Bæjarráð
433. fundur
29. júní 2015 kl. 09:30 - 00:00
Sólbrekku í Mjóafirði
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Ársreikningar 2014 - Hulduhlíð
Ársreikningur Hulduhlíðar fyrir árið 2014 lagður fram.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að skoða málefni hjúkrunarheimilanna og leggja fyrir bæjarráð í haust.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að skoða málefni hjúkrunarheimilanna og leggja fyrir bæjarráð í haust.
2.
Ársreikningar 2014 - Uppsalir
Ársreikningur Uppsala fyrir árið 2014 lagður fram.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að skoða málefni hjúkrunarheimilanna og leggja fyrir bæjarráð í haust.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að skoða málefni hjúkrunarheimilanna og leggja fyrir bæjarráð í haust.
3.
Bæjarstjórnarfundir - skipulag
Framlagt til kynningar minnisblað um skipulag og framkvæmd bæjarstjórnarfunda sem haldnir yrðu víðsvegar um Fjarðabyggð.
Bæjarráð mun skoða málið áfram og taka fyrir á fundi síðar í sumar.
Bæjarráð mun skoða málið áfram og taka fyrir á fundi síðar í sumar.
4.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2015
Fundargerð stjórnarfundar frá 5.júní 2015 lögð fram til kynningar.
5.
Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
Framlögð tillaga um gerð frumkostnaðaráætlun ljósleiðarakerfis í Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að vinna málið áfram.
6.
Rarik óskar eftir umsögn um lóð fyrir spennistöð við Naustahvamm
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lagður fram tölvupóstur Finns Freys Magnússonar f.h. Rarik, dagsettur 12. júlí 2015, þar sem óskað er eftir lóð fyrir nýja spennistöð við Naustahvamm 60 á Norðfirði. Samþykki lóðarhafa Naustahvamms 60 liggur fyrir.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð.
7.
Samband íslenskra sveitarfélaga 70 ára 1945 - 2015
Hjálögð stutt samantekt um aðdraganda og stofnun sambandsins til upplýsingar og fróðleiks. Þessa dagana eru liðin rétt 70 ár síðan Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað á þingi 54 fulltrúa 38 sveitarfélaga, sem haldið var 11. til 13. júní 1945. Í því tilefni eru sveitarstjórnarmönnnum og starfsmönnum sveitarfélaga sendar árnaðaróskir á þessum tímamótum.
8.
Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál
Framlagður samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál en tilgangur samningsins er að beina styrkveitingum ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi til mennignarstarfs í farveg til aða efla slíkt starf á Austurlandi og gera það sem sýnilegast. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
9.
Aðalfundur Norðurslóða - Viðskiptaráð 9. júní
Stjórn Norðurslóða - viðskiptaráðsins hefur ákveðið að bjóða Fjarðabyggð að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn ráðsins. Bæjarráð samþykkir að Ásta Kristín Sigurjónsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stjórn ráðsins.
10.
Afsögn úr sveitarstjórn vegna brottflutnings
Lögð fram og samþykkt afsögn Eiðs Ragnarssonar úr bæjarstjórn vegan brottflutnings úr sveitarfélaginu. Eiður þakkar samstarf á liðnum árum.
Bæjarráð þakkar Eiði samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Bæjarráð þakkar Eiði samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
11.
Fjarðabyggð til framtíðar
Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi nýlega að kanna kosti og galla útvistunar á starfsemi skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð samþykkir að unnið verið að málinu áfram og það tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
12.
Norðfjarðarflugvöllur viðhald og uppbygging
Bæjarráð samþykkir að veita allt að 1 milljón á móti framlagi frá Isavia, af liðnum óráðstafað, til undirbúnings gerðar kostnaðaráætlunar og vinnslu gagna, í tengslum við framkvæmdir á flugvellinum.
13.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2014 - 2018
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir tekur sæti bæjarfulltrúa í stað Eiðs Ragnarssonar. Ásmundur Páll Hjaltason tekur sæti í félagsmálanefnd í stað Jón Björns Hákonarsonar og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir verður formaður félagsmálanefndar í stað Jóns Björns.
Jón Björn verður formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Pálína Margeirsdóttir tekur sæti í hafnarstjórn og verður varaformaður stjórnar.
Jón Björn verður formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Pálína Margeirsdóttir tekur sæti í hafnarstjórn og verður varaformaður stjórnar.
14.
Nefndaskipan Fjarðalista 2014 - 2018
Almar Blær Sigurjónsson tekur sæti varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Óskars Ágústs Þorsteinssonar.
15.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 54 frá 15. júní 2015, lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
16.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Fundargerð félagsmálanefndar, nr.71 frá 15.júní 2015, lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 121
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 58 frá 21.maí 2014, lögð fram og samþykkt í umboði bæjarstjórnar.