Fara í efni

Bæjarráð

445. fundur
1. október 2015 kl. 12:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum
Málsnúmer 1508025
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt fræðslustjóra og formanni fræðslunefndar.
Farið yfir með fræðslustjóra og formanni áherslur í fjárhagsáætlunargerð og gjaldskrár fyrir árið 2016.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í íþrótta- og tómstundamálum
Málsnúmer 1508076
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt fræðslustjóra og formanni íþrótta- og tómstundanefndar sem var í símasambandi við fundinn.
Farið yfir með fræðslustjóra og formanni áherslur í fjárhagsáætlunargerð og gjaldskrár fyrir árið 2016.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2016 - menningar- og safnanefnd
Málsnúmer 1509023
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt forstöðumanni menningar- og safnamála. Formaður menningar- og safnanefndar boðaði óvænt forföll.
Farið yfir með forstöðumanni og formanni áherslur í fjárhagsáætlunargerð og gjaldskrár fyrir árið 2016.
4.
Aðalfundur Landsbyggðarinnar lifi 2015 - 10.október
Málsnúmer 1509176
Framlagt aðalfundarboð Landsbyggðin lifi laugardaginn 10. október n.k. kl 13:30 á Kópaskeri.
Lagt fram til kynningar. Vísað til verkefnastjóra atvinnumála.
5.
Aðalfundur HAUST 2015 - 28.október
Málsnúmer 1509175
Fram lagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Asturlands en aðalfundur er boðaður 28. október n.k. að Hoffelli á Hornafirði.
Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum ásamt bæjarstjóra.
6.
735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
Málsnúmer 1406056
Fram lagður verksamningur um ofanflóðavarnir á Eskifirði í Hlíðarendaá, uppsetning varnarmannvirkja.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.
7.
Kjördæmavika þingmanna Norðausturkjördæmis dagana 28.september - 2.október 2015
Málsnúmer 1509192
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri sátu fyrr í dag fund með þingmönnum kjördæmisins þar sem farið var yfir áherslumál Austurlands og sveitarfélagsins.
8.
16.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs
Málsnúmer 1509193
Fram lögð til kynningar þingsályktunartillsgs um skipan starfshóps sem geri tillögur um hvernig staðið skuli að lengingu fæðingarorlofs í 18 mánuði og fjármögnun þessa að byggja upp leikskóla sína
þannig að þeir geti tekið við öllum ársgömlum börnum í gjaldfrjálsan leikskóla ásamt nauðsynlegum lagabreytingum til að styrkja stöðu leikskólanna sem fyrsta skólastigsins í menntakerfi landsins.
9.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015
Málsnúmer 1502135
Framlögð til kynningar 22. fundargerð stjórnar samtaka sjávarútvegsfyrirtækja frá 21.9.2015
10.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 14
Málsnúmer 1509011F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22. september s.l. lögð fram til kynningar.