Fara í efni

Bæjarráð

414. fundur
26. janúar 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bygging leikskóla á Neseyri
Málsnúmer 1402081
Fjallað um framkvæmdir vegna byggingar nýs leikskóla á Neseyri í Neskaupstað.
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs vegna breytinga á verksamningi vegna framkvæmdanna.
Bæjarráð leggst ekki gegn breytingum sem tilgreindar eru í minnisblaðinu.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Eistnaflug 2015
Málsnúmer 1312019
Þennan lið dagskrár sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Framlagður samningur um Eistnaflug til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir samninginn með áorðnum breytingum sbr. umræður á fundinum og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Endurgreiðsluhlutfall Fjarðabyggðar vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar
Málsnúmer 1501247
Framlögð tillaga Lífeyrissjóðs starfsmanna að endurgreiðsluhlutfalli sveitarfélagsins vegna eftirlaunaskuldbindinga B-deildar lífeyrissjóðsins vegna Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar. Lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda haldist óbreytt og verði 66% á árinu 2015.
4.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Tekin umræða um árangur funda sem haldnir voru í síðustu viku og framvindu verkefnisins.
5.
Girðing á athafnasvæð Samskipa við Hafnargötu 5, Reyðarfirði.
Málsnúmer 1412009
Framlagt bréf Ásmundar Ásmundssonar vegna starfsemi Samskipa á lóðinni að Hafnargötu 5 á Reyðarfirði.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar.
6.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2015
Málsnúmer 1501079
Framlagður listi yfir eignir sem eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að stefnt verði að sölu á árinu 2015. Samkvæmt reglum um sölu íbúða þarf að staðfesta listann formlega af bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir listann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Jafnframt áskilur bæjarráð að listinn verði endurskoðaður á árinu.
7.
Landsþing sambandsins 17. apríl
Málsnúmer 1501264
Fram lagt fundarboð XXIX. landsþings Sambands sveitarfélaga sem haldið verður föstudaginn 17. apríl n.k. í Salnum í Kópavogi.
Fulltrúar sveitarfélagsins eru aðalfulltrúar í bæjarráði og bæjarstjóri.
8.
Veitur styrkur til viðgerðar á Lúðvíkshúsi
Málsnúmer 1401003
Lögð fram drög að samningi við áhugamenn um endurgerð á Lúðvíkshúsi í Neskaupstað.
Bæjaráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
9.
403.mál til umsagnar um örnefni
Málsnúmer 1501268
Framlagt bréf Allsherjar- og menntamálanefndar til umsagnar frumvarp til laga um örnefni
(heildarlög), 403. mál. Frumvarpið er nú lagt fram í þriðja sinn með lítils háttar breytingum frá upphaflegu frumvarpi.
Stuðst verður við umsagnir sem bárust á síðasta þingi en umsagnaraðilar geta eigi að síður sent nýja
umsögn um frumvarpið. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
10.
Aðalfundur Sjóminjasafns Austurlands
Málsnúmer 1501244
Framlagt fundarboð aðalfundar Sjóminjasafns Austurlands en boðað er til fundar föstudag 30. janúar n.k.
Bæjarráð felur Pétri Sörenssyni forstöðumanni safnastofnunar að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
11.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Framlagður til kynningar samningur við Hrönn Pétursdóttir vegna vinnu við fjölskyldustefnu.
Bæjarráð hafði áður falið bæjarstjóra undirritun hans og gerir ekki athugasemdir við efni samnings.
12.
Samstarf milli Íslands og Slóvakíu
Málsnúmer 1501194
Framlagður tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga um samstarf við sveitarfélög í Slóvakíu og styrkveitinga vegna þess.
Bæjarráð tekur vel i erindið að því gefnu að ekki falli til verulegur kostnaður á sveitarfélagið.
Bæjarritara og forseta bæjarstjórnar falið að fylgja málinu eftir.
13.
Aðstaða í íþróttahúsinu Neskaupstað
Málsnúmer 1501280
Framlagt bréf frá Stefáni Má Guðmundssyni vegna aðstöðu til íþróttakennslu í íþróttahúsinu í Neskaupstað.
Vísað til framkvæmdasviðs til úrvinnslu.
14.
Houston OTC (Offshore Technology Conference)
Málsnúmer 1501281
Fjarðabyggð hefur verið boðin þátttaka í Sendinefnd Stavanger á ráðstefnu í Houston OTC ( Offshore, Technology Conference) 1-7. maí nk. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar sæki ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
15.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
Málsnúmer 1501235
Framlögð fundargerð Náttúrustofu Austurlands frá 7. janúar 2015.
16.
Fundargerðir stjórnar SSA 2014
Málsnúmer 1402146
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 26.ágúst, 19. og 23. september, 22. og 27. október og 15. desember 2014.
17.
Fundargerðir stjórnar SSA 2015
Málsnúmer 1501271
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 21. janúar sl.
18.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 51 frá 20. janúar sl., lögð fram til kynningar.