Fara í efni

Bæjarráð

418. fundur
2. mars 2015 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjármál 2014
Málsnúmer 1501010
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Umræða um fjármál sveitarfélagsins, m.a. leigusamning um Molann og raforkukaup. Fjármálastjóra falið að vinna að hugmyndum að leiðum til betri nýtingar raforku í stofnunum Fjarðabyggðar. Bæjarstjóra falið að fara yfir efni samnings um húsnæði Molans við leigusala.
2.
Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 1
Málsnúmer 1502166
Lagður fram viðauki 1, frá fjármálastjóra, við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna yfirtöku á rekstri gömlu Hulduhlíðar og villu í málaflokki fatlaðs fólks. Handbært fé aðalsjóðs mun lækka um 24.096.591. Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
3.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Umræða um gang verkefnisins Fjarðabyggð til framtíðar. Fyrir liggur að vegna nokkurra samverkandi þátta mun verkefnið dragast fram eftir mars mánuði.
4.
740 Eyrargata 7
Málsnúmer 1502115
Bréf Kristins V. Jóhannssonar er varðar fyrirhugað rif á Eyrargötu 7 í Neskaupstað - gömlu vélsmiðjunni. Bæjarráð þakkar bréfritara erindi hans og felur bæjarstjóra að ræða við hann.
5.
Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 6.mars 2015
Málsnúmer 1502120
Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands verður haldinn 6.mars 2015 kl. 14:00 á Fáskrúðsfirði. Bæjarstjóri verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
6.
Tillaga að matsáætlun fyrir 8000 tonna laxeldi í Mjóafirði
Málsnúmer 1502123
Fyrstu drög að matsáætlun fyrir 8.000 tonna laxeldi Norðanlax í Mjóafirði, lögð fram til kynningar.
7.
Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar
Málsnúmer 1404059
Bæjarráð er sammála um að Marinó Stefánsson verði fulltrúi Fjarðabyggðar í stýrihóp sjálfbærniverkefnisins.
8.
455.mál til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög),
Málsnúmer 1502065
Umsögn Sambandsins um frumvarp til laga um náttúrupassa, lögð fram til kynningar.
9.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015
Málsnúmer 1502135
Fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 11.febrúar, lögð fram til kynningar.
10.
Samgönguáætlun 2015-2026
Málsnúmer 1502145
Samantekt helstu áherslna frá Samgönguþingi, lagðar fram til kynningar. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
11.
Aðalfundur Samorku 20.febrúar 2015
Málsnúmer 1501213
Ályktun aðalfundar Samorku, frá 20.febrúar, lögð fram til kynningar. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
Ósk um að forkaupsréttur á Mýrargötu 2 verði ekki nýttur
Málsnúmer 1502133
Borist hefur ósk um að Fjarðabyggð nýti ekki forkaupsrétt sinn að Mýrargötu 2 í Neskaupstað. Lagt er til að forkaupsrétturinn verði ekki nýttur þar sem breytingar á svæðinu eru ekki fyrirhugaðar í bráð. Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð er sammála nefndinni um að nýta ekki forkaupsréttinn að þessu sinni og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.
Erindi frá Yrkjusjóði - ósk um stuðning - 2015
Málsnúmer 1502055
Minnisblað fræðslustjóra um umsóknir grunnskólanna í Yrkjusjóðinn. Áætlaður kostnaður er kr. 90.000 til 120.000. Bæjarráð hafnar beiðni Yrkjusjóðsins um styrk, en beinir þeim tilmælum til grunnskólanna á hverjum stað, að þeir kanni með samstarf við skógræktarfélögin í Fjarðabyggð með samstarf í huga.
14.
Beiðni um afnot af íþróttahúsi Norðfjarðar undir skemmtun - Hljóðkerfaleiga Austurlands
Málsnúmer 1502172
Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um útleigu á íþróttahúsinu í Neskaupstað undir þrjár skemmtanir á vegum Hljóðkerfaleigu Austurlands. Bæjarráð samþykkir beiðnir um notkun hússins undir þessar þrjár skemmtanir, en ítrekar mikilvægi þess að gengið verði frá formlegu samþykki áður en viðburðir eru auglýstir opinberlega.
15.
Norðfjörður - Þekja á lenginu togarabryggju
Málsnúmer 1409204
Á fundi hafnarstjórnar þann 24. febrúar sl. var fjallað um tilboð sem bárust í þekju og lagnir togarabryggju á Norðfirði. Samþykkt var að ganga til samninga við lægstbjóðanda og liggja fyrir drög að samningi. Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
16.
Greinagerð um tekjur áætlunarbíls milli Norðfjarðar og Egilsstaða - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1403143
Þennan lið fundarins sátu mannvirkjastjóri og umhverfisfulltrúi. Lögð fram þrjú minnisblöð - merkt trúnaðarmál - er varða málið, ásamt drögum að svarbréfi til Austfjarðaleiðar og Tanna Travel. Bæjarstjóra falið að funda með forsvarsmönnum Austfjarðaleiðar og fara yfir málið. Vinnu við viðauka vegna málanna, vísað til fjármálastjóra.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 112
Málsnúmer 1502016F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 112, lögð fram til kynningar.
18.
Hafnarstjórn - 146
Málsnúmer 1502015F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 146 lögð fram til kynningar.
19.
Menningar- og safnanefnd - 10
Málsnúmer 1502014F
Fundargerð menningar- og safnanefndar nr. 10 lögð fram til kynningar.