Fara í efni

Bæjarráð

404. fundur
3. nóvember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Málsnúmer 1407033
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins.
Tillaga meirihluta bæjarráðs;
"Við umræðu um hagræðingarmarkmið í fræðslumálum í Fjarðabyggð, vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015, hefur það komið skýrt fram að staða byggðarinnar á Stöðvarfirði er erfið vegna fækkunar íbúa þar og skorts á atvinnutækifærum síðustu ár. Er því skiljanlegt að ugg hefur sett að íbúum Stöðvarfjarðar vegna hugmynda við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að sameina skuli kennslu í 5.- 10. bekkjum skólanna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, í skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði, og það komi til með að veikja enn frekar stöðu samfélagsins á Stöðvarfirði.

Því leggjum við til að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að greina stöðu atvinnumála á Stöðvarfirði og möguleika til að auka fjárfestingu í atvinnulífi þar. Skal Ásta Kristín Sigurjónsdóttir verkefnastjóri í atvinnumálum leiða vinnu hópsins en bæjarráð skal skipa tvo fulltrúa íbúa til setu í honum. Skal hópurinn skila af sér tillögum og hugmyndum í febrúar næstkomandi til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skal afrakstur vinnunar vera kynntur á íbúafundi í kjölfar umræðu í bæjarstjórn.

Þá samþykkir bæjarráð að fallið verði frá þeirri hugmynd að kenna 5. - 10.bekk grunnskóla Stöðvarfjarðarskóla í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar á næsta vetri. Þó er nauðsynlegt að ráðist verði í að hagræða í rekstri Fjarðabyggðar á öllum sviðum þ.m.t. í fræðslumálum með það að leiðarljósi að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu fyrir íbúa sína til framtíðar og greitt niður skuldir sínar.

Því samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra, að koma með tillögu að utanaðkomandi aðila til að vinna greiningu á hagræðingarmöguleikum í öllum rekstri sveitarfélagsins og gerð tillagna varðandi rekstur, byggðar á áðurnefndri greiningu.
Engu síður verður strax skoðað með breytingar í rekstri sveitarfélagsins, svo sem með yfirstjórn og samvinnu skólastofnana, til að ná þeim markmiðum sem nauðsynleg eru til að ljúka gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Byggt verði m.a. á þeirri vinnu sem nú þegar hefur verið unnin á vettvangi sveitarfélagsins. Þá skal utanaðkomandi tillögugerð varðandi rekstur sveitarfélagsins verða tilbúin í lok febrúar 2015 og skal umræðu um hana vera lokið í bæjarstjórn fyrir lok maí 2015."

Eydís Ásbjörnsdóttir fagnar framkominni tillögu enda er hún í anda málflutnings Fjarðalistans á bæjarstjórnarfundi 30.október sl.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Bæjarráð mun vinna áfram, á næstu fundum, að fjárhagsáætlun 2015 milli umræðna í bæjarstjórn.
2.
Ágóðahlutagreiðsla 2014 - Brunabót
Málsnúmer 1410176
Tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu ársins. Hluti Fjarðabyggðar er 2.434.000 kr.
3.
Ástand gamla skólans á Eskifirði
Málsnúmer 1410077
Bæjarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu fundar bæjarstjóra og mannvirkjastjóra, með framkvæmdastjóra Veraldarvina í síðustu viku. Samkvæmt framlögðum upplýsingum og gögnum er verkefnið á góðu róli. Bæjarráð vonast til að verkið vinnist hratt og vel.
4.
Beiðni um athugasemdir vegna skiptingar landsins í 40 talningarsvæði
Málsnúmer 1410088
Bréf Hagstofu um talningarsvæði vegna manntals 2011, lagt fram til kynningar. Athugasemdum er hægt að koma til Hagstofu fyrir 7. nóvember nk. Lagt fram til kynningar.
5.
Gjaldskrá tjaldsvæða 2015
Málsnúmer 1410044
Minnisblað framkvæmdasviðs vegna samanburðar á gjaldskrám tjaldsvæða nokkurra sveitarfélaga. Eftir yfirferð á gjaldskrám samþykkir bæjarráð breytingu á gjaldskrá tjaldsvæða þannig að gjald fyrir einstakling, 18 ára og eldri, verði 1.200 kr./nóttin.
6.
Templarinn - hlutverk hússins
Málsnúmer 1410174
Bréf Templarasamtakanna á Fáskrúðsfirði, frá 27.október, þar sem óskað er eftir að samtökin hafi eftirlit og afnot af húsinu "Templarinn" á Fáskrúðsfirði, þar til Fjarðabyggð hefur fundið því framtíðarhlutverk. Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og vísar máli til mannvirkjastjóra með beiðni um tillögu að framtíðaráætlun hússins. Einnig vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.
7.
Tillaga um varðveislu og endurbótum á gömlum fjárréttum og lofvarnabirgi á Reyðarfirði
Málsnúmer 1410182
Bréf Ásmundar Ásmundssonar er varðar endurbætur á fjárréttum og loftvarnarbirgi á Reyðarfirði. Vísað til menningar- og safnanefndar.
8.
Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu - óskað eftir tilnefningum - skilafrestur til 7. nóvember
Málsnúmer 1410118
Bæjarráð samþykkir að tilnefna samstarf atvinnulífs og vinnuskóla; annarsvegar samstarf Vinnuskóla Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands og hinsvegar verkefnið Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar. Forstöðumanni stjórnsýslu falið að ganga frá tilnefningu.
9.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - útsvarsálagning
Málsnúmer 1410111
Álit Sambands íslenskra sveitarfélaga um álagningu útsvars á árinu 2015, lagt fram til kynningar.
10.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Tillaga bæjarstjóra um gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið. Bæjarstjóri lagði fram tillögu um vinnulag við gerð Fjölskyldustefnu. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði og felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við stefnumótunina en leggja fram frekari áætlanir á næsta fundi bæjarráðs.
11.
Erindi Íslandspósts um fækkun dreifingardaga
Málsnúmer 1409184
Framlagt bréf vegna umsagnar um fækkun dreifingardaga pósts í dreifbýli í Fjarðabyggð. Bæjarráð getur ekki fallist á fækkun dreifingardaga sbr. ástæður í minnisblaði. Póst- og fjarskiptastofnun hefur verið send umsögn.
12.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Málsnúmer 1403055
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 29. október 2014.
13.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Málsnúmer 1411002
Framlagt aðalfundarboð Skólaskrifstofu Austurlands ásamt áætlun ársins 2015 og ársreikingi 2013. Til aðalfundar 2014 er boðað 21. nóvember 2014. Páll Björgvin Guðmundsson verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
14.
Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði
Málsnúmer 1103156
Jón Björn vék af fundi undir þessum lið. Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins.
15.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Málsnúmer 1402090
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 49 frá 30. október 2014, lögð fram til kynningar.