Bæjarráð
408. fundur
28. nóvember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að umræðu um sameiginlegt unglingastig verði vísað til vinnu KPMG um úttekt á rekstri sveitarfélagsins sem nú er að fara af stað og því verði ekki gert ráð fyrir sameiginlegri unglingadeild í fjárhagsáætlun 2015. Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarráð að stuðst verði við nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns við gerð fjárhagsáætlunar í fræðslumálum 2015. Samþykkt að vísa tillögu til vinnu KPMG til samræmis við bókun fræðslunefndar. Eydís Ásbjörnsdóttir tekur undir bókun fulltrúa Fjarðalistans í fræðslunefnd.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að umræðu um sameiginlegt unglingastig verði vísað til vinnu KPMG um úttekt á rekstri sveitarfélagsins sem nú er að fara af stað og því verði ekki gert ráð fyrir sameiginlegri unglingadeild í fjárhagsáætlun 2015. Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarráð að stuðst verði við nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns við gerð fjárhagsáætlunar í fræðslumálum 2015. Samþykkt að vísa tillögu til vinnu KPMG til samræmis við bókun fræðslunefndar. Eydís Ásbjörnsdóttir tekur undir bókun fulltrúa Fjarðalistans í fræðslunefnd.
2.
Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Lið vísað frá fundi fræðslunefndar 25.nóvember til bæjarráðs.Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkti fyrir sitt leyti nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns og vísaði þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðmiðunarreglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Eydís Ásbjörnsdóttir tekur undir bókun fulltrúa Fjarðalistans í fræðslunefnd.
Lið vísað frá fundi fræðslunefndar 25.nóvember til bæjarráðs.Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkti fyrir sitt leyti nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns og vísaði þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðmiðunarreglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Eydís Ásbjörnsdóttir tekur undir bókun fulltrúa Fjarðalistans í fræðslunefnd.
3.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Umræða um fjárheimildir í málaflokknum fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn. Hafnarstjórn hefur fjallað um breytingar á gjaldskrá er lúta að stöðuleyfum gáma á geymslusvæðum og gjaldtöku vegna úrgangs frá skipum vegna lagabreytinga frá síðastliðnu vori. Þá leggur hafnarstjórn til við bæjarráð að bætt verði í framkvæmdaáætlun 15 milljónum í liðinn óráðstafað.
Bæjarráð samþykkir tillöguna um hækkun framkvæmdaáætlunar um 15 milljónir kr. og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá hafnarsjóðs.
Umræða um fjárheimildir í málaflokknum fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn. Hafnarstjórn hefur fjallað um breytingar á gjaldskrá er lúta að stöðuleyfum gáma á geymslusvæðum og gjaldtöku vegna úrgangs frá skipum vegna lagabreytinga frá síðastliðnu vori. Þá leggur hafnarstjórn til við bæjarráð að bætt verði í framkvæmdaáætlun 15 milljónum í liðinn óráðstafað.
Bæjarráð samþykkir tillöguna um hækkun framkvæmdaáætlunar um 15 milljónir kr. og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá hafnarsjóðs.
4.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Umræða um fjárheimildir í málaflokkum sem heyra undir framkvæmdasvið fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn. Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 21. nóvember 2014, varðandi breytingartillögur á fjárhagsáætlun.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögurnar og vísaði þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Umræða um fjárheimildir í málaflokkum sem heyra undir framkvæmdasvið fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn. Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 21. nóvember 2014, varðandi breytingartillögur á fjárhagsáætlun.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögurnar og vísaði þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
5.
Búnaður fyrir brettaiðkendur
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um bréf frá Hákoni Viðarsyni. Í bréfinu er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að kaupum á búnaði fyrir brettadeild Skíðafélags Fjarðabyggðar en til að bæta samkeppnisstöðu ungmenna í Fjarðabyggð er mikilvægt að aðstaðan til brettaiðkunar verði bætt.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við félagið um fjárframlag sem nemur allt að 2.500.000 kr. sem skiptist á næstu fimm árin.
Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um bréf frá Hákoni Viðarsyni. Í bréfinu er óskað eftir aðkomu sveitarfélagsins að kaupum á búnaði fyrir brettadeild Skíðafélags Fjarðabyggðar en til að bæta samkeppnisstöðu ungmenna í Fjarðabyggð er mikilvægt að aðstaðan til brettaiðkunar verði bætt.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við félagið um fjárframlag sem nemur allt að 2.500.000 kr. sem skiptist á næstu fimm árin.
6.
Öldungamót í blaki á Norðfirði 2015
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Vísað til bæjarráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd með ósk um að sveitarfélagið komi að framkvæmd öldungamóts í blaki, sem haldið verður í Neskaupstað á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að veita fjárframlag til mótsins sem nemur 750.000 kr. og aðstoð er tengist innviðum bæjarins.
Vísað til bæjarráðs frá íþrótta- og tómstundanefnd með ósk um að sveitarfélagið komi að framkvæmd öldungamóts í blaki, sem haldið verður í Neskaupstað á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að veita fjárframlag til mótsins sem nemur 750.000 kr. og aðstoð er tengist innviðum bæjarins.
7.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Félagsmálanefnd
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Félagsmálanefnd leggur ríka áherslu á að 50% stöðugildi til aukningar á sviðinu verður inni í áætlun ársins 2015 með hliðsjón af gerð fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Félagsmálanefnd leggur ríka áherslu á að 50% stöðugildi til aukningar á sviðinu verður inni í áætlun ársins 2015 með hliðsjón af gerð fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2015.
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - fasteignagjaldaálagning
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lögð fram tillaga fjármálastjóra að álagningu fasteignagjalda á árinu 2015 ásamt reglum um afslátt af fasteignagjöldum árið 2015 til elli- og örorkulífeyrisþega.
Fasteignaskattur A verði 0,48 % 1 af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % 2 af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,63 % 3 af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,53 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 2,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,28 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 23.050 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 10.940 kr.á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta, mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Jafnframt er lagt til að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
a)
Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 53.541 á árinu 2015.
b)
Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2014 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2015 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:.
Einstaklingar:
Brúttótekjur allt að kr. 2.713.597
100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir
kr. 3.588.669
0 % afsláttur
Hjón og samskattað
sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 4.121.608
100 %
afsláttur
Brúttótekjur yfir
4.926.043
0 % afsláttur
Bæjarráð samþykkir álagningarstofnana fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð reglur um afslátt af fasteignagjöldum árið 2015 til elli- og örorkulífeyrisþega og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lögð fram tillaga fjármálastjóra að álagningu fasteignagjalda á árinu 2015 ásamt reglum um afslátt af fasteignagjöldum árið 2015 til elli- og örorkulífeyrisþega.
Fasteignaskattur A verði 0,48 % 1 af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur B verði 1,32 % 2 af húsmati og lóðarhlutamati.
Fasteignaskattur C verði 1,63 % 3 af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,53 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 2,00% af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald verði 0,28 % af húsmati.
Holræsagjald verði 0,32 % af húsmati.
Sorphreinsunargjald verði 23.050 kr. á heimili.
Sorpeyðingargjald verði 10.940 kr.á heimili.
Fjöldi gjalddaga verði átta, mánaðarlega frá 1. febrúar.
Eindagi fasteignagjalda verður síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Jafnframt er lagt til að afsláttur á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:
a)
Hámarks afsláttur af fasteignaskatti fylgi breytingum fasteignamatsstofns og verði kr. 53.541 á árinu 2015.
b)
Afsláttur fasteignaskatts er tekjutengdur og miðast við árstekjur ársins 2014 samanber álagningu skattstjóra á árinu 2015 og skulu tekjumörk vera sem hér segir:.
