Bæjarráð
402. fundur
20. október 2014 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Þennan lið sat fræðslustjóri. Fjármálastjóri fór yfir stöðu hvers málaflokks vegna fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs. Fræðslustjóri fór sérstaklega yfir málaflokk fræðslumála. Fjárhagsáætlun 2015 vísað til kynningar og umræðu í nefndum.
2.
Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014
Fjarfundur bæjarráðs með fjárlaganefnd fór fram í Fróðleiksmolanum kl. 10:00. Farið yfir minnisblað til fjárlaganefndar.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 auk starfsáætlunar - Menningar- og safnanefnd
Vísað frá menningar- og safnanefnd.
Lögð fram tillaga um gjaldskrárhækkanir safna og bókasafna. Nefndin hefur samþykkt tillögu, fyrir sitt leyti, og vísað tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Lögð fram tillaga um gjaldskrárhækkanir safna og bókasafna. Nefndin hefur samþykkt tillögu, fyrir sitt leyti, og vísað tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
4.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Lögð fram framkvæmdaáætlun og viðhaldsverkefni framkvæmdasviðs fyrir árið 2015. Fjárheimild til tækjamiðstöðvar verður óbreytt en verður útfærð nánar þegar þörf liggur fyrir. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
5.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Bæjarráð
Starfsáætlunin fyrir stjórnsýslu- og þjónustusvið, málaflokka atvinnumála og sameiginlegs kostnaðar, lögð fram til kynningar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Rekstraráætlun hafnarsjóðs 2015 ásamt drögum að fjárfestingaáætlun og starfsáætlun. Vísað til frekari umræðu í hafnstjórn.
7.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2015
Á 59. fundi félagsmálanefndar þann 6. október var samþykkt að vísa tillögu að gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu vegna ársins 2015, til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu frá 1.janúar 2015.
8.
Gjaldskrá framkvæmdaleyfa og þjónustugjalda
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og þjónustugjöld.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og þjónustugjöld sem gildir frá 1.janúar 2015.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og þjónustugjöld.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og þjónustugjöld sem gildir frá 1.janúar 2015.
9.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2015. Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu sem gildir frá 1.janúar 2015.
Ákvörðun um álagningarstuðla verður tekin á næsta fundi.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu sem gildir frá 1.janúar 2015.
Ákvörðun um álagningarstuðla verður tekin á næsta fundi.
10.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá til næsta fundar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá til næsta fundar í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu.
11.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld dagsett 9. október 2014.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld sem gildir frá 1.janúar 2015.
Lögð fram tillaga um gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld dagsett 9. október 2014.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld sem gildir frá 1.janúar 2015.
12.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrár hitaveitu Fjarðabyggðar 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundinum var lögð fram breytingartillaga mannvirkjastjóra frá 17.október sl. þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrár hitaveitu skiptist upp í þrennt.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundinum var lögð fram breytingartillaga mannvirkjastjóra frá 17.október sl. þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrár hitaveitu skiptist upp í þrennt.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
13.
Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá hunda- og kattahalds 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá hunda- og kattahalds sem gildir frá 1.janúar 2015.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá hunda- og kattahalds 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá hunda- og kattahalds sem gildir frá 1.janúar 2015.
14.
Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um breytingu á gjaldskrá skipulagðra samgangna.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá skipulagðra samgangna sem gildir frá 1.janúar 2015.
Fulltrúi Fjarðalistans óskar eftir upplýsingum frá meirihluta um ferli tillögu Fjarðalistans frá 154.fundi bæjarstjórnar, vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Tillaga Fjarðalistans var eftirfarandi; "Fjarðabyggð verði gert að einu gjaldsvæði fyrir notendur almenningssamgangna, svo allir greiði sömu upphæð fyrir ferðir innan Fjarðabyggðar óháð áfangastað, áður en vetraráætlun tekur gildi í haust."
Á 385. fundi bæjarráðs samþykktu fulltrúar meirihluta að vísa tillögu Fjarðalistans til fjárhagáætlunargerðar á hausti komandi.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um breytingu á gjaldskrá skipulagðra samgangna.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá skipulagðra samgangna sem gildir frá 1.janúar 2015.
Fulltrúi Fjarðalistans óskar eftir upplýsingum frá meirihluta um ferli tillögu Fjarðalistans frá 154.fundi bæjarstjórnar, vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Tillaga Fjarðalistans var eftirfarandi; "Fjarðabyggð verði gert að einu gjaldsvæði fyrir notendur almenningssamgangna, svo allir greiði sömu upphæð fyrir ferðir innan Fjarðabyggðar óháð áfangastað, áður en vetraráætlun tekur gildi í haust."
Á 385. fundi bæjarráðs samþykktu fulltrúar meirihluta að vísa tillögu Fjarðalistans til fjárhagáætlunargerðar á hausti komandi.
15.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2015
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar árið 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar sem gildir frá 1.janúar 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá Slökkviliðs Fjarðabyggðar sem gildir frá 1.janúar 2015.
16.
Gjaldskrá tjaldsvæða 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá tjaldsvæða í Fjarðabyggð 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá tjaldsvæða í Fjarðabyggð 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Vísað til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
17.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2015
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá vatnsveitu 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá vatnsveitu sem gildir frá 1.janúar 2015.
Ákvörðun um álagningarstuðla verður tekin á næsta fundi.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá vatnsveitu 2015.
Nefndin hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá vatnsveitu sem gildir frá 1.janúar 2015.
