Bæjarráð
420. fundur
13. mars 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Endurgreiðsla á VSK fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar
Fyrir liggur dómsniðurstaða Hæstaréttar í máli Fjarðabyggðar gegn Íslenska ríkinu vegna virðisauksaskattskröfu frá árunum 2005-2010. Fjarðabyggð vann fullnaðarsigur í málinu og er ríkinu gert að greiða kr. 12.341.443 auk dráttarvaxta og málskostnaðar.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu dómsins.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu dómsins.
2.
Meistarabréf og mat á persónustigum
Framlögð stefna Alþýðusambands Íslands á hendur Fjarðabyggð vegna mats á meistararéttindum tveggja starfsmanna Fjarðabyggðar.
Um er að ræða túlkunaratriði á efni kjarasamninga sem fjallar um mat á námi til launa.
Bæjarráð telur mikilvægt að úr málinu verði skorið og felur bæjarstjóra að taka til varna í málinu.
Um er að ræða túlkunaratriði á efni kjarasamninga sem fjallar um mat á námi til launa.
Bæjarráð telur mikilvægt að úr málinu verði skorið og felur bæjarstjóra að taka til varna í málinu.
3.
Ferðaþjónustuklasi
Ákvörðun um aðild að ferðaþjónustaklasa. Lagður fram samningur og minnisblað verkefnisstjóra atvinnumála um aðild að klasanum.
Bæjarráð samþykkir aðild sveitarfélagsins á ferðaþjónustuklasanum.
Bæjarráð samþykkir aðild sveitarfélagsins á ferðaþjónustuklasanum.
4.
Verkefnahópur um málefni Stöðvarfjarðar
Þennan lið dagskrár sat verkefnstjóri atvinnumála.
Umfjöllun um þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði framhaldið frá síðasta fundi.
Framlögð tillaga bæjarstjóra og verkefnastjóra atvinnumála um framhald verkefnisins og fjármagn til þess.
Bæjarráð ræddi málið og samþykkir að veita til verkefnisins 5,5 milljónum kr. aukalega og er fjármálastjóra falið að leggja fram viðauka sem því nemur. Bæjarráð er sammála um að Stöðvarfjörður þjóni sem andyri sveitarfélagsins í suðri og verkefni taki meðal annars mið af því. Stofnað verði til 3ja mánaða verkefnis upplýsingamála í 50 % starfshlutfalli. Bætt verða upplýsingaskilti fyrir sveitarfélagið allt. Sköpunarmiðstöðin fær sérstakan styrk til atvinnusköpunar ásamt fleiri verkefnum. Í áætlun hafnarsjóðs er gert ráð fyrir 15 millj. kr. til aðstöðusköpunar fyrir sæfarendur.
Heildarframlag til verkefnisins frá sveitarfélagi og ríki nemur alls um 26 millj. kr.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum sem tengjast samþykktinni. Jafnframt er sviðum sveitarfélagsins falið að aðstoða við verkefnið þar sem við á.
Verkefninu og skýrslunni vísað til sérstakrar umræðu í bæjarstjórn ásamt staðfestingu á viðauka.
Umfjöllun um þróunarverkefni í atvinnumálum á Stöðvarfirði framhaldið frá síðasta fundi.
Framlögð tillaga bæjarstjóra og verkefnastjóra atvinnumála um framhald verkefnisins og fjármagn til þess.
Bæjarráð ræddi málið og samþykkir að veita til verkefnisins 5,5 milljónum kr. aukalega og er fjármálastjóra falið að leggja fram viðauka sem því nemur. Bæjarráð er sammála um að Stöðvarfjörður þjóni sem andyri sveitarfélagsins í suðri og verkefni taki meðal annars mið af því. Stofnað verði til 3ja mánaða verkefnis upplýsingamála í 50 % starfshlutfalli. Bætt verða upplýsingaskilti fyrir sveitarfélagið allt. Sköpunarmiðstöðin fær sérstakan styrk til atvinnusköpunar ásamt fleiri verkefnum. Í áætlun hafnarsjóðs er gert ráð fyrir 15 millj. kr. til aðstöðusköpunar fyrir sæfarendur.
Heildarframlag til verkefnisins frá sveitarfélagi og ríki nemur alls um 26 millj. kr.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum sem tengjast samþykktinni. Jafnframt er sviðum sveitarfélagsins falið að aðstoða við verkefnið þar sem við á.
