Bæjarráð
428. fundur
18. maí 2015 kl. 22:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um gæludýrahald. Eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykktirnar og vísað þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar samþykktunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar samþykktunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra um möguleg kaup á Fjarðabyggðarhöllinni ásamt fjármögnun kaupanna sbr. afgreiðslu bæjarráðs 15. desember 2014.
Bæjarráð samþykkir að kaupréttur verði nýttur sbr. ákvæði leigusamnings um fasteignina og felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að óska formlega eftir kaupum á eigninni og samningur verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Þá samþykkir bæjarráð að leitað verði eftir fjármögnun og fjármögnunarsamningur lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Í framhaldi verður lagður fyrir viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna breytinganna.
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra um möguleg kaup á Fjarðabyggðarhöllinni ásamt fjármögnun kaupanna sbr. afgreiðslu bæjarráðs 15. desember 2014.
Bæjarráð samþykkir að kaupréttur verði nýttur sbr. ákvæði leigusamnings um fasteignina og felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að óska formlega eftir kaupum á eigninni og samningur verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Þá samþykkir bæjarráð að leitað verði eftir fjármögnun og fjármögnunarsamningur lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Í framhaldi verður lagður fyrir viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna breytinganna.
3.
Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um tilhögun kaupa á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð samþykkir að viðhafa verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu og ráðningu löggilts endurskoðanda vegna rekstrarársins 2015 og til og með rekstrarárinu 2019. Verðfyrirspurnin verði bundin við þau fyrirtæki sem hafa skrifstofu á endurskoðunarsviði starfandi innan Fjarðabyggðar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórn.
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um tilhögun kaupa á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð samþykkir að viðhafa verðfyrirspurn um kaup á endurskoðendaþjónustu og ráðningu löggilts endurskoðanda vegna rekstrarársins 2015 og til og með rekstrarárinu 2019. Verðfyrirspurnin verði bundin við þau fyrirtæki sem hafa skrifstofu á endurskoðunarsviði starfandi innan Fjarðabyggðar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórn.
4.
Bréf frá nemendum 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar
Tillaga frá 6.bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar um nafn á tjörn, við hlið Andapolls, sem liggur nær sjónum.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur framkvæmdasviði að koma nafngiftinni á og kynna í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur framkvæmdasviði að koma nafngiftinni á og kynna í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Fjarðabyggð til framtíðar
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Í tengslum við verkefnið Fjarðabyggð til framtíðar leggur bæjarráð Fjarðabyggðar fram eftirfarandi tillögu vegna fræðslumála. Bæjarráð samþykkir að sameina skólahald á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði í Skólamiðstöð Suðurfjarða með starfsstöðvar á báðum stöðum frá og með komandi hausti 2015. Í tengslum við sameininguna skal ráða tvo skólastjóra við grunn- og leikskólahlutann á Fáskrúðsfirði nú í sumar þar sem báðar þær stöður eru lausar en óbreytt verður með skólastjórnun á Stöðvarfirði. Þá er gert ráð fyrir minni viðbótarstjórnun sem nemur 0,3 stöðugildum. Nánari útfærsla verði í höndum skólastjóra í samráði við fræðslustjóra. Skulu skólastjórarnir þrír vinna náið saman sem faglegt teymi innan Skólamiðstöðvar Suðurfjarða þvert á skólastigin. Þá er þeim falið ásamt fræðslustjóra að vinna að útfærslu á samstarfi við Breiðdalshrepp á sviði skólamála með áherslu á kennslu í Stöðvarfjarðarskóla.
Þá óskar bæjarráð eftir umsögn fræðslunefndar, fræðslu- og skólaráða viðkomandi skóla skv. 8.gr grunnskólalaga um tillöguna og greinagerð frá bæjarstjóra um nánari útfærslu á starfsemi Skólamiðstöð Suðurfjarða.
Einnig vísar bæjarráð til fræðslunefndar umræðu um aukna samkennslu í tónskólum Fjarðabyggðar með það að markmiði að ná fram hagræðingu. Vísast þar til skýrslu Skólastofunnar. Þá verði stefnt að fundi með stjórnendum og starfsmönnum tónskólanna til að ræða samkennslu.
Í tengslum við verkefnið Fjarðabyggð til framtíðar leggur bæjarráð Fjarðabyggðar fram eftirfarandi tillögu vegna fræðslumála. Bæjarráð samþykkir að sameina skólahald á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði í Skólamiðstöð Suðurfjarða með starfsstöðvar á báðum stöðum frá og með komandi hausti 2015. Í tengslum við sameininguna skal ráða tvo skólastjóra við grunn- og leikskólahlutann á Fáskrúðsfirði nú í sumar þar sem báðar þær stöður eru lausar en óbreytt verður með skólastjórnun á Stöðvarfirði. Þá er gert ráð fyrir minni viðbótarstjórnun sem nemur 0,3 stöðugildum. Nánari útfærsla verði í höndum skólastjóra í samráði við fræðslustjóra. Skulu skólastjórarnir þrír vinna náið saman sem faglegt teymi innan Skólamiðstöðvar Suðurfjarða þvert á skólastigin. Þá er þeim falið ásamt fræðslustjóra að vinna að útfærslu á samstarfi við Breiðdalshrepp á sviði skólamála með áherslu á kennslu í Stöðvarfjarðarskóla.
Þá óskar bæjarráð eftir umsögn fræðslunefndar, fræðslu- og skólaráða viðkomandi skóla skv. 8.gr grunnskólalaga um tillöguna og greinagerð frá bæjarstjóra um nánari útfærslu á starfsemi Skólamiðstöð Suðurfjarða.
Einnig vísar bæjarráð til fræðslunefndar umræðu um aukna samkennslu í tónskólum Fjarðabyggðar með það að markmiði að ná fram hagræðingu. Vísast þar til skýrslu Skólastofunnar. Þá verði stefnt að fundi með stjórnendum og starfsmönnum tónskólanna til að ræða samkennslu.
6.
Vangreidd laun til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
TRÚNAÐARMÁL.
Umræður um kjaramál hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að halda áfram að vinna að lausn á málinu
Umræður um kjaramál hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur bæjarritara að halda áfram að vinna að lausn á málinu
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 118
Fundargerð Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 118 frá 11.maí 2015, lögð fram til kynningar.
8.
Menningar- og safnanefnd - 14
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 14 frá 13.maí 2015, lögð fram til kynningar.
9.
Hafnarstjórn - 150
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 150 frá 12.maí 2015, lögð fram til kynningar.