Fara í efni

Bæjarráð

417. fundur
16. febrúar 2015 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Atvinnumál á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1401116
Verkefnastjóri í atvinnumálum sat þennan lið fundarins og fór yfir framgang verkefnisins.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Umræða tekin um gang verkefnisins Fjarðabyggð til framtíðar.
3.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2015
Málsnúmer 1502058
Minnisblað fræðslustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa um styrkbeiðni til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2015 vegna ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin). Bæjarráð samþykkir að veita styrk.
4.
Erindi frá Yrkjusjóði - ósk um stuðning - 2015
Málsnúmer 1502055
Beiðni um 150.000 kr. styrk vegna kaupa á trjáplöntum sem gróðursettar verða af grunnskólabörnum. Erindi vísað til skoðunar hjá fræðslustjóra.
5.
Samningur við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð 2015
Málsnúmer 1502088
Lögð fram drög að að samningi við björgunarsveitirnar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
6.
Útleiga á stofnunum sveitarfélagsins - skólum, félagsheimilum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum
Málsnúmer 1502091
Tekin umræða um stefnu sveitarfélagsins í útleigu á aðstöðu í stofnunum sveitarfélagsins. Bæjarstjóri hefur verið með til skoðunar stefnu sveitarfélagsins í málinu. Frekari umræða um málið síðar.
7.
455.mál til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög),
Málsnúmer 1502065
Lagt fram til kynningar. Umsagnarfrestur um frumvarp til laga um náttúrupassa er til 20.febrúar nk. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
8.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Málsnúmer 1502053
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.janúar 2015, lögð fram til kynningar.
9.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna 10.000 tonna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldis á laxi í Reyðarfirði. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem Laxar Fiskeldi setti fram og með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Kærufrestur er til 17.mars 2015. Vísað til skoðunar og yfirferðar í hafnarstjórn og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
10.
Rekstur málaflokka 2014 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1403072
Fjármálastjóri sat þennan lið fundarins. Lagt fram sem trúnaðarmál, rekstrar- og framkvæmdayfirlit janúar - desember 2014 og tekju- og launakostnaðaryfirlit janúar - desember 2014.
11.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 66 frá 9. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 111
Málsnúmer 1502005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 111 frá 9. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.
13.
Menningar- og safnanefnd - 9
Málsnúmer 1502008F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 9 frá 12. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 9
Málsnúmer 1502007F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 9 frá 12. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.
15.
Fræðslunefnd - 12
Málsnúmer 1501018F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 12 frá 9. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 145
Málsnúmer 1502002F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 145 frá 10. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.