Einstaklingar:
Brúttótekjur allt að kr. 2.713.597
100 % afsláttur
Brúttótekjur yfir
kr. 3.588.669
0 % afsláttur
Hjón og samskattað
sambýlisfólk:
Brúttótekjur allt að kr. 4.121.608
100 %
afsláttur
Brúttótekjur yfir
4.926.043
0 % afsláttur
Bæjarráð samþykkir álagningarstofnana fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð reglur um afslátt af fasteignagjöldum árið 2015 til elli- og örorkulífeyrisþega og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - aðalmál
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir samandregnar upplýsingar um breytingar á fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2015 með samþykktum breytingum í dagskrárliðum fundargerðar til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 4. desember nk.
Eydís bókar að hún samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu með fyrirvara um fjárhagsramma og starfsáætlun fræðslumálaflokksins.
Farið yfir samandregnar upplýsingar um breytingar á fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2015 með samþykktum breytingum í dagskrárliðum fundargerðar til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 4. desember nk.
Eydís bókar að hún samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu með fyrirvara um fjárhagsramma og starfsáætlun fræðslumálaflokksins.
10.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - 2018
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2016 - 2018.
Bæjarráð samþykkir að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun 2016 til 2018 með breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 4. desember nk.
Eydís bókar að hún samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu með fyrirvara um fjárhagsramma málaflokks fræðslumála.
Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2016 - 2018.
Bæjarráð samþykkir að vísa þriggja ára fjárhagsáætlun 2016 til 2018 með breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 4. desember nk.
Eydís bókar að hún samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu með fyrirvara um fjárhagsramma málaflokks fræðslumála.
11.
Almenningssamgöngur - samningar 2014
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri.
Lögð fram drög að samningum um almenningssamgöngur á Austurlandi og skiptingu tekna af farmiðasölu, um akstur framhaldsskólanema í Fjarðabyggð, um akstur íþróttaiðkenda í Fjarðabyggðahöllina, um almenningsakstur milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar á grundvelli sérleyfis nr. F39 og um almenningsakstur milli Norðfjarðar og Egilsstaða á grundvelli sérleyfis nr. F38.
Nefndin samþykkir samningana fyrir sitt leyti og bæjarráð staðfestir þá og felur bæjarstjóra að undirrita samningana.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd skorar á bæjarráð Fjarðabyggðar að skoða kosti og galla þess að almenningssamgöngur á Austurlandi verði settar í byggðasamlag í samstarfi við önnur sveitarfélög á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að vísa áskorun nefndarinnar um mat á því að setja samgöngur í byggðasamlag til samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Lögð fram drög að samningum um almenningssamgöngur á Austurlandi og skiptingu tekna af farmiðasölu, um akstur framhaldsskólanema í Fjarðabyggð, um akstur íþróttaiðkenda í Fjarðabyggðahöllina, um almenningsakstur milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar á grundvelli sérleyfis nr. F39 og um almenningsakstur milli Norðfjarðar og Egilsstaða á grundvelli sérleyfis nr. F38.
Nefndin samþykkir samningana fyrir sitt leyti og bæjarráð staðfestir þá og felur bæjarstjóra að undirrita samningana.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd skorar á bæjarráð Fjarðabyggðar að skoða kosti og galla þess að almenningssamgöngur á Austurlandi verði settar í byggðasamlag í samstarfi við önnur sveitarfélög á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að vísa áskorun nefndarinnar um mat á því að setja samgöngur í byggðasamlag til samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
12.
Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2015
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti gjaldskrá og viðauka og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin telur nauðsynlegt að unnið verði áfram að endurskoðun gjaldskrár meðal annars með það að markmiði að gæta jafnræðis milli allra barna.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti.
Eydís samþykkir gjaldskrána með fyrirvara um endurskoðun á almenningssamgöngum sbr. samþykkt meirihluta bæjarráðs á 385. fundi bæjarráðs.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti gjaldskrá og viðauka og vísar til afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin telur nauðsynlegt að unnið verði áfram að endurskoðun gjaldskrár meðal annars með það að markmiði að gæta jafnræðis milli allra barna.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti.
Eydís samþykkir gjaldskrána með fyrirvara um endurskoðun á almenningssamgöngum sbr. samþykkt meirihluta bæjarráðs á 385. fundi bæjarráðs.
