Bæjarráð
411. fundur
5. janúar 2015 kl. 09:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt er til að bæjarráð heimili að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar allt að 200 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Lagt er til að bæjarráð heimili að framlengja í allt að eitt ár yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar allt að 200 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Verklagsregla um innheimtu reikninga og viðskiptakrafna Fjarðabyggðar
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð tillaga fjármálastjóra að verklagsreglu um innheimtu reikninga og viðskiptakrafna Fjarðabyggðar. Verklagsreglan er meðal annars sett vegna ábendinga endurskoðenda Fjarðabyggðar.
Bæjarráð staðfestir verklagsregluna.
Framlögð tillaga fjármálastjóra að verklagsreglu um innheimtu reikninga og viðskiptakrafna Fjarðabyggðar. Verklagsreglan er meðal annars sett vegna ábendinga endurskoðenda Fjarðabyggðar.
Bæjarráð staðfestir verklagsregluna.
3.
Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögn Fjarðabyggðar um drög að nýrri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Skilafrestur er til 14. janúar 2015.
Fjármálastjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð.
Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögn Fjarðabyggðar um drög að nýrri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Skilafrestur er til 14. janúar 2015.
Fjármálastjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð.
4.
Fjármál 2014
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Umræða tekin um fjármál sveitarfélagsins, eftirfylgni, fjárhagsáætlun, uppgjör, samninga ofl.
Umræða tekin um fjármál sveitarfélagsins, eftirfylgni, fjárhagsáætlun, uppgjör, samninga ofl.
5.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Þennan lið dagskrár sat verkefnisstjóri atvinnumála.
Farið yfir stöðu verkefna er tengjast atvinnumálum í Fjarðabyggð.
Farið yfir stöðu verkefna er tengjast atvinnumálum í Fjarðabyggð.
6.
Endurskoðun á samningi um Skólaskrifstofu Austurlands A-hluti
Framlögð tillaga að endurskoðuðum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands.
Bæjarráð óskar eftir umsögn fræðslunefndar og hún komi til umfjöllunar bæjarráðs að nýju.
Bæjarráð óskar eftir umsögn fræðslunefndar og hún komi til umfjöllunar bæjarráðs að nýju.
7.
Málefni Upplýsingamiðstöðvar Austurlands
Fram lögð fundargerð stýrihóps um framtíð upplýsingamiðstöðvar Austurlands á Egilsstöðum.
Bæjarráð er sammála niðurstöður stýrihópsins um að samið sé til eins árs um að Húsi handanna sé falin rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar til eins árs.
Bæjarráð er sammála niðurstöður stýrihópsins um að samið sé til eins árs um að Húsi handanna sé falin rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar til eins árs.
8.
Fjarðabyggð til framtíðar
Lagðir fram til kynningar samningar til kynningar við KPMG og Ingvar Sigurgeirsson vegna ráðgjafar.
Rætt um fyrirkomulag íbúafunda og tímasetningar á þeim.
Rætt um fyrirkomulag íbúafunda og tímasetningar á þeim.
9.
Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Síldarvinnsluna hf., Neskaupstað
Framlagt bréf Umhverfisstofnunar um kynningu á tillögu að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
10.
Ósk um tímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa
Framlögð umsókn Estherar Aspar Gunnarsdóttur um tímabundið leyfi frá störfum frá 1. janúar til 1. júlí 2015.
Einar Már Sigurðarson tekur sæti hennar í bæjarstjórn og önnur nefndaskipan vegna orlofs er óbreytt.
Bæjarráð samþykkir beiðni um tímabundið leyfi.
Einar Már Sigurðarson tekur sæti hennar í bæjarstjórn og önnur nefndaskipan vegna orlofs er óbreytt.
Bæjarráð samþykkir beiðni um tímabundið leyfi.