Fara í efni

Bæjarráð

430. fundur
1. júní 2015 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Málsnúmer 1410164
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála.
Farið yfir vinnu við gerð stefnu Fjarðabyggðar í atvinnumálum.
2.
Uppbyggingarsjóður 2015 - umsóknir
Málsnúmer 1504066
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála.
Kynning á úthlutun styrkja frá Uppbyggingarsjóði Austurlands en Fjarðabyggð fékk úthlutað tveimur styrkjum.
Um er að ræða styrk til verkefnisins "Stöðvarfjörður - nýtt upphaf minjagripir og listhandverk". Styrkurinn verður nýttur til að bæta við verkefni sem þegar eru í gangi vegna atvinnuþróunar á Stöðvarfirði og treysta grunn þeirra.
Þá fékkst styrkur til verkefnisins "Hvalstöðin á Svínaskálastekk".
Vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd.
3.
Fjármál 2015
Málsnúmer 1501010
Trúnaðarmál.
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra og endurskoðuð sjóðsstreymisáætlun sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda í hafnarsjóði.
4.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Trúnaðarmál.
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt framkvæmdastjóra hafna.
Hafnarstjórn fór yfir stöðu mála á fundi 26. maí sl. þar sem farið var yfir fjárhagsstöðu ársins og horfurnar framundan. Framkvæmdastjóra var falið að leggja vinnuskjal merkt trúnaðarmál vegna málsins fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir að vísa vinnu við fjárhagsáætlun til frekari umfjöllunar hafnarstjórnar. Fjármálastjóra falið að vinna minnisblað sem lagt verður fyrir hafnarstjórn.
5.
Mat á leigusamningum við Reiti II
Málsnúmer 1302116
Trúnaðarmál
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lögð fram hugmynd fjármálastjóra um lántöku vegna kaupa á Fjarðabyggðarhöllinni af Reitum.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra og felur honum ásamt bæjarstjóra að hefja viðræður á grundvelli tillögu.
6.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Rætt um framgang verkefna og framhald þeirra.
7.
Akstur á golfæfingar
Málsnúmer 1505140
Komin er fram ósk frá Golfklúbbi Norðfjarðar um að tvisvar í viku, á meðan á golfæfingum stendur hjá börnum og unglingum, keyri áætlunarbíll að golfskálanum og hleypi golfiðkendum út. Einungis er um að ræða ferð frá Norðfirði. Þessi aukakrókur mun seinka áætlun um 5 mínútur.
Bæjarráð vísar til framkvæmdasviðs hvort hægt sé að koma til móts við ósk klúbbsins með að áætlunarbíll stöðvi við afleggjara golfvallarvegs og Norðfjarðarvegs.
8.
Augnlæknaþjónusta í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1505060
Svar Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá 19.maí við bréfi Sigurborgar Einarsdóttur frá 7.maí, er varðar augnlæknaþjónustu í Fjarðabyggð.
Erindið fram lagt og kynnt en bæjarráð leggur áherslu á að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu lækna sé sinnt í Fjarðabyggð með fullnægjandi hætti.
9.
Nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum
Málsnúmer 1505137
Bréf starfshóps skólastjórnenda um nám á framhaldsstigi í tónlist frá 8.maí sl. er varðar athugasemdir vegna vinnu við breytingar á uppbyggingu tónlistarnáms.
Bæjarráð vísar erindi til fræðslunefndar til nánari skoðunar.
10.
Samningur Fjarðabyggðar, Tónlistarmiðstöðvar og SSA 2015
Málsnúmer 1505154
Drög að samningi og viðauka milli Fjarðabyggðar, Tónlistarmiðstöðvar og SSA lögð fram til kynningar. Vísað til menningar- og safnanefndar.
11.
20 ára afmæli Íslenska Stríðsárasafnsins
Málsnúmer 1505175
Framlögð drög að dagskrá sem forstöðumaður menningar- og safnamála hefur unnið.
Haldið verður uppá afmælið 28. júní nk. Vísað til menningar- og safnanefndar til yfirferðar.
12.
Lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði
Málsnúmer 1505169
Bréf Varasjóðs húsnæðismála frá 21.maí sl. er varðar lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.
Bæjarstjóra falið að skoða stöðu Varasjóðs húsnæðismála.
13.
Styrkumsókn vegna uppsetningar Hljóðkerfaleigunnar á Jólafrið 2015
Málsnúmer 1504056
Framlagt bréf frá Hljóðkerfaleigu Austurlands þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til uppsetningar á Jólafrið 2015, tónleikum sem haldnir verða í íþróttahúsinu í Neskaupstað 12. desember nk. Bæjarráð samþykkir að veita afnot af húsinu og að styrkja uppsetningu á Jólafrið 2015 sem nemur húsaleigu. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
14.
740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
Málsnúmer 1306026
Umræða um skipulagsvinnu á Kirkjubóli og notkun á landi.
Bæjarstjóri kynnir bréfasamskipti við ábúendur Kirkjubóls, Norðfirði, ásamt fundargerð frá fundi með þeim og lögmönnum aðila. Fram kemur að flest það sem ábúendur höfðu athugasemdir við snýr að atriðum sem tekið verður á í skipulagsferli því sem framundan er. Ákveðið að bíða með frekari meðferð málsins á grundvelli ábúðarlaga þar til skipulagsferill verður lengra kominn.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
15.
Almenningssamgöngur - samningar 2014
Málsnúmer 1304095
Tilkynning um afgreiðslu Samgöngunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á athugun á kostum og göllum þess að setja almenningssamgöngur á Austurlandi í byggðasamlag. Nefndin telur í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir um framkvæmd almenningssamgangna á Austurlandi að ekki sé tímabært að taka til umræðu annað rekstrarfyrirkomulag.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 151
Málsnúmer 1505011F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 151 frá 26.maí 2015, lögð fram til kynningar.
17.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 12
Málsnúmer 1505009F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 12 frá 27.maí 2015, lögð fram til kynningar.