Fara í efni

Bæjarráð

410. fundur
15. desember 2014 kl. 08:30 - 00:00
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Málsnúmer 1302116
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Lagt fram svarbréf frá framkvæmdastjóra Reita við bréfi Fjarðabyggðar um kaup á Fjarðabyggðarhöllinni og líkamsræktarstöð á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að nýta kauprétt á líkamsræktarmiðstöðinni á Reyðarfirði nú í desember 2014.
Fjármálastjóra falið að leita fjármögnunar vegna kaupa á líkamsræktinni og að útbúa viðauka sem lagður verði fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 18. desember 2014 vegna breytinga á fjárhagsáætlun.
Fjármálastjóra og bæjarstjóra falið að vinna að málum Fjarðabyggðarhallarinnar áfram sbr. fyrri samþykktir.
2.
750 Ljósaland - byggingarbréf
Málsnúmer 1411157
Lögð fram fyrirspurn Soffíu Theodórsdóttur, f.h. Byrs fasteignasölu, þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til sölu á íbúðar- og útihúsum að Ljósalandi í Fáskrúðsfirði. Ljósaland er í eigu sveitarfélagsins en ábúðarsamningur er í gildi fyrir landið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að gerður verði lóðarleigusamningur um húsin, gerður verður sérstakur samningur um landið sem nú tilheyrir Ljósalandi og að gerð verði yfirlýsing um að núverandi ábúðarsamningur sé fallinn úr gildi.
Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa um að ábúðarréttur falli niður. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum vegna eigendaskiptanna.
3.
Beðni um styrk til bæjarráðs
Málsnúmer 1412070
Framlögð beiðni Þorvaldar Einarssonar fyrir hönd BRJÁN um styrk til rekstur húsnæðis klúbbsins að Egilsgötu 7 í Neskaupstað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn klúbbsins og leggja tillögu fyrir bæjarráð.
4.
Beiðni um framlengingu á staðsetningu starfsmannabúða að Haga 2014
Málsnúmer 1410022
Vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Nefndin hefur samþykkt að stöðuleyfi verði framlengt til 30. júní 2015. Einnig eru lögð fram til drög að viðauka við samning um stöðuleyfi starfsmannabúðanna við Haga. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti drög að samningi frá 28. júní 2014 og vísaði málinu til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
5.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Afgreiðsla gjaldskrár Fjarðabyggðarhafna fyrir 2015 vegna breytinga er varða stöðuleyfi fyrir gáma á geymslusvæðum og gjaldtöku vegna úrgangs frá skipum í framhaldi af lögum þar að lútandi frá síðastliðnu vori.
Hafnarstjórn hefur samþykkt gjaldskrána og vísaði henni til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir gjaldskrána og hún taki gildi frá og með 1. janúar 2015.
6.
Hreindýraarður 2014
Málsnúmer 1412058
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram drög Umhverfisstofnunar að skiptingu hreindýraarðs fyrir árið 2014.
7.
Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Málsnúmer 1412054
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla. Fram kemur að frá haustinu 2014 bjóði háskólar upp á áfangaskipt leikskólakennaranám og sambandið fer þess á leit við sveitarfélög í landinu að þau hvetji starfsfólk leikskóla til að afla sér viðbótarmenntunar og auka svigrúm leikskólastjóra til hvatningar og stuðnings við starfsfólk. Fræðslunefnd hvetur leikskólastjóra til að nýta vel reglur Fjarðabyggðar um námstyrki þannig að fjölga megi fagmenntuðum starfsmönnum skólanna. Jafnframt hvetur fræðslunefnd bæjarráð til að leggja sérstaka áherslu á endurmenntun starfsmanna leikskóla árið 2015. Þá hvetur fræðslunefnd framhaldsskólana á Austurlandi og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar að kynna leikskólakennaranámið og leikskólakennarastarfið fyrir framhaldsskólanemendum.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarritara til skoðunar í samhengi við reglur um námsstyrki á árinu 2015.
8.
Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Framlagðar leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðar þeim tengdum.
Bæjarráð felur bæjarritara að leggja fyrir bæjarráð tillögu að úttekt á fjarskiptamálum í sveitarfélaginu.
9.
