Bæjarráð
413. fundur
19. janúar 2015 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarðabyggð til framtíðar
Farið yfir skipulag funda sem verða núna í vikunni.
Fundir eru haldnir í grunnskólum í byggðakjörnunum. Þeir verða sem hér segir:
Fáskrúðsfirði kl. 17:00 á þriðjudag
Stöðvarfirði kl. 20:00 á þriðjudag
Reyðarfirði kl. 17:00 á miðvikudag
Eskifirði kl. 20:00 á miðvikudag
Neskaupstað kl. 20:00 á fimmtudag
Tekin umræða um fundarefni og markmið vinnunnar.
Fundir eru haldnir í grunnskólum í byggðakjörnunum. Þeir verða sem hér segir:
Fáskrúðsfirði kl. 17:00 á þriðjudag
Stöðvarfirði kl. 20:00 á þriðjudag
Reyðarfirði kl. 17:00 á miðvikudag
Eskifirði kl. 20:00 á miðvikudag
Neskaupstað kl. 20:00 á fimmtudag
Tekin umræða um fundarefni og markmið vinnunnar.
2.
Fjárhagsáætlun 2014 - viðauki 11 - ýmsir liðir
Framlögð tillaga fjármálastjóra um viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2014. Viðaukinn felur ekki í sér samþykkt á nýjum útgjöldum heldur einungis tilflutning fjárheimilda milli málaflokka og stofnana. Viðaukinn er í 5 liðum.
Í samræmi 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, um gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga, þarf að gera viðauka ef tilfærslur eiga sér stað á milli málaflokka innan fjárhagsáætlunar þó engin breyting verði á niðurstöðu áætlunarinnar. Í samræmi við þetta ákvæði greinarinnar er lagt til í þessum viðauka að gerðar verði eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014:
1. Óviss útgjöld 9.299.119 kr, tilfærsla fjárheimilda innan áætlunarinnar úr potti.
2. Námsstyrkir stofnana, 384.361 kr, tilfærsla fjárheimilda innan fjárhagsáætlunar úr potti.
3. Símenntunarsjóður til starfsþróunar starfsmanna Fjarðabyggðar, 5.335.034 kr, tilfærsla fjárheimilda innan áætlunarinnar úr potti.
4. Langtímaveikindi starfsmanna Fjarðabyggðar, 10.300.000 kr, tilfærsla fjárheimilda innan áætlunarinnar úr potti.
5. Tilfærsla viðhaldskostnaðar úr málaflokki 06 íþróttamál yfir á tækjamiðstöð vegna viðhaldsframkvæmda, 5 milljónir kr. 3,5 milljónir kr. færast yfir á málaflokk 35 Tækjamiðstöð og 1,5 milljónir kr. á Eignasjóð.
Samþykkt þessara liða í viðaukanum fela ekki í sér ný útgjöld eða breytingar á rekstrarlegri niðurstöðu eða sjóðsstreymisáæltun samstæðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2014. Samþykkt þessa viðauka hefur því engin áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætlunar ársins í heild sinni heldur einungis ráðstöfun fjár til einstakra stofnana og málaflokka innan áætlunarinnar fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Í samræmi 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, um gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga, þarf að gera viðauka ef tilfærslur eiga sér stað á milli málaflokka innan fjárhagsáætlunar þó engin breyting verði á niðurstöðu áætlunarinnar. Í samræmi við þetta ákvæði greinarinnar er lagt til í þessum viðauka að gerðar verði eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2014:
1. Óviss útgjöld 9.299.119 kr, tilfærsla fjárheimilda innan áætlunarinnar úr potti.
2. Námsstyrkir stofnana, 384.361 kr, tilfærsla fjárheimilda innan fjárhagsáætlunar úr potti.
3. Símenntunarsjóður til starfsþróunar starfsmanna Fjarðabyggðar, 5.335.034 kr, tilfærsla fjárheimilda innan áætlunarinnar úr potti.
4. Langtímaveikindi starfsmanna Fjarðabyggðar, 10.300.000 kr, tilfærsla fjárheimilda innan áætlunarinnar úr potti.
5. Tilfærsla viðhaldskostnaðar úr málaflokki 06 íþróttamál yfir á tækjamiðstöð vegna viðhaldsframkvæmda, 5 milljónir kr. 3,5 milljónir kr. færast yfir á málaflokk 35 Tækjamiðstöð og 1,5 milljónir kr. á Eignasjóð.
Samþykkt þessara liða í viðaukanum fela ekki í sér ný útgjöld eða breytingar á rekstrarlegri niðurstöðu eða sjóðsstreymisáæltun samstæðu fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2014. Samþykkt þessa viðauka hefur því engin áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætlunar ársins í heild sinni heldur einungis ráðstöfun fjár til einstakra stofnana og málaflokka innan áætlunarinnar fyrir árið 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
730 Hraun 6 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar R. Gíslasonar f.h. Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás ehf, dagsett 18. desember 2014, þar sem óskað er eftir lóðinni að Hrauni 6 við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði undir byggingu skrifstofu- og iðnaðarhúsnæðis. Fyrir liggur umsögn Alcoa vegna úthlutun á lóð að Hrauni skv. samningi við fyrirtækið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsóknina fyrir sitt leyti. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd, fyrir sitt leyti, við að Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás, ehf verði úthlutað lóðinni Hraun 6 og vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás ehf. lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt umsóknina fyrir sitt leyti. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd, fyrir sitt leyti, við að Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás, ehf verði úthlutað lóðinni Hraun 6 og vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Gámaþjónustu Austurlands - Sjónarás ehf. lóðinni.
