Fara í efni

Bæjarráð

433. fundur
29. júní 2015 kl. 09:30 - 00:00
Sólbrekku í Mjóafirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Ársreikningar 2014 - Hulduhlíð
Málsnúmer 1506098
Ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2014 lagður fram.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að skoða málefni hjúkrunarheimilanna og leggja fyrir bæjarráð í haust.
2.
Ársreikningar 2014 - Uppsalir
Málsnúmer 1506104
Ársreikningur Uppsala fyrir árið 2014 lagður fram.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að skoða málefni hjúkrunarheimilanna og leggja fyrir bæjarráð í haust.
3.
Bæjarstjórnarfundir - skipulag
Málsnúmer 1506137
Framlagt til kynningar minnisblað um skipulag og framkvæmd bæjarstjórnarfunda sem haldnir yrðu víðsvegar um Fjarðabyggð.
Bæjarráð mun skoða málið áfram og taka fyrir á fundi síðar í sumar.
4.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
Málsnúmer 1501235
Fundargerð stjórnarfundar frá 5.júní 2015 lögð fram til kynningar.
5.
Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
Málsnúmer 1411143
Framlögð tillaga um gerð frumkostnaðaráætlun ljósleiðarakerfis í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að vinna málið áfram.
6.
Rarik óskar eftir umsögn um lóð fyrir spennistöð við Naustahvamm
Málsnúmer 1506131
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lagður fram tölvupóstur Finns Freys Magnússonar f.h. Rarik, dagsettur 12. júlí 2015, þar sem óskað er eftir lóð fyrir nýja spennistöð við Naustahvamm 60 á Norðfirði. Samþykki lóðarhafa Naustahvamms 60 liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð.
7.
Samband íslenskra sveitarfélaga 70 ára 1945 - 2015
Málsnúmer 1506101
Hjálögð stutt samantekt um aðdraganda og stofnun sambandsins til upplýsingar og fróðleiks. Þessa dagana eru liðin rétt 70 ár síðan Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað á þingi 54 fulltrúa 38 sveitarfélaga, sem haldið var 11. til 13. júní 1945. Í því tilefni eru sveitarstjórnarmönnnum og starfsmönnum sveitarfélaga sendar árnaðaróskir á þessum tímamótum.
8.
Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál
Málsnúmer 1506110
Framlagður samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál en tilgangur samningsins er að beina styrkveitingum ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi til mennignarstarfs í farveg til aða efla slíkt starf á Austurlandi og gera það sem sýnilegast. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
9.
Aðalfundur Norðurslóða - Viðskiptaráð 9. júní
Málsnúmer 1506021
Stjórn Norðurslóða - viðskiptaráðsins hefur ákveðið að bjóða Fjarðabyggð að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn ráðsins. Bæjarráð samþykkir að Ásta Kristín Sigurjónsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stjórn ráðsins.
10.
Afsögn úr sveitarstjórn vegna brottflutnings
Málsnúmer 1506168
Lögð fram og samþykkt afsögn Eiðs Ragnarssonar úr bæjarstjórn vegan brottflutnings úr sveitarfélaginu. Eiður þakkar samstarf á liðnum árum.
Bæjarráð þakkar Eiði samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
11.
Fjarðabyggð til framtíðar
Málsnúmer 1411075
Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi nýlega að kanna kosti og galla útvistunar á starfsemi skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkir að unnið verið að málinu áfram og það tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
12.
Norðfjarðarflugvöllur viðhald og uppbygging
Málsnúmer 1203023
Bæjarráð samþykkir að veita allt að 1 milljón á móti framlagi frá Isavia, af liðnum óráðstafað, til undirbúnings gerðar kostnaðaráætlunar og vinnslu gagna, í tengslum við framkvæmdir á flugvellinum.
13.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406123
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir tekur sæti bæjarfulltrúa í stað Eiðs Ragnarssonar. Ásmundur Páll Hjaltason tekur sæti í félagsmálanefnd í stað Jón Björns Hákonarsonar og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir verður formaður félagsmálanefndar í stað Jóns Björns.
Jón Björn verður formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Pálína Margeirsdóttir tekur sæti í hafnarstjórn og verður varaformaður stjórnar.
14.
Nefndaskipan Fjarðalista 2014 - 2018
Málsnúmer 1406125
Almar Blær Sigurjónsson tekur sæti varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Óskars Ágústs Þorsteinssonar.
15.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 54 frá 15. júní 2015, lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
16.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar, nr.71 frá 15.júní 2015, lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 121
Málsnúmer 1506011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 58 frá 21.maí 2014, lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.