Verkefninu og skýrslunni vísað til sérstakrar umræðu í bæjarstjórn ásamt staðfestingu á viðauka.
5.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála.
Ákvörðun um dagsetningu á ráðstefnu um þjónustu við olíuiðnaðinn í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að flytja málstefnuna til fyrstu viku í júní komandi.
Ákvörðun um dagsetningu á ráðstefnu um þjónustu við olíuiðnaðinn í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að flytja málstefnuna til fyrstu viku í júní komandi.
6.
Netnotkun nemanda í grunnskólum
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um netnotkun nemenda grunnskóla Fjarðabyggðar.
Bæjarráð þakkar fræðslustjóra minnisblað.
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um netnotkun nemenda grunnskóla Fjarðabyggðar.
Bæjarráð þakkar fræðslustjóra minnisblað.
7.
Styrkbeiðni - Legó hönnunarkeppni í St. Louis Missouri
Þennan lið dagskrár sat fræðslustjóri.
Framlögð beiðni frá Guðrúnu Pétursdóttur og Guðrúnu Lindu Hilmarsdóttur fyrir hönd Einn+níu hóps þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna ferðar hóps nema á hönnunarkeppni Lego í St. Louis Missouri í Bandaríkjunum 22. til 25. apríl nk.
Framlagt minnisblað fræðslustjóra.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hópinn um 500.000 kr. og óskar honum góðs gengis í keppninni. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Framlögð beiðni frá Guðrúnu Pétursdóttur og Guðrúnu Lindu Hilmarsdóttur fyrir hönd Einn+níu hóps þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna ferðar hóps nema á hönnunarkeppni Lego í St. Louis Missouri í Bandaríkjunum 22. til 25. apríl nk.
Framlagt minnisblað fræðslustjóra.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hópinn um 500.000 kr. og óskar honum góðs gengis í keppninni. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
8.
Beiðni frá Sóma, starfsmannafélagi Alcoa, um afslætti í sund og rækt
Þennan lið dagskrár sat íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Framlagt bréf frá formanni Sóma, sem er starfsmannafélag Alcoa Fjarðaáls. Í bréfinu óskar formaðurinn, fyrir hönd Sóma, eftir því að starfsmenn Alcoa fái afslátt af líkamsræktar- og sundkortum sem gildi út árið 2015. Íþrótta- og tómstundanefnd getur ekki veitt sérstakan afslátt til ákveðins hóps enda hefur nefndin nýlega ákveðið að afnema alla hópa- og sérafslætti en leggur til að 15% afsláttur af sund- og líkamsræktarkortum sem veittur er í janúar og september verði einnig í gildi í apríl. Þetta verði gert til að koma til móts við þá sem enn eru að átta sig á breyttu fyrirkomulagi en héðan í frá munu tilboðin verða tvisvar á ári.
Tillögunni er vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að veita á þessu ári afslætti í apríl 2015 á tímabilskortum. Ekki er um að ræða afturvirka aðgerð.
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Framlagt bréf frá formanni Sóma, sem er starfsmannafélag Alcoa Fjarðaáls. Í bréfinu óskar formaðurinn, fyrir hönd Sóma, eftir því að starfsmenn Alcoa fái afslátt af líkamsræktar- og sundkortum sem gildi út árið 2015. Íþrótta- og tómstundanefnd getur ekki veitt sérstakan afslátt til ákveðins hóps enda hefur nefndin nýlega ákveðið að afnema alla hópa- og sérafslætti en leggur til að 15% afsláttur af sund- og líkamsræktarkortum sem veittur er í janúar og september verði einnig í gildi í apríl. Þetta verði gert til að koma til móts við þá sem enn eru að átta sig á breyttu fyrirkomulagi en héðan í frá munu tilboðin verða tvisvar á ári.
Tillögunni er vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að veita á þessu ári afslætti í apríl 2015 á tímabilskortum. Ekki er um að ræða afturvirka aðgerð.
9.
Samkomulag um eignatilfærslu leikskólans í Neskaupstað
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt samkomulag til staðfestingar á að leikskólinn að Nesgötu 14 Neskaupstað verði allur í eigu Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. Verðmæti er kr. 148.487.697 vegna framkvæmda við nýjan leikskóla í Neskaupstað. Eignarhaldsfélagið Hraun ehf. greiðir verðmætið til Fjarðabyggðar í gegnum viðskiptareikning sömu aðila. Þannig mun krafa Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. á hendur Fjarðabyggð lækka um sömu upphæð.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
Framlagt samkomulag til staðfestingar á að leikskólinn að Nesgötu 14 Neskaupstað verði allur í eigu Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. Verðmæti er kr. 148.487.697 vegna framkvæmda við nýjan leikskóla í Neskaupstað. Eignarhaldsfélagið Hraun ehf. greiðir verðmætið til Fjarðabyggðar í gegnum viðskiptareikning sömu aðila. Þannig mun krafa Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. á hendur Fjarðabyggð lækka um sömu upphæð.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra undirritun þess.
