Fara í efni

Bæjarráð

432. fundur
12. júní 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1503049
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - apríl 2015 ásamt yfirliti yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - maí 2015.
2.
Fjármál 2015
Málsnúmer 1501010
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Farið yfir fjármál sveitarfélagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir stöðu leiguhúsnæðis sem Fjarðabyggð á og rekur og gera markaðslega- og fjárhagslega úttekt.
3.
Fjármögnunarleigusamningar við Reiti II
Málsnúmer 1302116
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Lagt fram sem Trúnaðarmál. Framlagt bréf til Reita um kaup Fjarðabyggðarhallarinnar ásamt svarbréfi forstjóra Reita, einnig framlagt minnisblað fjármálastjóra um hagkvæmni kaupa Fjarðabyggðahallarinnar, lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga og Íslandsbanka auk breytinga á þremur öðrum lánasamningum við Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir að Eignasjóður Fjarðabyggðar leysi til sín Fjarðabyggðarhöllina af Reitum 2 með vísan til ákvæða fjármögnunarleigusamnings. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi fjármögnunarsamninga við Lánasjóð Sveitarfélaga og Íslandsbanka vegna kaupanna auk þess sem samþykktir eru viðaukar við þrjá fyrri lánasamninga við Íslandsbanka. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 3
Málsnúmer 1506026
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 vegna kaupa á Fjarðabyggðahöllinni af Reitum II ehf. og fjármögnun kaupanna með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga og Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Farið yfir stöðu og framhald verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða útfærslur á samrekstri hafna, áhaldahúsa og annarra stofnana með einni sameiginlegri þjónustumiðstöð. Þá verði jafnframt skoðaðir kostir og gallar þess að útvista starfsemi skíðasvæðis.
6.
Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ - 23.september
Málsnúmer 1506074
Framlagt aðalfundarboð fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands sem verður haldinn miðvikudaginn 23. september nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
7.
Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1505092
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlögð tilboð í endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar árin 2015 - 2019 samkvæmt verðfyrirspurn, ásamt verðfyrirspurnargögnum og samantekt fjármálastjóra um tilboðin.
Tvö tilboð bárust frá Deloitte og KPMG endurskoðun. Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við KPMG endurskoðun um endurskoðunarþjónustu árin 2015 til 2019. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2015
Málsnúmer 1506090
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Umsókn til Ofanflóðasjóðs um lán úr sjóðnum vegna kostnaðarhluta Fjarðabyggðar við ofanflóðavarnir á árinu 2014.
Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
9.
Beiðni um niðurlagningu varasjóðs Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar,Fjarðabyggð
Málsnúmer 1506054
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagt bréf Sýslumanns Austurland um varasjóð Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar. Lagt er til að sjóðurinn verði lagður niður og fjármunum hans varið til að styrkja góðgerðarmálefni.
Bæjarráð samþykkir, fyrir sitt leyti, að varasjóður Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar verði lagður niður.
10.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1503195
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Áframhald umræðu frá síðasta fundi hafnarstjórnar þann 26. maí 2015 vegna grjótvarna í Fjarðabyggð. Fyrir fundinum lá vinnuskjal um grjótvarnir í Fjarðabyggð og forgangsröðun þeirra, sem gerir ráð fyrir áætluðum kostnaði upp á um 25,5 millj.kr. á árinu 2015. Hafnarstjórn samþykkti vinnuskjalið og vísaði því til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir vinnuskjal hafnarstjórnar um framkvæmdir við grjótvarnir í Fjarðabyggð að því gefnu að Vegagerðin komi að framkvæmdum þar sem það á við. Bæjarráð ítrekar að Vegagerðin eigi að koma að framkvæmdum sem tengjast grjótvörnum þar sem verið er að verja vegi sem eru í umsjón hennar.
11.