Ákvörðun um álagningarstuðla verður tekin á næsta fundi.
18.
Gjaldskrár fyrir íþrótta- og tómstundastofnanir 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur fjallað um breytingar á gjaldskrám fyrir íþrótta- og tómstundastofnanir og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar. Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá íþrótta- og tómstundanefndar sem gildir frá 1.janúar 2015.
19.
Gjaldskrár í fræðslustofnunum
Fræðslunefnd hefur fjallað um breytingar á gjaldskrám skólastofnana en ekki komið með tillögur að breytingum. Vísað til fræðslunefndar.
20.
Íbúafundur á Reyðarfirði október 2014
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um íbúafund sem haldinn verður á Reyðarfirði á vegum íbúasamtaka Reyðarfjarðar, mánudaginn 20.október kl. 20:00, í safnaðarheimilinu.
21.
Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði
Jón Björn Hákonarson vék af fundi undir þessum lið. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður var í símasambandi við fundinn. Beiðni lögmannsstofunnar Lex, f.h. Guðröðar Hákonarsonar, um dómskvaðningu matsmanna, vegna vatnsbóls í Fannardal. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við lögmann.
22.
Drög að rafrænni handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum - frestur til athugasemda til 31. október nk.
Drög að rafrænni handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum hefur verið birt á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefnar.
23.
Löggæslumálefni, framkvæmdavald og stjórnsýsla ríkisins í héraði
Umsögn Fjarðabyggðar til innanríkisráðuneytisins, vegna draga að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta, lögð fram til kynningar og hún samþykkt.
24.
Tilnefningar til Skipulagsverðlaunanna 2014
Óskað er eftir tilnefningum til Skipulagsverðlauna 2014 fyrir 3.nóvember nk. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
25.
Upplýsingar um framkvæmd verðhækkana
Bréf forsætisráðuneytisins frá 10.október þar sem óskað er upplýsinga um fyrirhugaðar verðhækkanir sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari fyrir 30.október nk. Vísað til fjármálastjóra.
26.
Þokusetur
Bréf forsvarsmanna Þokuseturs frá 7.október þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari í endurbætur og viðhald á húsnæði félagsheimilisins á Stöðvarfirði fyrir um 23 milljónir og gert verði ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun ársins 2015. Jafnframt er unnið að fjármögnun verkefnisins í gegnum síðuna www.karolinafund.com Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Þokuseturs.
27.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - útsvarsálagning
Bæjarráð samþykkir að útsvarsálagningu 2015 verði óbreytt á næsta ári 14,48%.
Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
28.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Í ljós hefur komið skekkja í talnagögnum frá Fiskistofu um úthlutað aflamark 1. september sl., sem er einn af þremur þáttum sem ráða punktaútreikningi minni byggðarlaga.
Í tölum Fiskistofu áttu engar tölur að vera fyrir uppsjávarfisk, þar sem útreikningur á byggðakvóta byggist alfarið á botnfisktegundum.
Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dagsett 9. október 2014, hefur því verið afturkallað.
Mistök þessi kunna að leiða til einhverra breytinga hjá einstaka byggðarlagi. Nýtt bréf þar sem tilkynnt verður um magn byggðakvóta verður sent út í næstu viku. Frestur til að óska eftir sérreglum er óbreyttur til 1. nóvember n.k. Vísað til framkvæmdastjóra hafnanna til frekari vinnslu en bæjarráð telur rétt að sérreglur verði óbreyttar á milli ára. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Í tölum Fiskistofu áttu engar tölur að vera fyrir uppsjávarfisk, þar sem útreikningur á byggðakvóta byggist alfarið á botnfisktegundum.
Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dagsett 9. október 2014, hefur því verið afturkallað.
Mistök þessi kunna að leiða til einhverra breytinga hjá einstaka byggðarlagi. Nýtt bréf þar sem tilkynnt verður um magn byggðakvóta verður sent út í næstu viku. Frestur til að óska eftir sérreglum er óbreyttur til 1. nóvember n.k. Vísað til framkvæmdastjóra hafnanna til frekari vinnslu en bæjarráð telur rétt að sérreglur verði óbreyttar á milli ára. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
29.
Mennta - og menningarmálaráðuneytið hefur sett í opið samráðsferli, breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili.
Mennta - og menningarmálaráðuneytið hefur sett í opið samráðsferli, breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili. Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.
30.
157.mál til umsagnar frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur)
157.mál til umsagnar - frumvarp til laga um vegalögm gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur. Umsagnarfrestur er til 31.október nk. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
31.
214.mál til umsagnar frumvarp til laga um framhaldsskóla
214.mál til umsagnar, frumvarp til laga um framhaldsskóla. Umsagnarfrestur er til 3.nóvember nk. Vísað til fræðslunefndar.
32.
Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - óskað eftir tilnefningum - skilafrestur til 7. nóvember
Nýsköpunarráðstefna verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík 23.janúar 2015. Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt á ráðstefnunni og er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna fyrir 7. nóvember nk. Vísað til forstöðumanns stjórnsýslu til skoðunar.
33.
Bréf til bæjarráðs frá BRJÁN og Hljóðkerfaleigu Austurlands
Bréf til bæjarráðs frá BRJÁN og Hljóðkerfaleigu Austurlands - merkt Trúnaðarmál - erindi vísað til bæjarstjóra.
34.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 104
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 104 frá 13.október 2014, lögð fram til kynningar.