4.
Endurskoðun á samningi um Skólaskrifstofu Austurlands A-hluti
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Farið yfir umsögn fræðslunefndar vegna endurskoðunar á samningi um Skólaskrifstofuna.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum í samningi.
Farið yfir umsögn fræðslunefndar vegna endurskoðunar á samningi um Skólaskrifstofuna.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum í samningi.
5.
Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
Framlagt minnisblað bæjarritara vegna uppbyggingar ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að fylgjast með málinu áfram.
Bæjarráð felur bæjarritara að fylgjast með málinu áfram.
6.
Minnt á endurskoðun verkfallslista
Farið yfir undanþágulista starfa vegna verkfalla sem er í gildi fyrir Fjarðabyggð.
7.
Reglur um sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra, dagsett 9. janúar 2015, varðandi breytingu á reglum um sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillöguna, fyrir sitt leyti, og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um sölu íbúða og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillöguna, fyrir sitt leyti, og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um sölu íbúða og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Sala á íbúð - Nesbakki 5-7 íbúð 101
Kauptilboð hefur borist í eignina Nesbakki 5-7, íbúð 101 á Norðfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, sölu íbúðarinnar og vísaði erindinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í fasteignina að Nesbakka 5-7, íbúð 0101, og felur bæjarstjóra undirritun gagna sem tengd eru sölunni.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði í fasteignina að Nesbakka 5-7, íbúð 0101, og felur bæjarstjóra undirritun gagna sem tengd eru sölunni.
9.
Skíðaakstur 2015
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri almenningssamgangna.
Lagt fram bréf Skíðafélags Fjarðabyggðar, dagsett 7. janúar 2015, varðandi skíðaakstur fyrir árið 2015, þar sem óskað er eftir að ferðum vegna skíðaæfinga verði fjölgað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til aukningar á ferðatíðni í áætlun ársins. Erindið verður tekið til skoðunar samhliða áætlunargerð næsta árs.
Framkvæmdasviði falið að skoða tilfærslu ferða innan vikunnar í samráði við Skíðafélagið, m.v. óbreyttan fjölda ferða.
Lagt fram bréf Skíðafélags Fjarðabyggðar, dagsett 7. janúar 2015, varðandi skíðaakstur fyrir árið 2015, þar sem óskað er eftir að ferðum vegna skíðaæfinga verði fjölgað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til aukningar á ferðatíðni í áætlun ársins. Erindið verður tekið til skoðunar samhliða áætlunargerð næsta árs.
Framkvæmdasviði falið að skoða tilfærslu ferða innan vikunnar í samráði við Skíðafélagið, m.v. óbreyttan fjölda ferða.
10.
Sumarlokun leikskóla sumarið 2015
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um tillögu að sumarlokun leikskóla sumarið 2015.
Tillagan er svohljóðandi:
Stöðvarfjarðarskóli 13.júlí - 7.ágúst
Kæribær 13.júlí - 7.ágúst
Lyngholt 25.júní - 23.júlí
Dalborg 15.júlí - 11.ágúst
Sólvellir 6.júlí - 31.júlí
Bæjarráð samþykkir tillögu að lokun leikskólanna sumarið 2015.
Tillagan er svohljóðandi:
Stöðvarfjarðarskóli 13.júlí - 7.ágúst
Kæribær 13.júlí - 7.ágúst
Lyngholt 25.júní - 23.júlí
Dalborg 15.júlí - 11.ágúst
Sólvellir 6.júlí - 31.júlí
Bæjarráð samþykkir tillögu að lokun leikskólanna sumarið 2015.
11.
Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði
Úrskurður Héraðsdóms Austurlands um að kveða skuli til dómskvadda matsmenn vegna vatnsréttinda í Fannardal.
Framlagt og kynnt. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
Framlagt og kynnt. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
12.
Markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðar
Þennan lið dagskrár sat markaðs- og upplýsingafulltrúi.
Umræða tekin um markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðar. Framlagt minnisblað um áherslur í málaflokknum á árinu 2015.
Umræða tekin um markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðar. Framlagt minnisblað um áherslur í málaflokknum á árinu 2015.
13.
Samgöngumál íþróttafólks
Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs dagsett 12.janúar um afslætti til barna á 17. og 18. aldursári í almenningssamgöngum.
Bæjarráð þakkar tillögur og mun skoðar þær nánar í tengslum við vinnu KPMG sem nú er í gangi.
Bæjarráð þakkar tillögur og mun skoðar þær nánar í tengslum við vinnu KPMG sem nú er í gangi.
14.
Endurskoðun starfsmannastefnu Fjarðabyggðar
Lagt er ti,l vegna 51. greinar í starfsmannastefnu Fjarðabyggðar, að bæjarstjóri fullnusti ákvæði greinarinnar. Ágreiningi er hægt að skjóta til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 109
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 109 frá 12.janúar 2015, lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 143
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 143 frá 13.janúar 2015, lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 11
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 11 frá 15.janúar 2015, lögð fram til kynningar.
18.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 64 frá 12. janúar 2015, lögð fram til kynningar.