Bæjarráð
436. fundur
20. júlí 2015 kl. 09:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - maí 2015 ásamt yfirliti yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - júní 2015.
2.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar 2015
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 7. júlí 2015, varðandi hækkun sölugjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar verði samþykkt. Hækkunin nemur 1,7 %
Bæjarráð staðfestir tillögu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar um hækkun gjaldskrár.
Bæjarráð staðfestir tillögu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar um hækkun gjaldskrár.
3.
Íslandshátíð í Gravelines 2015
Framlag boð frá Gravelines á íslandshátíð 25. til 27. september nk.
Vísað til forseta bæjarstjórnar að tilnefna fulltrúa fyrir næsta fund bæjarráðs.
Vísað til forseta bæjarstjórnar að tilnefna fulltrúa fyrir næsta fund bæjarráðs.
4.
Leigusamningur vegna urðunar í landi Þernunes - viðauki
Fram lagður viðauki við leigusamning um leigu á landi til urðunar á úrgangi, landnr. 221074. Rekstraraðili búsins, Steinn Björnsson, hefur óskað eftir að greiðslur fari framvegis á rekstrarfélagið Þerna ehf. sem er í eigu hans.
Viðaukinn fram lagður og samþykktur. Bæjarstjóra falin undirritun hans.
Viðaukinn fram lagður og samþykktur. Bæjarstjóra falin undirritun hans.
5.
735 Leirukrókur 11 - umsókn um lóð
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar f,h. Eskju hf, dagsett 23. júní 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók 11 á Eskifirði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirukróki 11 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar Leirukróks 11 til Eskju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirukróki 11 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar Leirukróks 11 til Eskju.
6.
735 Leirukrókur 9 - umsókn um lóð
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar f.h. Eskju hf, dagsett 23. júní 2015, þar sem sótt er um lóðina Leirukrók 9 á Eskifirði til að byggja upp frekari starfsemi tengda fyrirtækinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirukróki 9 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar Leirukróks 9 til Eskju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirukróki 9 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar Leirukróks 9 til Eskju.
7.
755 Bólsvör 6 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Lögð fram lóðarumsókn Steinþórs Péturssonar f.h. Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 9. júlí 2015, þar sem sótt er um lóðina Bólsvör 6 á Stöðvarfirði til að byggja geymslu og salernisaðstöðu. Fyrirhugaða notkun er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Hafnarsjóði lóðinni að Bólsvör 6 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar Bólsvarar 6 til Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta Hafnarsjóði lóðinni að Bólsvör 6 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar Bólsvarar 6 til Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
8.
Lóðamörk við Strandgötu 95 og Strandgötu 97; 735
Fram lagt bréf Egils Helga Árnasonar, f.h. eigenda, vegna lóðamarka Strandgötu 95 og 97 á Eskifirði. Óskað er eftir stækkun lóðarinnar Strandgötu 95 til austurs að lóð 97.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar samhliða gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar samhliða gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
9.
KFF - stúka og vallarframkvæmdir
Framlagður tölvupóstur frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir fundi með bæjarráði vegna byggingar nýrrar stúku við knattspyrnuvöllinn á Eskifirði.
Fulltrúar bæjarráðs ásamt bæjarritara og æskulýðs- og íþróttafulltrúa funduðu í gær með fulltrúum vallarnefndar og Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar á Eskifirði.
Bæjarráð mun skoða málin áfram í samstarfi við hlutaðeigandi aðila.
Fulltrúar bæjarráðs ásamt bæjarritara og æskulýðs- og íþróttafulltrúa funduðu í gær með fulltrúum vallarnefndar og Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar á Eskifirði.
Bæjarráð mun skoða málin áfram í samstarfi við hlutaðeigandi aðila.
10.
Ársfundur Austurbrúar ses. 2015 - 19.maí
Framlagður til kynningar ársreikningur og árskýrsla Austurbrúar fyrir árið 2014.
11.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurfirðinga frá 28. maí og 8.júlí lagðar fram til kynningar.
12.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2015
Fjórar fundargerðir samgöngunefndar SSA, frá 19.desember 2014, 17.febrúar, 14. apríl og 26. maí 2015, lagðar fram til kynningar.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 122
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. júlí 2015 lögð fram til staðfestingar.
Bæjaráð staðfestir fundargerðina samhljóða.
Bæjaráð staðfestir fundargerðina samhljóða.