Fara í efni

Bæjarráð

403. fundur
27. október 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2015
Málsnúmer 1410043
Í ljósi breytinga í sorphirðumálum á næsta ári samþykkir bæjarráð að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs hækki um 6,25% frá 1.janúar 2015.
2.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1410040
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um þrískipta gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar 2015.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar og Fjarvarmaveitu Norðfjarðar hækki um 3,4% en gjaldskrá Fjarvarmaveitu Reyðarfjarðar hækki um 17%.
Bæjarráð samþykkir breytingartillögu mannvirkjastjóra frá 17.október sl., þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskrár hitaveitu skiptist upp í þrennt, og samþykkir jafnframt breytingar á gjaldskrám hitaveitu sem gildi frá 1.janúar 2015.
3.
Gjaldskrá tjaldsvæða 2015
Málsnúmer 1410044
Bæjarráð frestar ákvörðun um gjaldskrá tjaldsvæða 2015 og óskar eftir samanburði frá framkvæmdasviði á gjaldskrám annarra sambærilegra sveitarfélaga.
Gjaldskrá, eins og hún var samþykkt í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, vísað til umræðu í bæjarstjórn í tengslum við fjárhagsáætlun 2015.
4.
Gjaldskrár í fræðslustofnunum
Málsnúmer 1410025
Tillaga um breytingar á gjaldskrám fræðslustofnana er eftirfarandi:
Gjaldskrá í leikskólum verði óbreytt frá gjaldskrá 2014.
Gjaldskrá skólamáltíða í grunnskólum lækki um 5% frá gjaldskrá 2014.
Gjaldskrá í tónlistarskólum hækki um 3,4% frá gjaldskrá 2014.
Gjaldskrá í heilsdagsskóla hækki um 3,4% frá gjaldskrá 2014.
Systkinaafsláttur verði tekinn upp milli vistunargjalds í heilsdagsskóla og vistunargjalds í leikskóla. Hugmynd að útfærslu á systkinaafslætti er: Afsláttur í leikskóla óbreyttur, en barni 2 í heilsdagsskóla fylgi 25% afsláttur, barni 3 í heilsdagsskóla fylgi 50% afsláttur og barni 4 í heilsdagsskóla fylgi 100% afsláttur.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir ofangreindar breytingar á gjaldskrám fræðslustofnana. Eydís Ásbjörnsdóttir samþykkir breytingu á gjaldskrám með þeim fyrirvara að heildstæðri vinnu við fjárhagsáætlun er ekki lokið.
5.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Hafnarstjórn hefur samþykkt að gjaldskrá hafnarsjóðs hækki um 3,4% frá 1.janúar 2015. Hafnarstjórn hefur einnig samþykkt framkvæmdaáætlun fyrir 2015 ásamt langtímaáætlun 2016 til 2018. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá, framkvæmdaáætlun og langtímaáætlun hafnarsjóðs en frekari umræða um fjárfestingaráætlun hafnarsjóðs verður tekin milli umræðna í bæjarstjórn. Áætlunum vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
6.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Málsnúmer 1409064
Fræðslustjóri sat þennan lið fundarins. Fjárheimildum í fræðslumálum vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
7.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Málsnúmer 1408014
Fræðslustjóri sat þennan lið fundarins. Starfsáætlun 2015 í fræðslumálum lögð fram til kynningar. Vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
8.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Íþrótta- og tómstundanefndar
Málsnúmer 1409062
Fjárheimildum í íþrótta- og tómstundamálum vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
9.
Starfsáætlun 2015 - Íþrótta- og tómstundamál
Málsnúmer 1408076
Starfsáætlun 2015 í íþrótta- og tómstundamálum lögð fram til kynningar. Vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
10.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd
Málsnúmer 1409066
Fjárheimildum í félagsmálum vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
11.
Starfsáætlun 2015 - félagsmál
Málsnúmer 1408092
Starfsáætlun 2015 í félagsmálum lögð fram til kynningar. Vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015.
