Fara í efni

Bæjarráð

441. fundur
31. ágúst 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Lagning háspennustrengs um Norðfjarðargöng.
Málsnúmer 1505123
Lagt fram bréf Landsnets frá 25.ágúst er varðar háspennustreng um Norðfjarðargöng. Bæjarráð ítrekar nauðsyn þess að lagður verði háspennustrengur um Norðfjarðargöng eins og gert er ráð fyrir. Bæjarstjóra falið að funda með Landsneti á næstunni.
2.
Samgöngunefnd SSA - Fundargerðir 2015
Málsnúmer 1507089
Fundargerð 5.fundar samgöngunefndar SSA, lögð fram til kynningar.
3.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2015
Málsnúmer 1506090
Ofanflóðasjóður hefur samþykkt lánveitingu í samræmi við umsókn Fjarðabyggðar að upphæð 40,8 milljónir króna vegna ofanflóðaframkvæmda á árinu 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Kaup á endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1505092
Á fundi bæjarstjórnar 18.júní sl. var samþykkt með 9 atkvæðum að gengið verði til samninga við KPMG endurskoðun um endurskoðunarþjónustu Fjarðabyggðar og stofnana árin 2015 til 2019. Lagður fram til kynningar samningur vegna endurskoðunarþjónustu er óskast staðfestur af bæjarráði. Bæjarstjóra falin undirritun samnings.
5.
Fundargerðir stjórnar SSA 2015
Málsnúmer 1501271
Fundargerð 13.stjórnarfundar SSA lögð fram til kynningar.
6.
Aðalfundur SSA 2015
Málsnúmer 1503140
Lagðar fram ályktanir aðalfundar SSA sem haldinn verður í haust. Bæjarráð mun fara yfir ályktanir sem fyrir liggja og meta hvort ástæða sé til að leggja fram fleiri ályktanir f.h. sveitarfélagsins.
7.
Ofanflóðavarnir Eskifirði. Verkhönnun árfarvega
Málsnúmer 1403026
Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði og Hugrún Hjálmarsdóttir frá Eflu verkfræðistofu sátu þennan lið fundarins og fóru yfir framkvæmdir við ofanflóðavarnir í árfarvegum á Eskifirði.
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1506139
Þennan lið fundarins sat fjármálastjóri. Áframhald vinnu við fjárhagsáætlun 2016. Lagðir fram, með fyrirvörum, fjárhagsrammar vegna fjárhagsáætlunar 2016. Bæjarstjóra falið að úthluta fjárhagsrömmum til fastanefnda með skýringum.
9.
Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 4
Málsnúmer 1508095
Framlagður viðauki 4 við Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 vegna nýs starfsmats í samræmi við kjarasamninga frá 1. maí 2014 og vegna úthlutunar í símenntunarpotti 2015. Bæjarráð samþykkkir viðauka 4 og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Málefni flóttamanna
Málsnúmer 1508097
Með tilliti til umræðu síðustu daga um hugsanlega móttöku Íslands á flóttamönnum, óskar bæjarráð eftir við félagsmálanefnd að tekin verði umræða í nefndinni og framkvæmd greining á vegum hennar á innviðum samfélagsins vegna móttöku flóttamanna.
11.
Efling millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll
Málsnúmer 1402008
Þennan lið fundarins sátu Jóna Árný Þórðardóttir frá Austurbrú auk markaðs- og upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra í atvinnumálum. Rætt um markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar í tengslum við millilandaflug 2016.
12.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406124
Magni Þór Harðarson tekur sæti í fræðslunefnd í stað Þórdísar Mjallar Benediktsdóttur en Þórdís hefur tekið við stöðu aðstoðarleikskólastjóra í Neskaupstað.
13.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 125
Málsnúmer 1508013F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 125, lögð fram til kynningar.
14.
Hafnarstjórn - 154
Málsnúmer 1508010F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 154, lögð fram til kynningar.
15.
Menningar- og safnanefnd - 16
Málsnúmer 1508011F
Fundargerð menningar- og safnanefndar nr. 16 lögð fram til kynningar.
16.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 13
Málsnúmer 1508012F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 13 lögð fram til kynningar.