Fara í efni

Bæjarráð

431. fundur
8. júní 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
735 Leirukrókur 18 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1505093
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar Elíassonar, f.h. Fjarðabyggðar dagsett 12. maí 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók 18 á Eskifirði undir byggingu móttökustöðvar fyrir sorp.
Nefndin samþykkti úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísaði endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
2.
740 Bakkabakki - umsókn um lóð utanum smáhýsi
Málsnúmer 1410010
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram bréf Brodda Þorsteinssonar, f.h. Mílu ehf. dagsett 5. september 2014, þar sem óskað er eftir lóð umhverfis hús fyrirtækisins sem stendur við tjaldstæðið á Bökkunum á Norðfirði.
Nefndin samþykkti úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísaði endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
3.
Átak til nauðsynlegra framkvæmda á ferðamannastöðum
Málsnúmer 1404089
Farið var yfir stöðu mála og útlagðan kostnað.
Rætt um framkvæmdir sumarsins og kostnað við þær auk þess sem farið var yfir hvaða framkvæmdir eru í forgangi á næstu misserum.
4.
Beiðni um viðveru í Valhöll
Málsnúmer 1506014
Þennan lið dagskrár sat markaðs- og upplýsingafulltrúi.
Framlögð beiðni handverkshóps um afnot af Valhöll vegna sölu á handverki.
Bæjarráð samþykkir að veita Handverkshópi Fjarðabyggðar afnot af Valhöll á Eskifirði þegar húsið er ekki í notkun og fagnar því að aðstaðan nýtist öllu handverksfólki í Fjarðabyggð.
Vísað til markaðs- og upplýsingafulltrúa til úrvinnslu.
5.
Breyttur opnunartími í íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar á laugardögum
Málsnúmer 1503147
Sú hugmynd hefur verið til skoðunar að færa laugardagsopnun íþróttamiðstöðvarinnar á Reyðarfirði fram um eina klukkustund. Sem sagt að opnun verði frá 09:00 til 13:00 en ekki frá 10:00 til 14:00 eins og verið hefur. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur rætt við starfsmenn og þau íþróttafélög sem hafa haft afnot af íþróttamiðstöðinni á laugardögum. Þessir aðilar hafa ekki sett sig upp á móti hugmyndinni. Þá var einnig framkvæmd skoðanakönnun á meðal notenda en niðurstöður hennar gefa til kynna að meirihluti notenda vill breyttan opnunartíma. Að lokum hefur verið litið á tölfræði úr skráningarkerfi íþróttamiðstöðvarinnar sem sýnir að stærstur hluti þeirra gesta sem mætir á laugardögum er að mæta fljótlega eftir opnun. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að laugardagsopnun verði færð fram frá og með 8. ágúst 2015. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt tillöguna samhljóða. Bæjarráð samþykkir breytinguna.
6.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Umræða um stöðu og framhald verkefnisins.
7.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Trúnaðarmál.
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hafna.
Lögð fram drög að minnisblaði sem fjármálastjóra og framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna var falið að vinna á bæjarráðsfundi þann 1. júní sl. til að leggja fyrir hafnarstjórn og bæjarráð.
Vísað til hafnarstjórnar.
8.
Markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1501148
Þennan lið dagskár sat markaðs- og kynningarfulltrúi.
Farið yfir stöðu og verkefni framundan í markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins.
9.
Málefni Upplýsingamiðstöðvar Austurlands
Málsnúmer 1411035
Þennan lið dagskár sat markaðs- og kynningarfulltrúi.
Málefni svæðisupplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum rædd en reknar eru tvær miðstöðvar sem eru að sinna sama hlutverki.
10.