12.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - fasteignagjaldaálagning
Málsnúmer 1410165
Fasteignagjaldastofn ársins 2015 breytist ekki mikið milli áranna 2014 og 2015. Matstofn íbúðarhúsnæðis lækkar um 1,7%, stofn atvinnuhúsnæðis hækkar um 12% að meðaltali og matsstofn opinbers húsnæðis hækkar um 3,1%. Er þetta í samræmi við breytingar á matsstofni skv. Þjóðskrá Íslands. Álagningarstofnum ársins 2015 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
13.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Málsnúmer 1407033
Farið yfir drög að starfsáætlun 2015. Fjárheimildum og starfsáætlunum málaflokka vegna ársins 2015 hefur verið vísað til tillögu að fjárhagsáætlunargerð 2015 og er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Eydís Ásbjörnsdóttir fulltrúi Fjarðalistans samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 til fyrri umræðu í bæjarstjórn með fyrirvara um forgangsröðun, sérstaklega í fræðslumálum. Einnig er mörgum spurningum ósvarað um aðgerðir og framkvæmdaáætlanir.
14.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - 2018
Málsnúmer 1408015
Bæjarráð samþykkir framlagða þriggja ára áætlun 2016 - 2018 og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Eydís Ásbjörnsdóttir fulltrúi Fjarðalistans samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn með fyrirvara um forgangsröðun, sérstaklega í fræðslumálum. Einnig er mörgum spurningum ósvarað um aðgerðir og framkvæmdaáætlanir.
15.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Málsnúmer 1409057
Sérreglur Fjarðabyggðar vegna byggðakvóta lagðar fram og samþykktar og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
16.
Umsókn um styrk til bæjarráðs vegna Selláturs
Málsnúmer 1409133
Lögð fram umsögn skipulags- og byggingafulltrúa um styrk sbr. reglur um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að kanna nánar með framtíðaráform húseigenda um endurbætur á húsinu.
17.
Öldungamót í blaki á Norðfirði 2015
Málsnúmer 1405039
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs um aðkomu sveitarfélagsins að öldungamóti í blaki 2015. Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að ræða við forsvarsmenn mótsins.
18.
Framlag Fjarðabyggðar til Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1410049
Ákvörðun um framlag til safnsins á fjárhagsáætlun ársins 2015. Bæjarráð beinir því til stjórnar safnsins að leitað verði leiða til auka tekjur safnsins. Erindi verður tekið fyrir milli umræðna um fjárhagsáætlun 2015 í bæjarstjórn.
19.
Viðurkenning Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1405088
Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, frá 20.október 2014, þar sem kemur fram að Sjóminjasafn Austurlands hafi ekki hlotið viðurkenningu á grundvelli nýrra safnalaga, en unnið er áfram að málinu á vegum ráðuneytisins. Vísað til forstöðumanns Safnastofnunar og stjórnar Sjóminjasafnsins.
20.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2013 og 2014
Málsnúmer 1301332
Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12.september og 7.október 2014 lagðar fram til kynningar. Vísað til hafnarstjórnar.
21.
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 10.okt. 2014
Málsnúmer 1409162
Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2013, lagður fram til kynningar.
22.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2014 - 6.nóvember
Málsnúmer 1410139
Ákvörðun um fulltrúa á aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga, fimmtudaginn 6.nóvember kl. 14:00 í Löngubúð Djúpavogi, en fundur í menningar- og safnanefnd verður ekki haldinn fyrr en eftir 6.nóvember. Forstöðumaður Safnastofnunar verði fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
23.
257.mál til umsagnar frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög)
Málsnúmer 1410168
Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög) lagt fram til kynningar. Vísað til félagsmálanefndar.
24.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 6
Málsnúmer 1410016F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 6 frá 23.október 2014, lögð fram til kynningar.
25.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 105
Málsnúmer 1410015F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 105 frá 23.október 2014, lögð fram til kynningar.
26.
Fræðslunefnd - 7
Málsnúmer 1410014F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 7 frá 21.október 2014, lögð fram til kynningar.
27.
Hafnarstjórn - 139
Málsnúmer 1410013F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 139 frá 21.október 2014, lögð fram til kynningar.
28.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 60 frá 23.október 2014, lögð fram til kynningar.