Ársfundur fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík 10.október kl. 13:00. Páll Björgvin Guðmundsson verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
13.
Aðalfundarboð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 1409185
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga verður haldinn 8.október kl. 13:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Páll Björgvin Guðmundsson verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
14.
Umsögn um reglugerð um starfsemi slökkviliða (drög)
Málsnúmer 1409175
Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um reglugerð um starfsemi slökkviliða. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
15.
Erindi Íslandspósts um fækkun dreifingardaga
Málsnúmer 1409184
Tilkynning Íslandspósts um fækkun dreifingardaga í dreifbýli í nágrenni Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar úr fimm dögum í þrjá. Óskað er eftir umsögn til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir 3.október nk. Páll Björgvin Guðmundsson mun sækja kynningarfund vegna málsins.
16.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 58 frá 22. september 2014, lögð fram til kynningar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 101
Málsnúmer 1409014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 101 frá 22. september 2014, lögð fram til kynningar.
18.
Fræðslunefnd - 5
Málsnúmer 1409016F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 5 frá 23. september 2014, lögð fram til kynningar.
19.
Menningar- og safnanefnd - 4
Málsnúmer 1409017F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 4 frá 25. september 2014, lögð fram til kynningar.
20.
Tillaga að breytingum á gjaldskrá safna í Fjarðabyggð fyrir árið 2015
Málsnúmer 1407016
Minnisblað forstöðumanns Safnastofunar lagt fram en þar er lagt til að hækkanir á gjaldskrá verði í tveimur þrepum, fyrri hækkun verði á árinu 2015 og síðari hækkun á árinu 2016. Menningar- og safnanefnd hefur samþykkt tillögu í minnisblaði. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá skv. tillögu í minnisblaði.
21.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 4
Málsnúmer 1409018F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 4 frá 25. september 2014, lögð fram til kynningar.
22.
Hafnarstjórn - 137
Málsnúmer 1409015F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 137 frá 23. september 2014, lögð fram til kynningar.