Norðfjarðarflugvöllur viðhald og uppbygging
Málsnúmer 1203023
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlögð drög að bréfum bæjarstjóra til ráðherra innanríkismála og samgöngunefndar þar sem ályktað er um Norðfjarðarflugvöll.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur barist fyrir því um árabil að gerðar verði endubætur á flugvellinum á Norðfirði þannig að hann geti þjónað hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur fyrir Fjórðungssjúkrahússið í Neskaupstað og alla íbúa Austurlands. Ástand vallarins er slíkt nú, að endurbætur þola enga bið. Því er skorað á samgöngunefnd Alþingis og innanríkisráðherra, að ráðist verði í úrbætur þegar í stað. Sveitarfélagið er tilbúið að leita liðsinnis fyrirtækja í samfélaginu til fjármögnunar verkefnisins í samstarfi við ríkisvaldið.
12.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2015
Málsnúmer 1501079
Lagt fram minnisblað frá eigna- og framkvæmdafulltrúa, dagsett 5. júní 2015, varðandi viðbót við sölulista fasteigna.
Nefndin samþykkir að bæta íbúð að Starmýri 17 á sölulista fasteigna.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að bæta íbúðinni við listann en vísar staðfestingu til bæjarstjórnar.
13.
Vegna skerðingar sumarlauna í tengslum við verkfall FT
Málsnúmer 1506024
Frá síðasta fundi bæjarráðs. Fyrir liggur bréf frá skólastjórum tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem lagt er til að laun tónlistarkennara vegna verkfalls verði ekki skert og þeim boðið að vinna skerðingu af sér. Jafnframt upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framkvæmd skerðingar ásamt upplýsingum um framkvæmd sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkir að fylgt verði leiðbeiningum um framkvæmd skerðingar launa vegna verkfallsins.
14.
Umsókn um stöðuleyfi - Strandgata 8; 740
Málsnúmer 1411156
Lagt fram svarbréf bæjarstjóra við erindi um stöðuleyfi fyrir smábát en honum var falið á síðasta fundi að fara yfir málið.
Bæjarráð samþykkir efni bréfsins.
15.
Hluthafafundur Sparisjóðs Austurlands hf 15.júní 2015
Málsnúmer 1506055
Framlagt fundarboð hluthafafundar í Sparisjóði Austurlands 15. júní nk. kl 17:00 þar sem tillaga er gerð um breytingu á 4. gr. samþykkta sjóðsins um upphæð hlutafjár.
Bæjarráð felur Páli Björgvin Guðmundssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á hluthafafundinum.
16.
Menningarhátíðin Pólar 2015
Málsnúmer 1506027
Framlagður tölvupóstur frá Viktori Pétri Hannessyni forsvarsmanni Póla 2015, en hátíðin verður haldin í annað sinn á Stöðvarfirði í sumar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og fagnar framtakinu. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að fara yfir óskir forsvarsmanns hátíðarinnar.
17.
Aðalfundur SSA 2015
Málsnúmer 1503140
Framlögð samþykkt stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um að aðalfundur sambandsins verði 2. og 3.október 2015. Fundurinn verður haldinn á Djúpavogi.
Vísað til forstöðumanns stjórnsýslu til undirbúnings.
18.
Hvatning um gróðursetningu í tilefni afmælis Vigdísar Finnbogadóttur
Málsnúmer 1506079
Framlagt bréf með samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fyrirhugaða gróðursetningu skógræktarfélaganna og sveitarfélaganna, laugardaginn 27. júní nk., í tilefni þess að 35 ár eru frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.
Bæjarráð fagnar framtakinu og vísar því til umhverfisstjóra.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 120
Málsnúmer 1506005F
Fram lögð til kynningar fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. júní sl.
20.
Hafnarstjórn - 152
Málsnúmer 1506004F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. júní sl. lögð fram til kynningar.
21.
Fræðslunefnd - 17
Málsnúmer 1506003F
Fundargerð fræðslunefndar frá 9. júní s.l. lögð fram til kynningar.