Fara í efni

Bæjarráð

421. fundur
23. mars 2015 kl. 13:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Innkaupareglur 2015 - endurskoðun
Málsnúmer 1503141
Innkaupareglur - yfirferð 2015
Skv. 34. gr. innkaupareglna skulu fjárhæðir endurskoðaðar ár hvert af bæjarstjórn Fjarðabyggðar, að fenginni tillögu fjármálastjóra, sbr. 8. gr. reglnanna. Innkaupareglurnar skulu yfirfarnar og framkvæmd þeirra metin í fyrsta sinn innan árs frá gildistöku þeirra en þær tóku gildi 30.maí 2013.
Bæjarráð samþykkir að vísa núgildandi reglum til nefnda sveitarfélagsins til umsagnar og reglurnar verða teknar til endurskoðunar í bæjarráði að lokinni yfirferðar nefnda.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Farið yfir stöðu verkefnisins og vinnu sem er framundan.
3.
Samningur við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð 2015
Málsnúmer 1502088
Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu og tillaga um breytingu á samningi við björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð. Samningur gildir frá 1. janúar 2015 og til 31. desember 2018
Bæjarráð samþykkir breytingar á samningi fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
740 Naustahvammur 54 - Forkaupsréttur
Málsnúmer 1503037
Framlagt bréf Tobis ehf. Naustahvammsfélagið, þ.e. eigendur hússins Naustahvammur 54, 740 Neskaupstað, hafa ákveðið að færa Björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupstað húsið að gjöf. Óskað er eftir yfirlýsingu frá sveitarfélaginu hvort það nýti eða falli frá kauprétti hússins.

Lagt er til að sveitarfélagið falli frá kauprétti, en sveitarfélagið handsali samkomulag við björgunarsveitina Gerpi um að húsið verði framselt til sveitarfélagsins innan árs (frá afsali hússins til Gerpis) en þá er gert ráð fyrir því að húsið hafi verið nýtt m.a. til æfinga.
5.
735 Strandgata 92 - Forkaupsréttur
Málsnúmer 1502167
Domus fasteignasala leitar eftir afstöðu Fjarðabyggðar til þess hvort Fjarðabyggð hyggist nýta forkaupsrétt sinn að bogaskemmu á lóðinni Strandgötu 92 á Eskifirði en eignin er á forkaupsréttarlista. Bæjarráð fól bæjarstjóra að skoða nýtingu forkaupsréttar að bogaskemmunni á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir að neyta forkaupsréttar að bogaskemmunni sem stendur á lóðinni Strandgötu 96 og felur bæjarstjóra að ganga frá skjölum vegna kaupanna.
6.
Staða Tónlistarmiðstövar Austurlands
Málsnúmer 1503157
Framlagt bréf frá Tónlistarmiðstöð Austurlands um rekstur og framtíðarhorfur miðstöðvarinnar.
Bæjarráð þakkar bréfið og vinnur áfram að skoðun málsins í samvinnu við fagnefndina.
Vísað til menningar- og safnanefndar til umræðu og nefndin fundi með bréfritara.
7.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015
Málsnúmer 1503121
Bæjarráð samþykkir að viðtalstímar bæjarfulltrúa verði alla jafna haldnir seinasta fimmtudag í hverjum mánuði milli 17:00 og 18:00, á bókasöfnum sveitarfélagsins til skiptis í hverfum Fjarðabyggðar. Tveir bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum, einn frá minnihluta og annar frá meirihluta. Bæjarfulltrúar skiptast á að sitja fyrir svörum. Viðtalstímar, og staðsetning þeirra, eru auglýstir með fyrirvara á heimasíðu og í samlesnum auglýsingum í útvarpi. Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl á Eskifirði þar sem bæjarstjórnarfundur er haldinn 30. april.
8.
Handverk og hönnun - vinnustofa 2015
Málsnúmer 1503070
Framlagt minnisblað markaðs- og upplýsingafulltrúa um gerð minjagripa og markaðssetningu þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögur fyrir sitt leyti og vísar til umræðu í menningar- og safnanefnd.
9.
Frakkar á Íslandsmiðum
Málsnúmer 1503100
Bréf Minjaverndar frá 3.mars þar sem lagt er til að nafni sýningar um aðbúnað og störf franskra sjómanna á Íslandsmiðum verði breytt úr "Fransmenn á Íslandi" í "Frakkar á Íslandsmiðum".
Bæjarráð samþykkir breytingu á heiti sýningar og vísar til umræðu í menningar- og safnanefnd.
10.
Fundargerðir stjórnar SSA 2015
Málsnúmer 1501271
Fundargerð stjórnarfundar SSA frá 23.febrúar sl. lögð fram til kynningar.
11.
Samningur um sjúkraflutninga 2015
Málsnúmer 1503166
Umræður teknar um samning við Heilbrigðisstofnun Austurlands vegna sjúkraflutninga í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Heilbrigðisstofnun um framlengingu samnings um eitt ár en samhliða verði umfang samnings endurmetið til framtíðar.
12.
Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú ses.
Málsnúmer 1503159
Framlagt til kynningar bréf starfsháttanefndar Austurbrúar er varðar kjör stjórnar stofnunarinnar. Kynnt er tillaga frá vettvangi atvinnulífs, menningar og menntunar, um 5 fulltrúa. Gefinn er kostur á tilnefningum frá stofnaðilum Austurbrúar fyrir 1. apríl nk. Samband sveitarfélaga á Austurlandi tilnefnir fulltrúa frá sveitarstjórnarvettvangnum.