Fara í efni

Bæjarráð

407. fundur
24. nóvember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Málsnúmer 1410164
Þennan lið fundarins sat Ásta Kristín Sigurjónsdóttir verkefnastjóri í atvinnumálum.
Farið yfir helstu verkefni sem unnið hefur verið að.
2.
Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar - erindisbréf
Málsnúmer 1411133
Þennan lið fundarins sat Ásta Kristín Sigurjónsdóttir verkefnastjóri í atvinnumálum.
Framlagt erindisbréf fyrir starfshóp um sóknarfæri Stöðvarfjarðar. Starfshópinn skipa Rósa Valtingojer og Ívar Ingimarsson ásamt Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra atvinnumála. Hópurinn mun hafa samráð á víðum grunni við hagsmunaaðila og íbúa.
Erindisbréfið er samþykkt.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Málsnúmer 1407033
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri.
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2015.
4.
Flugsaga Austurlands - umsókn um styrk
Málsnúmer 1411088
Beiðni um 175.000 kr. styrk vegna ritunar flugsögu Austurlands.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni.
5.
Málefni Upplýsingamiðstöðvar Austurlands
Málsnúmer 1411035
Austurbrú hefur kallað eftir tilnefningu fulltrúa í stýrihóp um málefni Upplýsingamiðstöðvar Austurlands.
Bæjarráð tilnefndir Helgu Guðrúnu Jónasdóttir markaðs- og upplýsingafulltrúa í stýrihóps vegna málefna Upplýsingamiðstöðvar Austurlands.
6.
Áskorun til sveitarstjórnar Fjarðabyggðar vegna verkfalls tónskólakennara
Málsnúmer 1411122
Áskorun frá foreldrarfélagi Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar vegna verkfalls tónlistarkennara. Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af því að kjaradeilan er óleyst enda er hún farin að hafa víðtæk áhrif.
7.
Gjaldtaka Fasteignaskrár Íslands vegna fasteignamats
Málsnúmer 1111072
Þennan lið sat fjármálastjóri.
Kynntur dómur Hæstaréttar í máli Íslenska ríkisins og Þjóðskrá gegn Fjarðabyggð. Fjarðabyggð eru dæmdar tæpar 13 milljónir auk vaxta og verðbóta, auk 2 milljóna í málskostnað.
8.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2014
Málsnúmer 1402090
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 50 frá 18. nóvember 2014, lögð fram til kynningar.