Bæjarráð
409. fundur
8. desember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Lagt fram sem trúnaðarmál, rekstrar- og framkvæmdayfirlit janúar - október 2014 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - nóvember 2014.
2.
Búfénaður í Mjóafirði - Trúnaðarmál
Lagt fram bréf Ólafíu Sigrúnar Einarsdóttur er varðar eftirleitir og fjallskil í Mjóafirði.
Óskað er eftir umsögn þar til bærra aðila um málið og umsögn verði lögð fyrir bæjarráðið að því loknu. Lagt fram til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Óskað er eftir umsögn þar til bærra aðila um málið og umsögn verði lögð fyrir bæjarráðið að því loknu. Lagt fram til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
3.
Drög að samþykktum um gæludýrahald á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis
Framlögð drög að samþykkt um hunda- og kattahald sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur unnið. Fjarðabyggð er boðið að gerast aðili að samþykktunum. Bæjarráð vísar máli til stjórnsýslu- og þjónustusviðs og mannvirkjastjóra, með ósk um að drögin og reglugerð, verði yfirfarin í samráði við heilbrigðisfulltrúa. Einnig vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
4.
Framlög til stjórnmálaflokka
Framlög til framboða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Tekin umræða um framlög til framboða sbr. reglur Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir að framlög til framboða í Fjarðbyggð verði 1.000.000 kr. frá og með árinu 2014 og skiptist milli framboða eftir atkvæðamagni enda er það í samræmi við lög um að framlög til stjórnamálaflokka séu greidd árlega. Á kosningaári taki helmingur af framlagi mið af atkvæðamagni í kosningum, en helmingur taki mið af atkvæðamagni í næstu kosningum á undan. Jafnframt verði framlög til framboða á síðasta kjörtímabili leiðrétt í hlutfalli við atkvæðamagn á síðasta kjörtímabili. Takist af liðnum óráðstafað.
5.
Girðing á athafnasvæð Samskipa við Hafnargötu 6, Reyðarfirði.
Framlagt bréf Ásmundar Ásmundssonar er varðar girðingu á athafnasvæði Samskipa á Reyðarfirði. Bæjarráð þakkar bréfið, vísar því til skipulags- og byggingarfulltrúa og til umfjöllunar og afgreiðslu í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
6.
Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda
Gjaldskrá byggingarleyfis og þjónustugjalda vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrá en hún gildir frá 1. janúar 2015.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrá en hún gildir frá 1. janúar 2015.
7.
Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðs fólks 2015
Framlögð gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks árið 2015.Félagsmálanefnd samþykkti gjaldskrá á fundi 6. október sl. og vísaði henni til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrá en hún gildir frá 1. janúar 2015.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrá en hún gildir frá 1. janúar 2015.
8.
Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka
Framlagt til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.
9.
Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila
Framlögð skýrsla Ríkisendurskoðunar um stöðu hjúkrunarheimila ásamt mati á rýmisþörf.
10.
Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátakssins 2014
Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem óskað er eftir styrk vegna eldvarnarfræðslu í grunnskólum. Bæjarráð samþykkir að veita 30.000 kr. styrk.
11.
211.mál til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna),
Framlagt erindi frá nefndasviði Alþingis um frumvarp til laga um húsaleigubætur. Vísað til félagsmálanefndar.
12.
366. mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.)
Framlagt erindi frá nefndasviði Alþingis um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskatt).
13.
Fundargerðir Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 2014
Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands frá 1.desember sl. lögð fram til kynningar.