13.
Bygging leikskóla á Neseyri
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri.
Lögð fram drög að verksamningi við Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar hf. vegna byggingar nýs leikskóla í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að verksamningi að því gefnu að verkábyrgð liggi fyrir við undirritun verksamnings og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lögð fram drög að verksamningi við Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar hf. vegna byggingar nýs leikskóla í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að verksamningi að því gefnu að verkábyrgð liggi fyrir við undirritun verksamnings og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
14.
Menningarstefna
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri.
Tillaga að skipan starfshóps vegna vinnu við menningarstefnu. Tillaga menningar- og safnanefndar er að hópinn skipi Jón Hilmar Kárason, Rósa Valtingojer, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Pétur Sörensson og fulltrúi frá Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Menningarfulltrúi Austurlands mun einnig starfa með hópnum.
Bæjarráð samþykkir skipan starfshóps og felur bæjarstjóra að gera erindisbréf fyrir hópinn.
Tillaga að skipan starfshóps vegna vinnu við menningarstefnu. Tillaga menningar- og safnanefndar er að hópinn skipi Jón Hilmar Kárason, Rósa Valtingojer, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Pétur Sörensson og fulltrúi frá Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Menningarfulltrúi Austurlands mun einnig starfa með hópnum.
Bæjarráð samþykkir skipan starfshóps og felur bæjarstjóra að gera erindisbréf fyrir hópinn.
15.
Glettur - styrkbeiðni
Þennan lið sat fjármálastjóri.
Framlögð beiðni um stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á á sjónvarpsstöðinni N4 á árinu 2015 ásamt minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni N4 60.000 kr. á mánuði út árið 2015.
Framlögð beiðni um stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á á sjónvarpsstöðinni N4 á árinu 2015 ásamt minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni N4 60.000 kr. á mánuði út árið 2015.
16.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Þennan lið sat fjármálastjóri.
Lögð fram drög að bréfi til Reita um kaup á Fjarðabyggðarhöllinni og líkamsræktarstöð Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir drög að bréfi bæjarstjóra er varðar kauprétt á fjölnotahúsinu og líkamsræktarstöðinni á Reyðarfirði.
Lögð fram drög að bréfi til Reita um kaup á Fjarðabyggðarhöllinni og líkamsræktarstöð Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir drög að bréfi bæjarstjóra er varðar kauprétt á fjölnotahúsinu og líkamsræktarstöðinni á Reyðarfirði.
17.
Umsókn um aðstöðu fyrir strandblaksvöll á Reyðarfirði
Lagt fram bréf blakdeildar Ungmennafélagsins Vals á Reyðarfirði, dagsett 21. nóvember 2014, þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir strandblakvöll á leikvelli við Hermes, þ.e. bakvið Búðareyri 4 á Reyðarfirði. Bæjarstjóra falið að skoða málið milli funda.
18.
Aðalskipulagsbreyting Norðfjarðarhafnar
Hafnarstjórn óskar eftir við bæjarráð að hafin verði vinna við breytingu aðal- og deiliskipulags fyrir Norðfjarðarhöfn.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra hafna að vinna tillögu sem gerir grein fyrir breytingunum og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra hafna að vinna tillögu sem gerir grein fyrir breytingunum og vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar.
19.
Málefni Austurbrúar
Framlagt bréf starfandi framkvæmdastjóra Austurbrúar til stofnfjáraðila þar sem boðað er til fundar stofnfjáraðila 11. desember nk.
Bæjarráð samþykkir að fela Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að fela Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
20.
Birtingaráætlun Austurbrúar 2015
Birtingaráætlun Austurbrúar 2015 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar áætluninni til markaðs- og upplýsingafulltrúa til skoðunar, með hliðsjón af markaðsframlagi til Austurbrúar.
Bæjarráð vísar áætluninni til markaðs- og upplýsingafulltrúa til skoðunar, með hliðsjón af markaðsframlagi til Austurbrúar.
21.
