Fara í efni

Bæjarráð

444. fundur
28. september 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Varamaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar
Dagskrá
1.
Áfangastaðurinn Austurland - kynning
Málsnúmer 1503052
Lagðar fram upplýsingar um málstofu hönnun áfangastaðar. Málstofa og vinnustofa í Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 10.00 - 16.00 3. október 2015.
Fulltrúar Fjarðabyggðar taka þátt í málstofunni. Lagt fram til kynningar.
2.
Ályktun frá stjórn Skólastjórafélags Austurlands
Málsnúmer 1509156
Fram lögð til kynningar ályktun Skólastjórafélags Austurlands vegna þess að kjarasamningar skólastjórnenda hafa verið lausir síðan 1. júní s.l.
3.
Beiðni um styrk fyrir endurhæfingahópa á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
Málsnúmer 1402088
Beiðni um að einstaklingar í lífsstílshópi, á endurhæfingardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, fái ókeypis aðgang í sundlaugina í Neskaupstað á meðan á meðferð stendur.
Bæjarráð samþykkir að einstaklingar í endurhæfingu hjá Fjórðungssjúkrahúsinu fá endurgjaldslaus afnot af sundlauginni meðan á meðferð stendur. Styrkveiting nemur 10 árskortum. Kostnaði mætt af liðnum óráðstafað 21-69.
4.
Launakjör hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Málsnúmer 1503101
Framlögð til kynningar stefna Garðars Steins Ólafssonar fyrir hönd Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hlutastarfandi sjúkraflutningamanna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram með Jóni Jónssyni lögmanni.
5.
Skíðasvæðið í Oddsskarði - útvistun rekstrar
Málsnúmer 1507029
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir viðræður við umsækjenda um rekstur skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði.
Bæjarráð samþykkir að rekstri skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði verði útvistað gangi eftir forsendur fyrir hagræðingu og stefna um aukinn árangur í rekstri hennar með samningi við tilboðsgjafa. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
6.
Viðhaldsþörf íbúða Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1509109
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram minnisblað frá eigna- og framkvæmdafulltrúa, dagsett 16. september 2015, varðandi viðhaldsþörf íbúða í eigu Fjarðabyggðar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar beiðni um hækkun viðhaldspotts úr 12,5 miljónum kr. í 25 milljónir kr. á árinu 2015 til bæjarráðs og hækkun á næstu árum til fjárhagsáætlunargerðar.
Bæjarráð samþykkir að viðhaldspottur félagslegs húsnæðis verði hækkaður í 25 milljónir kr.
Fjármálastjóra falið að gera viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Viðhaldsþörf íbúða i félagslegu húsnæði vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2016.
7.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2016 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1509024
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri og mannvirkjastjóri ásamt formanni eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Farið yfir með mannvirkjastjóra og formanni nefndar áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni og gjaldskrár fyrir árið 2016.
8.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2016 - barnavernd
Málsnúmer 1509027
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt félagsmálastjóra og formanni barnaverndarnefndar.
Farið yfir með félagsmálastjóra og formanni áherslur í fjárhagsáætlunargerðinni fyrir árið 2016.
9.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2016 - félagsmálanefnd
Málsnúmer 1509026
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt félagsmálastjóra og formanni félagsmálanefndar.
Farið yfir með félagsmálastjóra og formanni áherslur í fjárhagsáætlunargerð og gjaldskrár fyrir árið 2016.
10.
101.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026
Málsnúmer 1509155
Fram lögð til kynningar tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015 til 2026.
Stjórnvöld á árunum 2015 - 2026 vinna að skipulagsmálum í samræmi við landsskipulagsstefnu sem felur í sér:
1. Stefnu um skipulag á miðhálendi Íslands.
2. Stefnu um skipulag í dreifbýli.
3. Stefnu um búsetumynstur og dreifingu byggðar.
4. Stefnu um skipulag á haf- og strandsvæðum.
Í landsskipulagsstefnu er eftirfarandi lagt til grundvallar auk markmiða skipulagslaga:
1. Að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun.
2. Að skipulag byggðar og landnotkunar sé sveigjanlegt og stuðli að seiglu gagnvart
samfélags- og umhverfisbreytingum.
3. Að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að lífsgæðum fólks.
4. Að skipulag byggðar og landnotkunar styðji samkeppnishæfni landsins alls og einstakra
landshluta.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
140.mál til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.)
Málsnúmer 1509169
Framlagt til kynningar frumvarp til laga
um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013,
með síðari breytingum (varúðarregla, almannaréttur,
sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.).
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
133.mál til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Málsnúmer 1509166
Lagt fram frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
13.
3.mál til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.)
Málsnúmer 1509141
Fram lagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007
(hækkun lífeyris í 300 þús. kr.).
Vísað til félagsmálanefndar.
14.
4.mál til umsagnar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög)
Málsnúmer 1509142
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala sem yrði sjálfstæður sjóður í vörslu fjármála- og efnahagsráðuneytis, starfræktur í því skyni að fjármagna nýbyggingar ofl.
15.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefnd nr. 57 frá 3. september lögð fram til kynningar.
16.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 127
Málsnúmer 1509009F
Fram lögð til kynningar fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. september s.l.
18.
Fræðslunefnd - 20
Málsnúmer 1509012F
Fundargerð fræðslunefndar frá 23. september s.l. lögð fram til kynningar.