Fara í efni

Bæjarráð

429. fundur
26. maí 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kosningaréttur kvenna - Tillaga Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr.179
Málsnúmer 1505106
Bæjarráði er falið að vinna að undirbúningi fundar sbr. tillögu Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 179.
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní 2015, leggja bæjarfulltrúar Fjarðalistans fram tillögu um að eingöngu kvenbæjarfulltrúar og kvenvarabæjarfulltrúar sitji einn bæjarstjórnarfund Fjarðabyggðar á næstunni."
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundurinn fari fram þann 4. júní nk. á skipulögðum fundartíma bæjarstjórnar. Jafnframt mun forseti bæjarstjórnar leggja fram tillögu að embættismönnum fundarins og aukamálefnum sem tekin skulu á dagskrá hans.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.
Lagning háspennustrengs um Norðfjarðargöng.
Málsnúmer 1505123
Framlögð drög að bréf til Landsnets, þar sem þrýst er á fyrirtækið að huga að lagningu nýs háspennustrengs í gegnum Norðfjarðargöng með nýjum tengingum við spennuvirki á Norðfirði og Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir efni bréfsins og felur bæjarstjóra að undirrita það.
3.
Samningur um rekstur Félagsheimilisins Félagslundar 2014
Málsnúmer 1406055
Framlagt erindi rekstraraðila Félagslundar, Heimis Arnfinnssonar fyrir hönd 730 ehf. Rekstraraðilar hafa í hyggju áframhaldandi rekstur og óska eftir samningi til lengri tíma. Fyrirtækið er opið fyrir ýmsum hugmyndum um nýtingu á húsinu með breytingum á opnunartíma frá því sem verið hefur fyrir ýmsar veislur, fundi, kynningar og áhugatengd störf af ýmsum toga.
Bæjarráð samþykkir að framlengja ekki samninginn til lengri tíma. Stefna bæjarráðs er að félagsheimili Fjarðabyggðar verði ekki leigð til lengri tíma.
4.
Löggæslumálefni, framkvæmdavald og stjórnsýsla ríkisins í héraði
Málsnúmer 1408052
Lögreglustjórinn á Austurlandi ásamt yfirlögregluþjóni og rannsóknarlögreglufulltrúa sátu þennan lið fundarins.
Farið yfir ýmiss mál s.s. skipulag löggæslumála, samning vegna heimilisofbeldis og almannavarnamál.
5.
Fjarðabyggð til framtíðar - málefni tónskóla
Málsnúmer 1502002
Starfsmenn tónlistarskóla í Fjarðabyggð sátu þennan lið fundarins. Rætt um tækifæri til að auka samkennslu í tónskólum Fjarðabyggðar og rekstrarmál.
6.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1503049
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur Fjarðabyggðar janúar - mars 2015, yfirlit yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - apríl 2015.
7.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð greinargerð bæjarstjóra og fræðslustjóra um skipulag nýrrar Skólamiðstöðvar á Suðurfjörðum. Jafnframt framlagðar fundargerðir skólaráða Stöðvarfjarðarskóla og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar sem er sameiginlegur fundur með foreldraráði Leikskóla Kærabæjar.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um sameiginlega Skólamiðstöð Suðurfjarða til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þá er fræðslustjóra falið að skoða nánar með stjórnendum tónlistarskóla hvort hægt sé að auka samkennslu á næsta skólaári.
8.
Kaup á innheimtuþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana
Málsnúmer 1505105
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð tillaga fjármálastjóra um fyrirkomulag kaupa á innheimtuþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði verðfyrirspurn vegna kaupa á innheimtuþjónustu þar sem tekið verði mið af heildarkostnaði við innheimtu hvort sem er af hálfu Fjarðabyggðar eða greiðanda sem fellur til á mismunandi innheimtustigum innheimtunnar.
Markmið með verðfyrirspurn er að samræma allt innheimtuferli Fjarðabyggðar til að auka skilvirkni, bæta árangur og takmarka kostnað.
9.
Hæstaréttardómur vegna erlends láns Lánasjóðs sveitarfélaga.
Málsnúmer 1207007
Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar í máli Fjarðabyggðar gegn Lánasjóði sveitarfélaga vegna meints ólöglegs gengistryggðs láns. Hæstiréttur sýknaði Lánasjóðinn af kröfu sveitarfélagsins.
10.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Málsnúmer 1410164
Þennan lið dagskrár sátu verkefnastjóri atvinnumála og fjármálastjóri.
Verkefnastjóri atvinnumála lagði fram dagskrá málþings sem haldið verður 2. júní 2015 undir yfirskriftinni "Þjónustumiðstöð Norðurslóða - samfélag."
11.
Gott fordæmi
Málsnúmer 1505095
Kynnt skýrsla sem aðgengileg er á vef Sambands sveitarfélaga. Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur um nokkurt skeið verið starfandi vinnuhópur sem hafði það að markmiði að draga saman yfirlit um skilvirkt vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlana sveitarfélaga, ákvarðanatökuferlið sjálft og eftirlit með framkvæmd þess. Verkefnið hefur gengið undir vinnuheitinu "Best practice" eða "Gott fordæmi". Í starfi hópsins var bæði tekið mið af því vinnulagi sem góð reynsla var af hérlendis auk þess sem sótt var í reynslubanka sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum um sama efni.
12.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 70 frá 18. maí sl. lögð fram til kynningar.
13.
Fræðslunefnd - 16
Málsnúmer 1505008F
Fundargerð fræðslunefndar frá 20. maí sl. lögð fram til kynningar.