Fara í efni

Bæjarráð

423. fundur
13. apríl 2015 kl. 09:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014
Málsnúmer 1503202
Trúnaðarmál.
Þennan dagskrárlið sátu fjármálastjóri og endurskoðendur sveitarfélagsins.
Kynnt drög að endurskoðunarskýrslu.
Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 15. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs miðvikudaginn 15. apríl fyrir bæjarstjórnarfund.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Þennan lið dagskrár sat fjármálstjóri.
Vísað frá 422. fundi bæjarráðs en skýrslur vegna verkefnisins eru teknar til umfjöllunar.
Tillaga lögð fram um að vísa skýrslum til umræðu í bæjarstjórn og nefndum sveitarfélagsins og kynna helstu niðurstöður á heimasíðu sveitarfélagsins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð vinni að útfærslu á endanlegum tillögum sem lagðar verði fyrir bæjarstjórn í maí og júní nk.
3.
Samningar um fjármögnunarleigu búnaðar 2015
Málsnúmer 1503185
Framlagður til staðfestingar, samningur við IBM Danmark um fjármögnunarsamning sem byggður var á örútboði á vélbúnaði fyrir kennara grunnskóla Fjarðabyggðar og leikskólans Sólvalla.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
4.
Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands - mánudaginn 20. apríl kl. 14
Málsnúmer 1504003
Framlagt ársfundarboð Starfsendurhæfingar Austurlands sem haldinn verður 20. apríl 2015 að Tjarnarbraut 39e á Egilsstöðum.
Bæjarráð felur Sigrúnu Þórarinsdóttur umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum. Jafnframt samþykkir bæjarráð að Eydís Ásbjörnsdóttir verði aðalmaður í stjórn Starfsendurhæfingar Austurlands og varamaður verði Sigrún Þórarinsdóttir.
5.
Dúfur á Reyðarfirði
Málsnúmer 1504053
Framlagður undirskriftarlisti forsvarsmanna fyrirtækja á Reyðarfirði þar sem óskað er eftir að gripið verði til ráðstafana til að stemma stigu við vaxandi fjölda dúfna.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og framkvæmdasviðs. Þá verði óskað eftir umsögn frá Náttúrustofu Austurlands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands vegna málsins.
6.
Umhirðar nýrrar lóðar Hulduhlíðar
Málsnúmer 1504062
Framlagt bréf framkvæmdastjóra Hulduhlíðar vegna umhirðu lóðar við nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um lóðarumhirðu nýrrar lóðar en hana ber að greiða af fjárheimildum stofnunarinnar.
7.
Könnun á svæðasamvinnu sveitarfélaga - athugasemdir sveitarfélaga á Austurlandi
Málsnúmer 1504054
Framlagt til kynningar bréf frá Sambandi sveitarfélaga Austurlandi, þar sem óskað er eftir að sveitarfélög fari yfir þau samstarfsverkefni sem sveitarfélögin á Austurlandi standi sameiginlega að og skili athugasemdum fyrir 14. apríl n.k. Bæjarritara falið að yfirfara og koma athugasemdum á framfæri ef ástæða er til.
8.
Reglur Fjarðabyggðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
Málsnúmer 1210150
Framlagaðar endurnýjaðar reglur um verkfæra- og tækjakaup fatlaðs fólks til umræðu og afgreiðslu en félagsmálanefnd samþykkti framlagðar breytingar á fundi sínum þann 7. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
60 ára afmæli Björgvunarsveitarinnar
Málsnúmer 1504063
Framlagt boðsbréf frá Björgunarsveitinni Gerpi þar sem boðað er til afmælishófs vegna 60 ára afmælis sveitarinnar.
Bæjarráð óskar björgunarsveitinni til hamingju með afmælið og samþykkir, í tilefni þess, að færa henni að gjöf 500.000 kr. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
10.
Sumarstörf námsmanna - samstarf við Vinnumálastofnun 2015
Málsnúmer 1504017
Framlagt bréf Atvinnuleysistryggingarsjóðs um átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn sumarið 2015 með sama hætti og gert hefur verið síðustu sumur. Sveitarfélög eru hvött til að senda upplýsingar um fjölda starfa sem óskað er eftir framlagi til, en framlagið getur numið tæpum 400.000 kr. á 2ja mánaða ráðningartímabili.
Bæjarráð felur sviðsstjórum að útfæra umsóknir í samræmi við fjárheimildir.
11.
Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls
Málsnúmer 1407020
Frá síðasta fundi. Framlagt bréf Launafls ehf. þar sem óskað er eftir veitingu stöðuleyfis fyrir gáma til eins árs, vegna sérstakra forsendna fyrirtækisins.
Óskað er eftir áætlunum fyrirtækisins um flutning á starfsemi fyrirtækisins.
Vísað til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Brautskráning frá VA - afnot af íþróttarhúsi
Málsnúmer 1504057
Framlagt bréf frá skólastjóra Verkmenntaskóla Austurlands þar sem farið er fram á afnot af íþróttahúsinu í Neskaupstað fyrir útskrift skólans 30. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að veita Verkmenntaskólanum afnot af íþróttahúsinu vegna útskriftarinnar.
13.
Styrkumsókn vegna uppsetningar Hljóðkerfaleigunnar á Jólafrið 2015
Málsnúmer 1504056
Framlagt bréf frá Hljóðkerfaleigu Austurlands þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til uppsetningar á Jólafrið 2015, tónleikum sem haldnir verða í íþróttahúsinu í Neskaupstað 12.desember nk. Fyrir liggur að móta þarf stefnu varðandi útleigu á íþróttahúsum Fjarðabyggðar til viðburða annarra en íþróttaviðburða. Þeirri vinnu verður lokið fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar sumarið 2015. Bæjarráð frestar því að taka afstöðu til beiðnar um styrk og afnot af húsnæðinu.
14.
Styrkumsókn vegna uppsetningar Hljóðkerfaleigunnar á Rokkveislu 2015
Málsnúmer 1504055
Framlagt bréf frá Hljóðkerfaleigu Austurlands þar sem farið er fram á styrk frá sveitarfélaginu til að halda Rokkveisluna 2015 í íþróttahúsinu í Neskaupstað þann 10. október nk.
Fyrir liggur að móta þarf stefnu varðandi útleigu á íþróttahúsum Fjarðabyggðar til viðburða annarra en íþróttaviðburða. Þeirri vinnu verður lokið fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar sumarið 2015. Bæjarráð frestar því að taka afstöðu til beiðnar um styrk og afnot af húsnæðinu.
15.
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 29.apríl 2015
Málsnúmer 1503200
Framlagt til kynningar ársfundarboð Lífeyrissjóðsins Stapa sem haldinn verður 29. apríl 2015 í Hofi.
16.
Stjórnarfundir StarfA 2015
Málsnúmer 1502001
Framlögð fundargerð stjórnarfundar Starfsendurhæfingar Austurlands frá 18. mars sl.
17.
Ársfundarboð Norðurslóðanets Íslands 15. apríl 2015
Málsnúmer 1504075
Framlagt ársfundarboð Norðurslóðanets Íslands 15. apríl 2015.
Bæjarráð felur Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur verkefnastjóra atvinnumála að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
18.
Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1412061
Erindi frá Félagsmálanefnd Fjarðabyggðar vegna hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð.
Nefndin óskar eftir við bæjarstjórn að farið verði í formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um málefni heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila. Félagsmálastjóra og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Vísað til bæjarstjórnar til umræðu.
19.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 68 frá 7. apríl lögð fram til kynningar.
20.
Hafnarstjórn - 148
Málsnúmer 1503016F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 31. mars lögð fram til kynningar.