Fara í efni

Bæjarráð

438. fundur
10. ágúst 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1506139
Framlögð tillaga að reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun áranna 2017 - 2019.
Bæjarstjóri fór yfir breytingar sem gerðar voru á reglunum frá síðasta ári.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og visar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015
Málsnúmer 1408022
Farið yfir undirbúning sérstaks bæjarstjórnarfundar í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.
Fundurinn verður haldinn 13. ágúst nk.
Fundinn sitja kvenkyns bæjarfulltrúar. Embættismenn fundarins verða bæjarstjóri og bæjarritari.
Bæjarráð vísar eftirfarandi málum sérstaklega til umræðu á fundi 13. ágúst sl.
1) Staða kvenna í sveitastjórnarmálum á landsvísu.
2) Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar- staða og framtíðarsýn.
3) Almennar umræður.
Jafnframt verða fundargerðir teknar til kynningar.
3.
Málefni Eskifjarðarvallar
Málsnúmer 1409085
Framlögð gögn vegna Eskifjarðarvallar frá Knattspyrnufélagi Fjarðabyggðar. Óskað var eftir fundi með bæjarráði vegna knattspyrnuvallarins á Eskifirði.
Haldinn var fundur með vallarnefnd KFF sunnudaginn 19. júlí sl. í vallarhúsinu á Eskifjarðarvelli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt framkvæmdasviði að gera gróft kostnaðarmat um uppbyggingu vallar á Eskifirði og leggja fyrir bæjarráð.
4.
Mat á umhverfisáhrifum. Reglugerð. C-flokkur
Málsnúmer 1508002
Birt hefur verið ný reglugerð um mat á umhverfisáhrifum, nr. 660/2015, sem hefur að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C, en ákvæði lagabreytingar um flokk C tóku gildi í júní. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa.
5.
Breyting á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1508001
Framlagðar til kynningar breytingar á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambandsins vegna framkvæmda við kirkjugarða.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og mannvirkjastjóra til kynningar.
6.
Þjóðarsáttmáli um læsi barna í grunnskólum
Málsnúmer 1507135
Framlögð gögn um þjóðarsáttmála um læsi barna í grunnskólum.
Vísað til umræðu í fræðslunefnd og erindið tekið aftur fyrir í bæjarráði 24.ágúst, daginn fyrir undirskrift.
7.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Málsnúmer 1502053
Framlögð 829. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. júli sl.
Bæjarstjóra falið að koma athugasemdum á framfæri við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.