Framlag Fjarðabyggðar til Sjóminjasafns Austurlands
Staða Sjóminjasafns Austurlands tekin til umræðu í ljósi afstöðu Safnaráðs og mennta- og menningarmálaráðuneytis til safnsins.
Framlagt bréf safnsins þar sem óskað er eftir að framlag áranna 2014 og 2015 verði endurskoðað til að tryggja rekstrargrunn þess.
Bæjarráð samþykkir að rekstrarframlag 2015 verði endurskoðað með hliðsjón af tillögum í bréfinu og fallið verði frá innheimtu eldra þjónustuframlags 2007.
Framlagt bréf safnsins þar sem óskað er eftir að framlag áranna 2014 og 2015 verði endurskoðað til að tryggja rekstrargrunn þess.
Bæjarráð samþykkir að rekstrarframlag 2015 verði endurskoðað með hliðsjón af tillögum í bréfinu og fallið verði frá innheimtu eldra þjónustuframlags 2007.
22.
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018
Stefnumörkun Sambands sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa stefnumörkuninni til nefnda sveitarfélagsins til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að vísa stefnumörkuninni til nefnda sveitarfélagsins til umræðu.
23.
Atvinnuleysi í Fjarðabyggð 2014
Lögð fram til kynningar, samantekt verkefnastjóra í atvinnumálum um atvinnuleysi í Fjarðabyggð í október 2014.
24.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2014
Fundargerð stjórnar frá 21.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
25.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Fundargerðir stjórnar og framkvæmdastjórnar frá 21.nóvember 2014 lagðar fram til kynningar.
Vísað til fræðslunefndar.
Vísað til fræðslunefndar.
26.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Fundargerð aðalfundar og skýrsla stjórnarformanns lagðar fram til kynningar.
Vísað til fræðslunefndar.
Vísað til fræðslunefndar.
27.
Stjórnarfundir StarfA 2014
Fundargerðir Starfsendurhæfningar Austurlands 4. júní og 12. september 2014, lagðar fram til kynningar.
Vísað til félagsmálanefndar.
Vísað til félagsmálanefndar.
28.
Umferðaröryggi við leik- og grunnskóla
Lagt fram bréf Önnu Margrétar Sigurðardóttur formanns foreldrafélags Nesskóla, auk gagna er varða umferðarmál í Neskaupstað.
Með breytingu á umferðarsamþykkt á árinu 2014 var umferðarhraði í þéttbýli almennt lækkaður í 40 km. á klst. og í 30 km. klst. á völdum götum þar sem gangandi umferð barna er mikil, sbr. Miðstræti og Sverristún í Neskaupstað. Þá hefur verið aukið fjármagn til umferðamerkinga og lýsingar á árinu 2015.
Frekari umræðu um málið er vísað til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar.
Með breytingu á umferðarsamþykkt á árinu 2014 var umferðarhraði í þéttbýli almennt lækkaður í 40 km. á klst. og í 30 km. klst. á völdum götum þar sem gangandi umferð barna er mikil, sbr. Miðstræti og Sverristún í Neskaupstað. Þá hefur verið aukið fjármagn til umferðamerkinga og lýsingar á árinu 2015.
Frekari umræðu um málið er vísað til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar.
29.
Templarinn - hlutverk hússins
Framlagt erindi frá Þorvaldi Davíð Kristjánssyni er varðar hugmyndir um framtíð Templarans á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við hollvini hússins, hafa samband við bréfritara og forma samning á grunni reglna um uppgerð gamalla húsa í eigu sveitarfélagsins vegna endurgerðar Templarans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við hollvini hússins, hafa samband við bréfritara og forma samning á grunni reglna um uppgerð gamalla húsa í eigu sveitarfélagsins vegna endurgerðar Templarans.
30.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 62 frá 24. nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
31.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 107
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 107 frá 24.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
32.
Fræðslunefnd - 9
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 9 frá 25.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
33.
Menningar- og safnanefnd - 7
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 7 frá 27.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
34.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 7
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 7 frá 27.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.
35.
Hafnarstjórn - 141
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 141 frá 25.nóvember 2014, lögð fram til kynningar.