Fara í efni

Bæjarráð

427. fundur
11. maí 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1505060
Bréf Sigurborgar Einarsdóttur er varðar augnlæknaþjónustu í Fjarðabyggð. Bæjarráð tekur heilshugar undir áhyggjur bréfritara og ítrekar enn og aftur áskorun sína til Heilbrigðiseftirlits Austurlands, að tryggja augnlæknaþjónustu við íbúa Fjarðabyggðar. Núverandi ástand er algjörlega óviðunandi.
2.
Umsókn um stöðuleyfi - Strandgata 8; 740
Málsnúmer 1411156
Bréf Magna Björns Sveinssonar er varðar stöðuleyfi fyrir bát í Neskaupstað. Bæjarstjóra falið að fara yfir efni bréfsins með bréfritara.
3.
Styrkumsókn í formi niðurfellrar húsaleigu
Málsnúmer 1505050
Beiðni Slysavarnardeildarinnar Hafdísar um styrk vegna húsaleigu í tengslum við Kvennaþing Landsbjargar sem haldið verður í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði 9. - 11.september 2016. Bæjarráð samþykkir að veita styrk á móti húsleigu sem tekin verði af fjárheimild ársins 2016.
4.
Fjölgun veitingastaða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1504184
Tillögu vísað frá fundi ungmennaráðs með bæjarstjórn. Ungmennaráð Fjarðabyggðar vill leggja til við bæjarstjórn að hún beiti sér með einhverjum hætti fyrir því að fá hingað í sveitarfélagið fleiri veitingastaði. Ungmennaráð nefndi í þessu sambandi sérstaklega tilteknar keðjur veitingastaða sem eru vinsælar á meðal ungs fólks. Ungmennaráðsmeðlimir gera sér grein fyrir því að það er ekki í verkahring bæjaryfirvalda að opna eða reka slíka staði en ráðið myndi þó gjarna vilja sjá fleiri slíka staði í Fjarðabyggð og vill því að sveitarfélagið geri það sem í valdi þess er, til að liðka fyrir opnun slíkra staða. Bæjarráð fagnar áhuga ungmennaráðs á samfélagsmálum og mun hér eftir, sem hingað til, beita sér fyrir að þjónusta í sveitarfélaginu verði sem fjölbreytilegust.
5.
Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra
Málsnúmer 1505001
Framlagt erindi frá tíu ungmennum af Austurlandi, sem munu taka þátt í ungmennaskiptum í Póllandi í ágúst. Yfirskrift verkefnisins er Fólk fyrir fólk, megi breytingar blómstra (People4People, Let the Change Grow ) og er samstarfsverkefni ÆSKA - Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi, EJR í Þýskalandi og lúthersku kirkjunnar í Póllandi. Alls eru 30 ungmenni þátttakendur og 6 fararstjórar frá þessum þremur löndum. Óskað er eftir styrkveitingu og að gerðar verði athugasemdir við styrki Evrópusambandsins sem breyttust um síðustu áramót. Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.
6.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1503195
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna og formaður hafnarstjórnar sátu þennan lið fundarins. Farið yfir verkefni hafnarstjórnar og stöðu framkvæmda.
7.
Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 21. apríl sl. var fjallað um kynningu Póst- og fjarskiptastofnunar á leiðbeiningum á uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES. Þá var til umfjöllunar tillaga um að SSA leiði vinnu við að undirbúa fyrirhugaða uppbyggingu ljósleiðaravæðingar á Austurlandi öllu en sveitarfélögin greiði kostnaðinn. Verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála var falið að senda tillöguna til umsagnar hjá sveitarfélögunum með hliðsjón af leiðbeiningum Póst- og fjarskiptastofnunar. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 11. maí nk. Bæjarráð tekur jákvætt í að SSA leiði vinnu við ljósleiðaravæðingu á Austurlandi en lögð verði fram áætlun um hvernig vinnu verði hagað.
8.
Lög íbúasamtaka Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1504192
Framlögð til kynningar lög Íbúasamtaka Reyðarfjarðar.
9.
Ársskýrsla HAUST 2014
Málsnúmer 1505047
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2014, lögð fram til kynningar.
10.
Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí
Málsnúmer 1505052
Ársfundur Austurbrúar verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 16:00, í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Bæjarstjóri mun sækja fundinn og fara með umboð bæjarins.
11.
Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 1. útgáfa
Málsnúmer 1505045
Minnisblað Sambandsins, frá 28.apríl, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt á mannvirki tengd ferðaþjónustu, lagt fram til kynningar. Vísað til kynnningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
12.
689. mál, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026,
Málsnúmer 1504163
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsskipulagsstefnu. Vísað til kynnningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
13.
Umsögn til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtgryggingu, 561.mál
Málsnúmer 1504170
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, 561. mál.
14.
629. mál til umsagnar frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
Málsnúmer 1504169
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 22. maí 2013 er getið þeirrar fyrirætlunar að setja lög um sérstök verndarsvæði í byggð með það markmið að vernda sögulega byggð. Til að hrinda í framkvæmd þessari stefnu stjórnvalda var á haustdögum 2013 hafin vinna við frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð.
Frumvarpið var samið í forsætisráðuneytinu. Bæjarráð lýsir ánægju með frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð og vonar að vel takist til.
15.
696. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala),
Málsnúmer 1505011
Lagt fram til kynningar. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og félagsmálanefnd.
16.
703. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta
Málsnúmer 1505012
Lagt fram til kynningar.
17.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014
Málsnúmer 1503202
Ársreikningar Hitaveitu Fjarðabyggðar, Rafveitu Reyðarfjarðar og Eignarhaldsfélagsins Hrauns, lagðir fram til kynningar.
18.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015
Málsnúmer 1503121
Ákvörðun um staðsetningar og fyrirkomulag viðtalstíma bæjarfulltrúa næstu mánuði. Næsti fundur verður á bókasafninu í Neskaupstað þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00. Fimmtudaginn 25. júní verður viðtalstími á bókasafninu á Stöðvarfirði.
19.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
Málsnúmer 1501235
Fundargerðir Náttúrustofu frá 6. og 24. apríl 2015, lagðar fram til kynningar.
20.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Þennan lið fundarins sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri. Áframhaldandi vinna við tillögur KPMG og Skólastofunnar ehf.
21.
Fræðslunefnd - 15
Málsnúmer 1504015F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 15 frá 28.apríl 2015, lögð fram til kynningar.
22.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 69 frá 27. apríl 2015, lögð fram til kynningar.