Bæjarráð
419. fundur
9. mars 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri.
Lagt fram sem trúnaðarmál, tekjuyfirlit janúar - febrúar 2015.
Lagt fram sem trúnaðarmál, tekjuyfirlit janúar - febrúar 2015.
2.
Ferðasýning í Fjarðabyggðarhöllinn
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála.
Framlögð gögn um hugmyndir að ferðasýningu í Fjarðabyggðarhöllinni. Verkefni yrði stýrt af Austurbrú í samvinnu við Samtök aðila í Ferðaþjónustu og verkefnisstjóra atvinnumála hjá Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til Fjarðabyggðarhöllina til sýningarinnar án leigu sem styrk við verkefnið. Tekið af liðnum óráðstafað 21690 og nemur fjárhæðin leigu fyrir 2 daga.
Framlögð gögn um hugmyndir að ferðasýningu í Fjarðabyggðarhöllinni. Verkefni yrði stýrt af Austurbrú í samvinnu við Samtök aðila í Ferðaþjónustu og verkefnisstjóra atvinnumála hjá Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að leggja til Fjarðabyggðarhöllina til sýningarinnar án leigu sem styrk við verkefnið. Tekið af liðnum óráðstafað 21690 og nemur fjárhæðin leigu fyrir 2 daga.
3.
Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála ásamt Ivari Ingimarssyni og Rósu Valtingojer en þau hafa skipað verkefnahópinn.
Framlögð gögn um þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði sem unnið hefur verið að á grundvelli erindisbréfs sem bæjarstjórn samþykkti í desember sl.
Bæjarráð samþykkir að taka málið til frekari umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs og sérstakrar umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Bæjarráð felur bæjarstjóra og verkefnastjóra atvinnumála að skoða málið milli umræðna. Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og vel unnar tillögur sem lagðar eru fram.
Framlögð gögn um þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði sem unnið hefur verið að á grundvelli erindisbréfs sem bæjarstjórn samþykkti í desember sl.
Bæjarráð samþykkir að taka málið til frekari umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs og sérstakrar umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Bæjarráð felur bæjarstjóra og verkefnastjóra atvinnumála að skoða málið milli umræðna. Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og vel unnar tillögur sem lagðar eru fram.
4.
740 Naustahvammur 54 - Forkaupsréttur
Framlagt bréf Tobis ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til að nýta forkaupsrétt að fasteigninni að Naustahvammi 54 í Neskaupstað.
Vísað til skoðunar bæjarstjóra og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Vísað til skoðunar bæjarstjóra og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Færeyskt trúboðaskip í Fjarðabyggð 6. - 10.maí
Færeyska trúboðaskipið Juvel II mun heimsækja Fjarðabyggð dagana 6. - 10.maí.
Framlagt og kynnt. Vísað til markaðs- og upplýsingafulltrúa til skipulagningar.
Framlagt og kynnt. Vísað til markaðs- og upplýsingafulltrúa til skipulagningar.
6.
Sjóvarnir við Eyrargötu 9-11 í Neskaupstað
Framlagt til kynningar bréf frá Réttingarverkstæði Sveins ehf. um sjóvarnir við Eyrargötu 9 til 11 í Neskaupstað.
Máli vísað til hafnarstjórnar.
Máli vísað til hafnarstjórnar.
7.
Styrkbeiðni - Legó hönnunarkeppni í St. Louis Missouri
Framlögð beiðni frá Guðrúnu Pétursdóttur og Guðrúnu Lindu Hilmarsdóttur fyrir hönd Einn+níu hóps þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna ferðar hóps nema á hönnunarkeppni Lego í St. Louis Missouri í Bandaríkjunum 22. til 25. apríl nk. Vísað til fræðslustjóra til skoðunar og tekið upp að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
8.
Íþróttavöllurinn í Neskaupstað og aðstaða
Framlögð áskorun frá Íþróttafélaginu Þrótti um gerð heildarskipulags af Norðfjarðarvelli og völlur verði gerður nothæfur til æfinga og leikja.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
9.
Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2015
Framlagt ársfundarboð Menningarráðs Austurlands en fundurinn verður haldinn 24. mars nk. á Seyðisfirði.
Bæjarráð felur Dýrunni Pálu Skaftadóttur, Pétri Sörenssyni og Gunnlaugi Sverrissyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Bæjarráð felur Dýrunni Pálu Skaftadóttur, Pétri Sörenssyni og Gunnlaugi Sverrissyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
10.
Umferðaröryggi
Umræða tekin á fundinum um veginn upp í Svínaskálahlíð og gerð vegriðs með veginum til að bæta öryggi á veginum.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdasviði að skoða málið.
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdasviði að skoða málið.
11.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 13. febrúar sl.
12.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 826 frá 27. febrúar sl.
13.
Fundargerðir stjórnar SSA 2015
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélag Austurlandi frá 11. og 25. febrúar.
14.
338. mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar
Framlögð til kynningar tillaga til þingsályktunar. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Valin verði hentug tímasetning til þess að ráðast í aðgerðina, innan árs frá samþykkt tillögu þessarar, að lokinni tilhlýðilegri kynningu í þjóðfélaginu ásamt undirbúningi.
15.
Menningar- og safnanefnd - 11
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 3. mars sl. lögð fram til kynningar.