Bæjarráð
400. fundur
6. október 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Beiðni um framlengingu á staðsetningu starfsmannabúða að Haga 2014
Erindi Alcoa Fjarðaáls um framlengingu á stöðuleyfi starfsmannabúða að Haga. Vísað til afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Aðalfundur SSA 2014
Framlögð til kynningar fundargerð aðalfundar SSA 2014 og upplýsingar um samþykkt framlag sveitarfélaga til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
3.
Beiðni GN um styrk vegna byggingarleyfisgjalda
Beiðni Golfklúbbs Norðfjarðar um styrk vegna byggingarleyfisgjalda. Bæjarráð samþykkir að styrkja golfklúbbinn í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins.
4.
Mismunandi aldursmörk þegar kemur að gjaldtöku
Umræða um aldurstakmörk vegna gjaldfrelsis í gjaldskrám Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir að frítt verði á söfnin í Fjarðabyggð, fyrir 17 ára og yngri, frá 1.janúar 2015. Bæjarráð óskar jafnframt eftir við fastanefndir að farið verði yfir, í hverjum málaflokki, hvaða möguleikar eru á frekari notkun Fjarðabyggðarkortsins.
5.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Barnaverndarnefnd
Formaður barnaverndarnefndar og félagsmálastjóri sátu þennan lið fundarins. Farið yfir forsendur og áherslur í fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna barnaverndarmála.
6.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 auk starfsáætlunar - Menningar- og safnanefnd
Formaður menningar- og safnanefndar og forstöðumaður Safnastofnunar sátu þennan lið fundarins. Lagt fram minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu, Safnastofnunar og markaðs- og upplýsingafulltrúa. Farið yfir forsendur og áherslur í fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna menningar- og safnamála.
7.
Rammasamningar um innkaup rekstrarvara
Minnisblað fjármálastjóra um tilhögun innkaupa á almennum rekstrarvörum fyrir Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði en þar er lagt til að gerðir verði fleiri en einn rammasamningar við þá birgja sem vilja og geta boðið stofnunum Fjarðabyggðar upp á viðunandi þjónustu, verð og önnur kjör innkaupa.
8.
Skráning nýs leikskóla í Neskaupstað
Tillaga fjármálastjóra um umsókn um sérstaka og frjálsa skráningu vegna byggingar nýs leikskóla í Neskaupstað, ásamt leigusamningi um eignina við Eignarhaldsfélagið Hraun ehf. Bæjarráð samþykkir tillögu og leigusamning og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
9.
Tilnefning í samgöngunefnd SSA
Erindisbréf Samgöngunefndar SSA lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að Einar Már Sigurðarson verði aðalmaður í nefndinni og Kristín Ágústsdóttir til vara.
10.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2014
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin nk. fimmtudag og föstudag í Reykjavík. Dagskrá lögð fram til kynningar.
11.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Bæjarráð
Lagðar fram greinargerðir bæjarritara og fjármálastjóra vegna sameiginlegs kostnaðar og atvinnumála.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 102
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 102 frá 29. september 2014, lögð fram til kynningar.