Fara í efni

Bæjarráð

422. fundur
31. mars 2015 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1503202
Trúnaðarmál
Þennan dagskrárlið fundar sat fjármálastjóri ásamt endurskoðendum KPMG.
Gert grein fyrir vinnu við ársreikning 2014 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri og í símasambandi við fundinn voru verkefnisstjórar frá KPMG.
Vegna ófyrirséðra ástæðna hefur vinna við lokaskýrslu verkefnisins frestast. Bæjarráð mun taka skýrslurnar til umfjöllunar á fundi sínum 13. apríl n.k. að öllu óbreyttu.
3.
Málefni aldraðra í Neskaupstað
Málsnúmer 1503187
Framlagt bréf Guðjóns Haukssonar um málefni eldri borgara í Neskaupstað og aðstæður á Hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.
Bæjarráð sýnir fullan skilning á efni bréfsins og leggur til við félagsmálanefnd að unnin verði greining í samstarfi við HSA á þörf fyrir hjúkrunarrými í Fjarðabyggð til framtíðar.
Vísað til félagsmálanefndar til umfjöllunar.
4.
Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls
Málsnúmer 1407020
Framlagt bréf Launafls ehf. þar sem óskað er eftir veitingu stöðuleyfis fyrir gáma til eins árs, vegna sérstakra forsendna fyrirtækisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og vinna í málinu milli funda.
5.
Steinhleðsla utan um ytri kirkjugarð Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1111011
Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 16. mars 2015, varðandi aðkomu sveitarfélagsins að framkvæmdum við kirkjugarð Reyðarfjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, tillögu mannvirkjastjóra um að gert verði upp við Kirkjugarð Reyðarfjarðar samkvæmt lögum nr. 36 frá 1993.
Bæjarráð samþykkir uppgjörið sbr. minnisblaðið.
Jafnframt er bæjarritara falið að rita sóknarnefndum bréf til að skýra framlög sveitarfélagsins til framkvæmda við kirkjugarða.
6.
Styrktarbeiðni vegna landsliðsferðar til Ítalíu
Málsnúmer 1503193
Framlögð beiðni frá landsliðsstúlkum Þróttar í Neskaupstað í blaki, um fjárstyrk til ferðar 18 ára landsliðs og A landsliðs til Ítalíu.
Vísað til íþrótta- og tómstundafulltrúa til afgreiðslu.
7.
Umsóknum afnota af landi til að efla æðarvarp í landi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1503191
Framlagt bréf Gunnars B. Ólafssonar þar sem óskað er afnota af landi Fjarðabyggðar í botni Reyðarfjarðar frá landamerkjum Sléttu og Fjarðabyggðar og út á Bjargareyri við norðanverðan Reyðarfjörð.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.
8.
Beiðni um lækkun fasteignagjalda - Tunguholt;750
Málsnúmer 1503108
Umsókn um hlutfallsskiptingu álagningar, annarsvegar sem gistihús og hinsvegar sem íbúðarhús. Minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Vísað til framkvæmdasviðs og fjármálastjóra til úrvinnslu.
9.
Nordic Built Cities Challenge - Norræn skipulagssamkeppni.
Málsnúmer 1503188
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar um samkeppni sem er
hluti áætlunar sem Norræni nýsköpunarsjóðurinn vinnur að á árabilinu 2015-2018 um sjálfbærni og
nýsköpun í skipulagi norrænna bæja og borga. Markmið samkeppninnar er að styðja nýsköpun og
þverfaglegar lausnir í norrænni skipulagsgerð og stuðla að sjálfbæru bæjarskipulagi. Sveitarfélögum og öðrum forsvarsaðilum svæða, svo sem fasteigna- og þróunarfélögum, gefst nú kostur á
að tilnefna svæði til þátttöku í norrænni skipulagssamkeppni, Nordic Built Cities Challenge.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til að skoða hvort tilnefna eigi svæði til skipulagsgerðar sem fallið gæti að markmiðum.
10.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2015
Málsnúmer 1503208
Fram lagt aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2015 en fundurinn verður hahldinn 17. apríl 2014 kl 15:30 í Kópavogi.
Bæjarráð felur Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
11.
Aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar 14.apríl 2015
Málsnúmer 1503211
Fram lagt aðalfundarboð Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir árið 2015 en fundurinn er haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2015 kl 16:00 í Neskaupstað.
Bæjarráð felur Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
12.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 52 frá 24. mars 2015, lögð fram til kynningar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 114
Málsnúmer 1503011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 114 frá 23. mars 2015, lögð fram til kynningar.
14.
Menningar- og safnanefnd - 12
Málsnúmer 1503013F
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 12 frá 26.mars 2015, lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 115
Málsnúmer 1503014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 115 frá 27. mars 2015, lögð fram til kynningar.