Bæjarráð
412. fundur
12. janúar 2015 kl. 09:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarðabyggð til framtíðar
Þennan lið dagskrár sat Sævar Kristinsson frá KPMG, fjármálastjóri og markaðs- og upplýsingafulltrúi.
Farið yfir skipulag funda sem haldnir verða í næstu viku með íbúum Fjarðabyggðar.
Farið yfir skipulag funda sem haldnir verða í næstu viku með íbúum Fjarðabyggðar.
2.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálstjóri.
Lagt fram sem trúnaðarmál, rekstrar- og framkvæmdayfirlit janúar - nóvember 2014 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - desember 2014 lagt fram af fjármálastjóra.
Lagt fram sem trúnaðarmál, rekstrar- og framkvæmdayfirlit janúar - nóvember 2014 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - desember 2014 lagt fram af fjármálastjóra.
3.
Beiðni KFF er varðar atvinnu og húsnæðismál leikmanna
Bréf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar er varðar íbúða- og atvinnumál.
Bæjarráð vísar til reglna um útleigu húsnæðis til íþrótta- og menningarmála. Störf sveitarfélagsins eru auglýst laus til umsóknar þegar ákveðið er að ráða í þau og þá opin öllum til umsóknar.
Bæjarritara falið að svara erindi.
Bæjarráð vísar til reglna um útleigu húsnæðis til íþrótta- og menningarmála. Störf sveitarfélagsins eru auglýst laus til umsóknar þegar ákveðið er að ráða í þau og þá opin öllum til umsóknar.
Bæjarritara falið að svara erindi.
4.
Búfénaður í Mjóafirði - Trúnaðarmál
Framlagt svar Matvælastofnunar við bréfi bæjarráðs vegna eftirleita í Mjóafirði.
Jafnframt lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Ólafíu Einarsdóttur vegna eftirleitanna.
Bæjarráð samþykkir bréfið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Jafnframt lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra til Ólafíu Einarsdóttur vegna eftirleitanna.
Bæjarráð samþykkir bréfið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
5.
Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fram lögð umsögn fjármálastjóra um drög að reglum um bókhald, fjárhagsáætlarnir og ársreikninga sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir umsögn og felur fjármálastjóra að senda hana hlutaðeigandi aðilum.
Fram lögð umsögn fjármálastjóra um drög að reglum um bókhald, fjárhagsáætlarnir og ársreikninga sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir umsögn og felur fjármálastjóra að senda hana hlutaðeigandi aðilum.
6.
Gjaldskrá og reglur vegna skipulagðra samgangna 2014
Tekin umræða um reglur um niðurgreiðslu á ferðum starfsmanna með skipulögðum samgöngum.
Reglurnar voru samþykktar 18. september 2014 og hafa verið í gildi í þrjá mánuði. Ætlunin var að taka þær til endurskoðunar fyrir árslok 2014.
Bæjarráð samþykkir að reglurnar verði endurskoðaðar þegar ár er liðið frá því þær tóku gildi eða fyrir 1. október 2015.
Reglurnar voru samþykktar 18. september 2014 og hafa verið í gildi í þrjá mánuði. Ætlunin var að taka þær til endurskoðunar fyrir árslok 2014.
Bæjarráð samþykkir að reglurnar verði endurskoðaðar þegar ár er liðið frá því þær tóku gildi eða fyrir 1. október 2015.
7.
Snjóruðningur við Dalahöllina
Framlagt bréf Hestamannafélagsins Blæs þar sem farið er fram á að bæjarfélagið hlutist til um snjómokstur í Norðfjarðarsveit.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni og felur bæjarritara að svara bréfritara.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni og felur bæjarritara að svara bréfritara.
8.
Tilnefningar í samráðsvettvang vegna vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir Austurland 2015-2020
Samband sveitarfélaga Austurlandi óskar eftir tilnefningu um skipan fulltrúa Fjarðabyggðar í samráðshóp um sóknaráætlun landshlutans. Tilnefningin þarf að berast fyrir 20. janúar en gert er ráð fyrir að meginþungi starfs samráðsvettvangsins verði frá 1. febrúar til 1. maí nk.
Bæjarráð tilnefnir Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra atvinnumála og Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til vara, til setu í hópnum.
Bæjarráð tilnefnir Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur verkefnisstjóra atvinnumála og Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til vara, til setu í hópnum.
9.
Vélsmiðja á Neseyri
Lagt fram bréf frá Óla Hans Gestssyni, dagsett 7. október 2014, þar sem óskað er eftir viðræðum við Fjarðabyggð um kaup á gömlu vélsmiðjunni á Neseyri að Eyrargötu 5. Einnig lögð fram beiðni um afsal húsnæðisins til Guðröðar Hákonarsonar og Guðbjarts Hjálmarsson til endurgerðar hússins.
Bæjarráð óskar eftir umsögn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar er varðar skipulagsmál svæðisins.
Bæjarráð óskar eftir umsögn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar er varðar skipulagsmál svæðisins.
10.
Vallarsamningar - Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Lagður fram auglýsingasamningur við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar sem samþykktur var árið 2014 fyrir næstu þrjú ár.
Veita þarf fjármagni af liðnum óráðstafað 21690 í auglýsingarsamning við KFF vegna ársins 2015. Upphæðin er 1.500.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að veita af liðnum óráðstafað 21690, 1.500.000 kr., til auglýsingarsamnings.
Veita þarf fjármagni af liðnum óráðstafað 21690 í auglýsingarsamning við KFF vegna ársins 2015. Upphæðin er 1.500.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að veita af liðnum óráðstafað 21690, 1.500.000 kr., til auglýsingarsamnings.