Leyfi um aðstöðu í íþróttahúsi Reyðarfjarðar fyrir þorrablót 2015
Málsnúmer 1411166
Framlögð beiðni Þorrablóts Reyðarfjarðar um að halda þorrablót 23. janúar 2015 í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir beiðni Þorrablóts Reyðarfjarðar um afnot af íþróttahúsinu vegna blótsins 2015.
10.
366. mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði o.fl.)
Málsnúmer 1412047
Framlögð umsögn stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um síðari breytingar á tekjustofnalögum, mál 366, sem varðar framlög til jöfnunarsjóðs og skiptingu framlaga.
11.
Orðsporið 2015
Málsnúmer 1412094
Framlagðar upplýsingar um dag leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur 6. febrúar 2015.
Vísað til fræðslunefndar.
12.
Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð 2014
Málsnúmer 1412093
Ákvörðun bæjarráðs um framlag til Jólasjóðsins í Fjarðabyggð 2014.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til jólasjóðsins á árinu 2014 sem nemur 400.000 kr.
13.
KFF - stúka
Málsnúmer 1409085
Drög að bréfi til Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar vegna áhorfendaaðstöðu á Eskjuvelli.
Bæjarráð samþykkir efni bréfsins og felur bæjarstjóra undirritun þess.
14.
Málefni Austurbrúar ses.
Málsnúmer 1404114
Umræða tekin um málefni Austurbrúar og stöðu stofnunarinnar.
Framlögð gögn frá Austurbrú, erindi með tillögum, fjárhagsáætlun 2015 ásamt aðgerðaráætlun.
Jón Björn Hákonarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna formennsku í Austurbrú.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti eftirfarandi að því gefnu að heildarfjármögnun verkefnis við endurskipulagningu reksturs liggi fyrir með framlagi allra sveitarfélaga og annarra stofnaðila ásamt fjármagni ríkis og stofnana þess og að fjárhagsáætlun ársins 2015 haldi.
a) að fjármagn úr Atvinnuþróunarsjóði Austurlands sem er nú til ráðstöfunar verði nýtt til fjárhagslegrar endurskipulagningar Austurbrúar ca, 11.000.000 kr.
b) að á árunum 2016, 2017 og 2018 verði framlag Fjarðabyggðar til Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands tvöfaldað frá því sem það er á árinu 2014 og það renni til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
Staðfestingu vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
15.
Samgöngumál íþróttafólks
Málsnúmer 1412086
Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði málinu til frekari umræðu í bæjarráði. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að semja minnisblað þar sem áherslur nefndarinnar komi fram, en þær eru helstar að börn sem eru 16 og 17 ára njóti sömu fríðinda til samgangna og börn upp að 16 ára aldri í sveitarfélaginu. Einnig að ungmennum fram að 20 ára aldri sé veittur styrkur sem jafngildi ungmennaafslætti.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdasviði að vinna nánari tillögu að útfærslu.
16.
Mótun stefnu er varðar útleigu íþróttahúsa í Fjarðabyggð undir stóra viðburði
Málsnúmer 1412049
Íþrótta- og tómstundanefnd vísaði til bæjarráðs drögum að gjaldskrá fyrir útleigu íþróttahúsa í Fjarðabyggð undir stóra viðburði. Í drögunum er fjallað um í hvaða tilvikum slík útleiga er réttmæt og hvernig gengið skuli frá slíkri leigu. Þá voru einnig lögð fram drög að leigusamningi sem lægi til grundvallar fyrir slíka viðburði. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti gjaldskrána og leigusamninginn fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð vísar málinu til nánari skoðunar bæjarstjóra sem leggur málið fyrir að nýju.
17.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2014
Málsnúmer 1401186
Fundargerð félagsmálanefndar nr.63 frá 8.desember lögð fram til kynningar.
18.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 108
Málsnúmer 1412003F
Fundargerð eigna-, skipulags og umhverfisnefndar nr. 108 frá 8. desember.
19.
Fræðslunefnd - 10
Málsnúmer 1412005F
Framlögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar nr 10. frá 9. desember.
20.
Hafnarstjórn - 142
Málsnúmer 1412004F
Framlögð til kynningar fundargerð hafnarstjórnar nr. 142 frá 9. desember
21.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 8
Málsnúmer 1412008F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 8. frá 11. desember s.l. lögð fram til kynningar.