Fara í efni

Bæjarráð

401. fundur
13. október 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjórðungsmót hestamanna 2015 - beiðni um styrk
Málsnúmer 1410055
Hestamannafélagið Freyfaxi mun halda fjórðungsmót hestamanna á næsta ári á héraði. Beiðni um 400.000 kr. styrk. Því miður hefur bæjarráð ekki tök á að verða við beiðni um styrk.
2.
Öldungamót í blaki á Norðfirði 2015
Málsnúmer 1405039
Dagana 30.apríl - 2.maí 2015 verður Öldungamót í blaki haldið í Neskaupstað. Óskað er eftir aðkomu Fjarðabyggðar að undirbúningi mótsins og þátttöku í kostnaði. Mannvirkjastjóra falið að ræða við blakdeildina um aðkomu bæjarins að þjónustu vegna innviða bæjarins og leggja niðurstöðu fyrir bæjarráð.
3.
Strandblakvöllur Fáskrúðfirði - umsókn
Málsnúmer 1409196
Lagt fram bréf Elsu Sigrúnar Elísdóttur, f.h. Blakdeildar Leiknis dagsett 27. september 2014, þar sem sótt er um afnot af svæði undir strandblakvöll ásamt styrk til framkvæmda. Svæðið sem um ræðir er utan við kirkjugarðinn og innan við göngustíg sem liggur milli Skólavegar og íþróttahúss. Óskað er eftir styrk vegna vélavinnu og efniskaupa. Blakdeildin mun sjálf leggja til allan búnað vegna strandblakvallar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að blakdeildin fái afnot af svæðinu undir strandblaksvöll en vísaði styrkbeiðni til íþrótta- og tómstundanefndar. Bæjarráð samþykkir að blakdeildin fái afnot af svæðinu undir strandblaksvöll og felur mannvirkjastjóra að ræða við blakdeildina um aðstoð vegna framkvæmdarinnar.
4.
Framlag Fjarðabyggðar til Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1410049
Komin er fram beiðni frá stjórn Sjóminjasafns Austurlands um breytingar á endurgjaldi safnsins til Fjarðabyggðar og framlögum Fjarðabyggðar til safnsins. Um er að ræða beiðni um niðurfellingu á endurgjaldi sjóminjasafnsins til Fjarðabyggðar á árunum 2013 og 2014 auk beiðni um hækkun á framlagi bæjarins til safnsins 2014 og 2015 um 200.000 hvort ár. Menningar- og safnanefnd tók vel í beiðnina á fundi 9.október og vísaði henni til bæjarráðs til afgreiðslu. Tekið fyrir á næsta fundi.
5.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Málsnúmer 1402024
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september og 8. október 2014 lagðar fram til kynningar.
6.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Málsnúmer 1409064
Bjarni Ómar Haraldsson sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitfélaga, sat þennan lið fundarins auk formanns og varaformanns fræðslunefndar, fræðslustjóra og fjármálastjóra. Farið yfir nýjan kjarasamning við félag grunnskólakennara og áhrif hans á skólahald og fjárhagsáætlun ársins 2015. Fræðslunefnd telur óraunhæft að ná þeirri hagræðingu sem fjárhagsramminn kallar á, án róttækrar breytinga á þeirri þjónustu sem veitt er og hefur óskað eftir að bæjarráð endurskoði rammann. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu fræðslumála vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
7.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Rætt um framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu hafnarsjóðs vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
8.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Barnaverndarnefnd
Málsnúmer 1409065
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu málaflokks barnaverndarmála vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
9.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Bæjarráð
Málsnúmer 1409067
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu málaflokks sameiginlegs kostnaðar vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
10.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1409061
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu málaflokks framkvæmdasviðs vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
11.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1409066
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu málaflokks félagsmála vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
12.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Íþrótta- og tómstundanefndar
Málsnúmer 1409062
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu málaflokks æskulýðsmála vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
13.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 auk starfsáætlunar - Menningar- og safnanefnd
Málsnúmer 1409063
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Lagt fram minnisblað um fjárhagsramma menningar- og safnamála á árinu 2015. Menningar- og safnanefnd er sammála efni minnisblaðs um að þörf er á viðbótarfjármagni til safnsins Fransmenn á Íslandi og vísar beiðni þar um til bæjarráðs. Forstöðumanni falið að fylgja málinu eftir við bæjarráð. Menningar- og safnanefnd samþykkir að öðru leyti úthlutun á fjárhagsramma til málaflokks menningarmála. Jafnframt samþykkir nefndin hækkun á gjaldskrá safna, sbr. minnisblað forstöðumanns Safnastofnunar og 3,4% hækkun á gjaldskrá bókasafna. Nefndin samþykkir einnig drög að starfsáætlun menningar- og safnamála fyrir árið 2015. Menningar- og safnanefnd vísar starfs- og fjárhagsáætlunum 2015 til umfjöllunar í bæjarráði og gjaldskrá bókasafna og gjaldskrá safna til staðfestingar bæjarráðs. Áframhald vinnu við málaflokk menningarmála vísað til bæjarstjóra og fjármálastjóra.
14.
Ástand gamla skólans á Eskifirði
Málsnúmer 1410077
Bréf Veraldarvina til Fjarðabyggðar frá 10.október sl., vegna stöðu mála við framkvæmdir við Gamla barnaskólann á Eskifirði, ásamt uppfærðri framkvæmda- og kostnaðaráætlun. Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, falið að funda með framkvæmdastjóra Veraldarvina og fara yfir uppgerð hússins að Strandgötu 65 og umgengni Veraldarvina.
15.
Málþing um tónlistarfræðslu, uppeldi og samfélag
Málsnúmer 1410078
Málþing um tónlistarfræðslu, uppeldi og samfélag verður haldið í Reykjavík 17. október nk. Vísað til fræðslustjóra til kynningar.
16.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2014
Málsnúmer 1405009
Bæjarráð er sammála um að Valdimar O. Hermannsson verði fulltrúi Fjarðabyggðar í stjórn Náttúrustofu Austurlands og Berglind Steina Ingvarsdóttir til vara. Sameiginlegur fulltrúi Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs í stjórninni verði Líneik Anna Sævarsdóttir.
17.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 59 frá 6. október 2014, lögð fram til kynningar.
18.
Hafnarstjórn - 138
Málsnúmer 1410002F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 138 frá 7.október 2014, lögð fram til kynningar.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 103
Málsnúmer 1410003F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 103 frá 6.október 2014, lögð fram til kynningar.
20.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 5
Málsnúmer 1410006F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 5 frá 7.október 2014, lögð fram til kynningar.
21.
Fræðslunefnd - 6
Málsnúmer 1410007F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 6 frá 8.október 2014, lögð fram til kynningar.
22.
Menningar- og safnanefnd - 5
Málsnúmer 1410008F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 5 frá 9.október 2014, lögð fram til kynningar.