Fara í efni

Bæjarráð

405. fundur
10. nóvember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Málefni heilsugæslunnar í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1305026
Á fundinn mættu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands Kristín Björg Albertsdóttir forstjóri, Pétur Heimsson framkvæmdastjóri lækninga og Nína Hrönn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Farið yfir málefni stofnunarinnar í Fjarðabyggð.
Bæjarráð Fjarðabyggðar telur ljóst að stærð húsakosts á Reyðarfirði er farin að há starfsemi heilsugæslunnar í Fjarðabyggð og við því verður að bregðast hið fyrsta. Með vísan til viljayfirlýsingar HSA og Fjarðabyggðar frá 28.júní 2013 þá skorar bæjarráð á heilbrigðisráðherra að stækkun húsnæðisins verði flýtt sem kostur er.
2.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1104080
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt bréf Minjaverndar vegna gatnagerðargjalda að Hafnargötu 11 og Skólavegar 70a Fáskrúðfirði ásamt minnisblaði fjármálastjóra.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.
3.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1403072
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram sem trúnaðarmál, yfirlit yfir rekstur janúar - september 2014 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - október 2014.
4.
Sameiginleg markaðssetning skíðasvæðanna á Austurlandi
Málsnúmer 1309129
Framlagt minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa um sameiginlegt markaðsstarf skíðasvæðanna í Stafdal og Oddsskarði. Lagt er til áframhaldandi samstarf um markaðssetningu.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að og komið á sameiginlegu markaðsstarfi skíðasvæðanna í Stafdal og Oddskarði veturinn 2014 til 2015. Visað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
5.
Málefni Upplýsingamiðstöðvar Austurlands
Málsnúmer 1411035
Framlögð til kynningar tilkynning Austurbrúar um lokun upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum.
Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af stöðu upplýsingamiðstöðvarinnar og leggur áherslu á mikilvægi reksturs hennar sem miðlægrar upplýsingaveitu til ferðamanna í fjórðungnum.
6.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Bæjarstjóri fór yfir vinnu vegna fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
Bæjarstjóri mun kynna fyrir nefndum í vikunni.
7.
Steinhleðsla utan um ytri kirkjugarð Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1111011
Framlögð beiðni Kirkjugarða Reyðarfjarðar um þátttöku Fjarðabyggðar í kostnaði vegna gerðar steinhleðsluveggs og plöntun trjáa við kirkjugarðinn á Reyðarfirði.
Vísað til bæjarstjóra.
8.
Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2015
Málsnúmer 1410076
Vísað frá fundi bæjarstjórnar nr. 165, til frekari skoðunar í bæjarráði.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og málið verður tekið fyrir í bæjarráði að fenginni tillögu nefndarinnar.
9.
Styrkur vegna jólabingós Félags eldri borgara
Málsnúmer 1411004
Beiðni Félags eldri borgara Fáskrúðsfirði um frjáls afnot af Skrúði fyrir jólabingó 2.desember nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið um fjárhæð sem nemur húsaleigu. Tekið af liðnum óráðstafað.
10.
Yfirlýsing frá Íbúasamtökum Eskifjarðar um skólamál í Fjarðabyggð.
Málsnúmer 1411003
Framlögð til kynningar yfirlýsing um skólamál í Fjarðabyggð.
11.
Krafa slökkviliðsmanna um greiðslu vangoldinna launa
Málsnúmer 1306112
Framlagt til kynningar afrit af bréfi Hæstaréttar til Guðna Á. Haraldssonar þar sem rétturinn hafnar beiðni um leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Gísla Þór Briem gegn Fjarðabyggð.
12.
Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa
Málsnúmer 1411028
Framlagt erindi Félags byggingarfulltrúa um gæðastjórnunarkerfi sem byggingarfulltrúum er skylt að koma upp fyrir 1. janúar 2015.
Vísað til mannvirkjastjóra.
13.
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 10.okt. 2014
Málsnúmer 1409162
Framlögð til kynningar fundargerð ársfundar.
14.
Ályktun frá fundi tónlistarkennara á Austurlandi
Málsnúmer 1411042
Framlögð ályktun Félags tónlistarskólakennara vegna verkfalls.
Bæjarráð vonar að kjaradeilan leysist sem fyrst enda er hún farin að há starfi tónlistarskólanna.