Bæjarráð
439. fundur
17. ágúst 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - júní 2015 ásamt yfirliti yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - júlí 2015.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Ræddar tekju- og gjaldaforsendur fjárhagsáætlunar 2016.
Vísað til áframhaldandi umræðu bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar.
Vísað til áframhaldandi umræðu bæjarráðs og fjárhagsáætlunargerðar.
3.
Starfsmat - endurskoðun 2014
Framlagt minnisblað stjórnsýslu- og þjónustusviðs um niðurstöður á endurskoðun starfsmats. Um er að ræða þverkeyrslu á starfsmati allra sveitarfélaga á Íslandi og samræmingu sem hluti af kjarasamningum frá 1. maí 2014.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðun starfsmats og felur fjármálastjóra að gera viðauka vegna niðurstaðna starfsmats og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Aukinn kostnaður vegna starfsmats nemur í heildina 72,9 milljónum kr. vegna áranna 2014 og 2015.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðun starfsmats og felur fjármálastjóra að gera viðauka vegna niðurstaðna starfsmats og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Aukinn kostnaður vegna starfsmats nemur í heildina 72,9 milljónum kr. vegna áranna 2014 og 2015.
4.
Björgunarbátur á Fáskrúðsfirði
Óskar Þór Guðmundsson fulltrúi björgunarsveitarinnar Geisla sat þennan lið fundarins.
Kynnt voru fyrirhuguð bátakaup sveitarinnar. Bæjarstjóra falið að skoða málið áfram.
Kynnt voru fyrirhuguð bátakaup sveitarinnar. Bæjarstjóra falið að skoða málið áfram.
5.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Umræður um fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar og framgang hennar. Bæjarráð vísar drögum að fjölskyldustefnunni til félagsmálanefndar, barnaverndarnefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar til umfjöllunar. Drög að fjölskyldustefnu verður tekin upp að nýju í bæjarráði að lokinni umfjöllun nefndanna.
6.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála. Farið yfir stöðu í atvinnumálum í Fjarðabyggð og stefnu sveitarfélagsins. Framsetning atvinnumála á heimasíðu Fjarðabyggðar rædd.
7.
Fréttabréf Veraldarvina tileinkað Fjarðabyggð
Fréttabréf Veraldarvina tileinkað Fjarðabyggð lagt fram til kynningar.