10.
Kaupvangur - beiðni um styrk 2015 vegna endurgerðar hússins
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð styrkumsókn vegna fasteiganskatts 2015 fyrir Hafnargötu 15 Fáskrúðsfirði - Kaupvang - sem er friðað hús.
Samþykkt á grundvelli 3. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda, afgreiðslu vísað til fjármálastjóra.
Framlögð styrkumsókn vegna fasteiganskatts 2015 fyrir Hafnargötu 15 Fáskrúðsfirði - Kaupvang - sem er friðað hús.
Samþykkt á grundvelli 3. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda, afgreiðslu vísað til fjármálastjóra.
11.
Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2015. Umsóknin er byggð á 1. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Samþykkt á grundvelli 1. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda, afgreiðslu vísað til fjármálastjóra.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2015. Umsóknin er byggð á 1. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Samþykkt á grundvelli 1. gr. reglna Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignagjalda, afgreiðslu vísað til fjármálastjóra.
12.
735 Strandgata 92 - Forkaupsréttur
Erindi vísað til afgreiðslu bæjarráðs frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Domus fasteignasala leitar eftir afstöðu Fjarðabyggðar til þess hvort Fjarðabyggð hyggist nýta forkaupsrétt sinn að bogaskemmu á lóðinni Strandgötu 92 á Eskifirði en eignin er á forkaupsréttarlista.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða milli funda nýtingu forkaupsréttar að bogaskemmunni.
Domus fasteignasala leitar eftir afstöðu Fjarðabyggðar til þess hvort Fjarðabyggð hyggist nýta forkaupsrétt sinn að bogaskemmu á lóðinni Strandgötu 92 á Eskifirði en eignin er á forkaupsréttarlista.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða milli funda nýtingu forkaupsréttar að bogaskemmunni.
13.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 6. mars 2015, um gjaldskrárhækkanir. Hækkun nemur 3,5% á orkusölu frá 1. apríl n.k. og 5% á dreifingu orku frá 1. maí nk.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð leggur fram til viðbótar breytingu á gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar.
"Rafveita Reyðarfjarðar leggur á jöfnunargjald fyrir árið 2015 frá 1. apríl 2015 til ársloka að telja 20 aura á hverja kílóvattstund - og einnig vegna ótryggrar orku sem nemur 0,066 kr/kWst. Byggt er á samþykkt Alþingis um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (jöfnunargjald) sem samþykkt var á Alþingi 5.3.2015."
Bæjarráð samþykkir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um hækkun á orkusölu og orkudreifingu ásamt tillögu um jöfnunargjald í samþykkt þessari.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 6. mars 2015, um gjaldskrárhækkanir. Hækkun nemur 3,5% á orkusölu frá 1. apríl n.k. og 5% á dreifingu orku frá 1. maí nk.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð leggur fram til viðbótar breytingu á gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar.
"Rafveita Reyðarfjarðar leggur á jöfnunargjald fyrir árið 2015 frá 1. apríl 2015 til ársloka að telja 20 aura á hverja kílóvattstund - og einnig vegna ótryggrar orku sem nemur 0,066 kr/kWst. Byggt er á samþykkt Alþingis um breytingu á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (jöfnunargjald) sem samþykkt var á Alþingi 5.3.2015."
Bæjarráð samþykkir tillögu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um hækkun á orkusölu og orkudreifingu ásamt tillögu um jöfnunargjald í samþykkt þessari.
14.
Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2015
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að fyrirkomulagi refa- og minkaveiða 2015. Landbúnaðarnefnd samþykkti tillöguna að öðru leyti en að verðlaun til ráðinna refaveiðimanna verði 14.000 kr. á dýr í stað 10.500 kr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og fjárheimild málaflokksins verði aukin um 1,5 milljón kr. í ljósi veiðireynslu síðustu ára. Fjármálastjóra falið að gera viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar vegna breytingar á fjárhagsáætlun 2015.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er falið að skoða fjárheimildir til þessara mála við fjárhagsáætlunargerð 2016 í samráði við landbúnaðarnefnd.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tillaga umhverfisfulltrúa að fyrirkomulagi refa- og minkaveiða 2015. Landbúnaðarnefnd samþykkti tillöguna að öðru leyti en að verðlaun til ráðinna refaveiðimanna verði 14.000 kr. á dýr í stað 10.500 kr.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og fjárheimild málaflokksins verði aukin um 1,5 milljón kr. í ljósi veiðireynslu síðustu ára. Fjármálastjóra falið að gera viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar vegna breytingar á fjárhagsáætlun 2015.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er falið að skoða fjárheimildir til þessara mála við fjárhagsáætlunargerð 2016 í samráði við landbúnaðarnefnd.
15.
Fráveita á Norðfirði - Stofnlögn og útrás
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Tilboð í stofnlögn fráveitunnar á Norðfirði hafa verið opnuð. Þrjú tilboð bárust, búið er að fara yfir þau og teljast þau öll gild.
Héraðsverk 15.971.061 kr.
Þs Verktakar 19.227.482 kr.
Haki 31.684.409 kr.
Kostnaðaráætlun 20.347.400 kr
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl tengd útboðinu.
Tilboð í stofnlögn fráveitunnar á Norðfirði hafa verið opnuð. Þrjú tilboð bárust, búið er að fara yfir þau og teljast þau öll gild.
Héraðsverk 15.971.061 kr.
Þs Verktakar 19.227.482 kr.
Haki 31.684.409 kr.
Kostnaðaráætlun 20.347.400 kr
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra að undirrita skjöl tengd útboðinu.
16.
Bygging leikskóla á Neseyri
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram drög að viðauka við verksamning þar sem fram koma breytingar á burðarvirki og frágangi á gólfhitakerfi.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti viðaukann og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðauka við verksamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Lögð fram drög að viðauka við verksamning þar sem fram koma breytingar á burðarvirki og frágangi á gólfhitakerfi.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti viðaukann og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðauka við verksamning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
17.
Almenningssamgöngur 2015
Vísað til bæjarráðs frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lagður fram til samþykktar samningur um skipulagðar samgöngur og skiptingu kostnaðar vegna CTS-lausna Curron ehf.
Nefndin samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Nefndin samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
18.
Starfsmannamál
Trúnaðarmál.
Þennan lið dagskrár sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Bæjarstjóra falið að svara erindi.
Þennan lið dagskrár sat forstöðumaður stjórnsýslu.
Bæjarstjóra falið að svara erindi.
19.
Landsþing sambandsins 17. apríl
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið 17.apríl nk.
Fulltrúar Fjarðabyggðar eru bæjarráð ásamt bæjarstjóra.
Fulltrúar Fjarðabyggðar eru bæjarráð ásamt bæjarstjóra.
20.
Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar
Framlagðar leiðbeiningar um siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðanefnd Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, hefur útbúið fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Ritið ber heitið "Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar".
Reynt var að setja leiðbeiningarnar upp á einfaldan og skýran hátt og notast við dæmi til að vekja fólk til umhugsunar. Vonast siðanefndin til þess að leiðbeiningarnar veki upp jákvæða umræðu um siðamál og að hún nýtist kjörnum fulltrúum í sinni vinnu.
Reynt var að setja leiðbeiningarnar upp á einfaldan og skýran hátt og notast við dæmi til að vekja fólk til umhugsunar. Vonast siðanefndin til þess að leiðbeiningarnar veki upp jákvæða umræðu um siðamál og að hún nýtist kjörnum fulltrúum í sinni vinnu.
21.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Til umræðu niðurstöður úr skólavoginni sem eru einkunnir samræmdra prófa.
Vísað til umfjöllunar næsta fundar bæjarráðs.
Vísað til umfjöllunar næsta fundar bæjarráðs.
22.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 67 frá 9. mars 2015, lögð fram til kynningar.
23.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 113
Fundargerð eigna-, skipulags og umhverfisnefndar, nr. 113 frá 9. mars 2015, lögð fram til kynningar.
24.
Fræðslunefnd - 13
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 13 frá 10. mars 2015, lögð fram til kynningar.
25.
Hafnarstjórn - 147
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 147 frá 10. mars 2015, lögð fram til kynningar.
26.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 10
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 10 frá 12. mars 2015, lögð fram til kynningar.