Námsstyrkir - endurskoðun
Málsnúmer 1506059
Framlagðar endurskoðaðar reglur um námsstyrki til starfsmanna Fjarðabyggðar fyrir árið 2015. Reglurnar taka sérstakt tillit til starfsmanna sem leggja stund á diplómanám eða B.Ed. nám í leikskólafræðum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með þeirri breytingu að tímar til starfsmanna í námi í leikskólafræðum í staðlotum verði auknir umfram tillöguna. Jafnframt samþykkir bæjarráð að auknu fjármagni verði veitt af liðnum 21690, óráðstafað, sem nemur 1.000.000 kr. til námsstyrkja. Reglum vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Ofanflóðavarnir Eskifirði. Verkhönnun árfarvega
Málsnúmer 1403026
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagður fram samningur vegna undirbúnings og framkvæmda við ofanflóðavarnir á Eskifirði.
Nefndin samþykkti samninginn fyrir sitt leyti og vísaði honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samninginn.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir að fá fulltrúa Ofanflóðasjóðs og hönnuða á fund bæjarráðs til að fara yfir framkvæmdir við ofanflóðavarnir í árfarvegum á Eskifirði.
12.
Sóknaráætlun Austurlands 2015 - 2019 - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1506017
Í nýjum samningi um sóknaráætlun Austurlands 2015 - 2019 sem undirritaður var í febrúar 2015 milli atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, er kveðið á um gerð nýrrar sóknaráætlunar landshlutans fyrir sama tímabil. Þar kemur fram að sóknaráætlunin sé þróunaráætlun landshlutans og feli í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið til að ná fram þeirri framtíðarsýn.
Óskað er eftir umsögn/athugasemdum um meðfylgjandi drög fyrir 15. júní nk. Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara tillögur að sóknaráætlun og senda athugasemdir.
13.
Stofnun félags um franska daga á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1506042
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um fjármál Franskra daga á Fáskrúðsfirði og stofnun sérstaks félags sem heldur utanum rekstur hátiðarinnar og fjárhagsmálefni líkt og aðrar bæjarhátíðir.
Bæjarráð samþykkir niðurstöðu minnisblaðsins.
14.
Launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Málsnúmer 1503101
Framlagt bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna kjara hlutastarfandi sjúkraflutningamanna hjá Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samstarfi við lögmann og svara efni bréfa sem fyrir liggja.
Vegna óvissu um kostnað vegna sjúkraflutninga samþykkir bæjarráð að málinu verði jafnframt vísað til vinnu við gerð samnings um sjúkraflutninga.
15.
Vegna skerðingar sumarlauna í tengslum við verkfall FT
Málsnúmer 1506024
Framlagt bréf frá skólastjórum tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem lagt er til að laun tónlistarkennara vegna verkfalls verði ekki skert og þeim boðið að vinna skerðingu af sér.
Bæjarráð frestar málinu. Bæjarritara falið að afla gagna.
16.
Yfirborðsmerkingar gatna í Fjarðabyggð 2015
Málsnúmer 1505046
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lögð fram tilboð sem bárust í yfirborðsmerkingar gatna í Fjarðabyggð ásamt útboðsgögnum. Alls bárust 4 tilboð en eitt þeirra er ekki gilt vegna formgalla.
Nefndin lagði til að lægsta gilda tilboði verði tekið og vísaði erindi til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði.
17.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015
Málsnúmer 1503121
Framlögð fundargerð frá viðtalstíma á Norðfirði.
Málefnum vísað til starfsmanna, sviða og nefnda eftir því sem við á.
18.
Verkefnastjóri í atvinnumálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1310127
Farið yfir verkefni vegna atvinnu- og þróunarmála í Fjarðabyggð og vinnu verkefnastjóra.
Bæjarráð samþykkir að framlengja ráðningarsamning verkefnastjóra um fjóra mánuði í ljósi þess að unnið er að endurskoðun skipurits Fjarðabyggðar. Mun þá starfið verða auglýst í ljósi niðurstöðu endurskoðunarinnar.
Jafnframt er erindi vísað til hafnarstjórnar.
19.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Málsnúmer 1502053
Framlögð til kynningar fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
20.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefnd nr. 53 frá 2. júní sl. lögð fram til kynningar.
21.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 119
Málsnúmer 1505016F
Fundargerð eigna-, skiupulags- og umhverfisnefndar frá 1. júní sl. lögð fram til kynningar.
22.
Menningar- og safnanefnd - 15
Málsnúmer 1506001F
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 3. júní sl. lögð fram til kynningar.