Bæjarráð
416. fundur
9. febrúar 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Verkefnastjóri atvinnumála og markaðs- og upplýsingafulltrúi sátu þennan lið fundarins. Farið yfir stofnun og helstu hlutverk Félags atvinnurekenda í Fjarðabyggð, sértæk verkefni á Stöðvarfirði og yfirlit yfir stöðu húsnæðismála í Fjarðabyggð.
2.
NAPLN - Experience exchange project
Framlagður tölvupóstur Greater Stavanger um framhald á NAPLN verkefninu og umsókn um styrkveitingar til þess frá norska Innanríkisráðuneytinu. Stavanger hefur samþykkt að vera leiðandi aðili sem pólitískt forystuafl. Forsendur verkefnisins eru í grunninn þær sömu en hafa verið víkkaðar þannig að þær ná til fleiri atvinnugreina. Þátttaka í verkefninu var áður samþykkt á síðasta ári. Bæjarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku, fyrir sitt leyti, og vísar því til endanlegrar afgreiðslu í hafnarstjórn.
3.
Auglýsinga og fjölmiðlastefna sveitarfélaga
Erindi markaðsstjóra Austurfréttar lagt fram. Bæjarráð leggur áherslu á að auglýsingar sveitarfélagsins nái til sem flestra og hafi hámarks dreifingu. Auglýsingadreifing er auk þess metin faglega af markaðs- og kynningarfulltrúa hverju sinni.
4.
Fjarðabyggð til framtíðar - Ingvar Sigurgeirssonar
Ingvar Sigurgeirsson var í símasambandið við fundinn. Þennan lið fundarins sátu einnig Þóroddur Helgason fræðslustjóri og bæjarfulltrúarnir Eiður Ragnarsson, Einar Már Sigurðarson og Valdimar O. Hermannsson er var í símasambandi. Rætt var um hagræðingarmöguleika í málaflokki fræðslumála.
5.
Fasteignastyrkir til félagasamtaka í eigin húsnæði
Lagt fram minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu er varðar styrki til félagasamtaka í eigin húsnæði. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði um að að framlengja samning við Sköpunarmiðstöðina Stöðvarfirði um tvö ár og jafnframt er forstöðumanni stjórnsýslu falið að ganga frá samkomulagi við BRJÁN um árlegan rekstrarstyrk. Bæjarstjóra falið að undirritað samninga vegna þessa.
6.
237.mál til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur(námsmenn)
Umsagnafrestur um frumvarp til laga um húsaleigubætur er til 25. febrúar nk. Vísað til félagsmálanefndar.
7.
426.mál til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.)
Umsagnarfrestur um frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla 91/2008 er til 16.febrúar nk. Vísað til fræðslunefndar.
8.
Heimsókn Nordregio
Lagðar fram upplýsingar til kynningar um heimsókn NordRegio til Fjarðabyggðar, en um er að ræða rannsókn á byggðaþróun á Norðurslóðum Norðurlanda.
9.
Starfslok Markku Andersson
Bréf frá fráfarandi bæjarstjóra Jyvaskyla þar sem þakkað er fyrir samstarf á liðnum árum. Bæjarstjóra falið að senda Markku þakkarbréf fyrir samstarf á grundvelli vinabæjarsamskipta á liðnum árum.
10.
Tilnefning í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Framlagt til upplýsinga erindi Innanríkisráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga um skipan ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Valdimar O. Hermannsson situr í nefndinni.
11.
Viðbragðsáætlun fyrir Austurland vegna eldgosa í norðanverðum Vatnajökli
Lagður fram og samþykktur Samstarfssamningur vegna viðbragðsáætlanagerðar vegna eldgosa í norðanverðum Vatnajökli, milli Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, almannavarnanefnda Múlaþings, Fjarðabyggðar, Breiðdalshrepps, Djúpavogshrepps og Lögreglustjórans á Austurlandi. Bæjarstjóra falið að undirrita samning. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Þjónustusamningur milli Austurbrúar og Fjarðabyggðar 2014
Minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu lagt fram. Bæjarráð samþykkir þjónustusamning milli Austurbrúar og Fjarðabyggðar vegna ársins 2014. Bæjarstjóra falið að undirrita samning.
13.
Þjónustusamningur Safnastofnunar og Sjóminjasafns Austurlands 2015 - 2017
Með vísan til samþykktar bæjarráðs frá 28. nóvember sl. er endurskoðaður samningur framlagður en hann byggir á að framlag 2015 verði endurskoðað samhliða, til að tryggja rekstrargrunn safnsins, sbr. efni bréfs þess frá nóvember 2014. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
14.
Drög að nýjum samningi um sóknaráætlun
Lögð fram til kynningar, drög að samningi um sóknaráætlun Austurlands 2015 - 2019.
15.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 65 frá 28. janúar 2015, lögð fram til kynningar.
16.
Menningar- og safnanefnd - 8
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 8 frá 4.febrúar 2015, lögð fram til kynningar.