Fara í efni

Bæjarráð

406. fundur
17. nóvember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Bygging leikskóla á Neseyri
Málsnúmer 1402081
Þennan lið fundarins sátu fjármálastjóri og mannvirkjastjóri. Gerð var grein fyrir tilboðum í byggingu leikskóla á Neseyri í Neskaupstað. Tilboð voru opnuð mánudaginn 3. nóvember 2014. Gild tilboð bárust frá tveimur aðilum og eru þau eftirfarandi.
Tilboð MVA ehf. er 634.917.370 kr. eða 133 % af kostnaðaráætlun
Tilboð VHE ehf. er 514.065.507 kr. eða 107 % af kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun hönnuða er 478.889.542 kr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við tilboðin og vísaði endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Bæjarráð er sammála um að ganga til samninga við VHE á grundvelli tilboðs þeirra, vegna byggingar leikskóla á Neseyri í Neskaupstað og felur fjármálastjóra og mannvirkjastjóra að annast viðræður við VHE.
2.
Greining á hagræðingarmöguleikum í öllum rekstri sveitarfélagsins.
Málsnúmer 1411075
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Á fundinn mætti Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG og kynnti tillögur að vinnu vegna úttektar á rekstrarmálum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um ráðningu Sævars sem ráðgjafa, vegna úttektar á rekstrarmálum sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við KPMG. Jafnframt er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningu ráðgjafa vegna fræðsluhluta verkefnisins. Kostnaði vegna ráðninga vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Málsnúmer 1407033
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Rætt um hagræðingarleiðir vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2015.
4.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Minnisblöð bæjarstjóra og Hrannar Pétursdóttur vegna vinnu við fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblöðum og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Hrönn.
5.
Umsókn til Byggðastofnunar vegna Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 1411074
Lögð fram umsókn til Byggðastofnunar vegna verkefnisins "Brotthættar byggðir" Bæjarráð samþykkir að sækja um til Byggðastofnunar og felur verkefnastjóra atvinnumála áframhaldandi vinnu málsins. Vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun fulltrúa Fjarðalistans
"Ég fagna að búið er að senda inn umsókn í verkefnið "Brothættar byggðir" enda Fjarðalistinn með á sinni stefnuskrá að kanna hvort verkefnið henti fyrir Stöðvarfjörð og Mjóafjörð með styrkingu byggðar í huga."
6.
Norðfjarðarflugvöllur
Málsnúmer 1410115
Farið var yfir málefni Norðfjarðarflugvallar vegna hækkunar á vatnsborði leirunnar við völlinn. Lagt fram minnisblað Mannvits frá 14.nóvember. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn og til framkvæmdasviðs til úrvinnslu.
7.
Umsögn um 24.000 tonna framleiðsla á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði.
Málsnúmer 1407037
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar vegna tillögu að matsáætlun vegna 13.000 tonna aukningar á eldi á laxi og regnbogasilungi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stofnunin fellst á tillögu Fiskeldis Austfjarða hf. með viðbótum. Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.
8.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2013 og 2014
Málsnúmer 1301332
Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 8.október og 3.nóvember auk fundargerðar aðalfundar frá 8.október 2014, lagðar fram til kynningar.
9.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Málsnúmer 1403055
Bæjarráð tilnefnir bæjarritara sem varamann í stjórn Skólaskrifstofu Austurlands. Aðalfundur verður haldinn 21.nóvember nk. á Seyðisfirði.
10.
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2014
Málsnúmer 1411071
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 21.október 2014, lögð fram til kynningar.
11.
Siðareglur 2014
Málsnúmer 1411081
Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem sendar skulu ráðuneytinu til staðfestingar. Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu. Bæjarráð telur rétt að núgildandi siðareglur haldi sér og vísar máli til afgreiðslu bæjarstjórnar.
12.
Virkjun Hafranesi
Málsnúmer 1411084
Kynntar hugmyndir að lítilli virkjun í Hafranesi. Vísað til mannvirkjastjóra til skoðunar.
13.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015
Málsnúmer 1409057
Fyrir liggja samningar um vinnslu afla úr byggðakvóta.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra umboð til að staðfesta fyrirliggjandi samninga um vinnslu afla, vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015, sem og aðra þá samninga sem berast síðar til staðfestingar.
14.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 61 frá 10. nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 106
Málsnúmer 1411007F
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 106 frá 11.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 140
Málsnúmer 1411006F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 140 frá 11.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 8
Málsnúmer 1411005F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 8 frá 11.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
18.
Menningar- og safnanefnd - 6
Málsnúmer 1411002F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 6 frá 13.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.