Fara í efni

Bæjarráð

446. fundur
5. október 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2016 - bæjarráð
Málsnúmer 1509025
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir fjárhagsáætlun 2016 fyrir atvinnumál.
2.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2016 ásamt gjaldskrá og langtímaáætlun
Málsnúmer 1508040
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri ásamt framkvæmdastjóra hafna og formanni hafnarstjórnar.
Farið yfir með framkvæmdastjóra og formanni áherslur í fjárhagsáætlunargerð og gjaldskrár fyrir árið 2016.
3.
Fjármál 2015
Málsnúmer 1501010
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir rekstrarmál sveitarfélagsins.
4.
Skíðasvæðið í Oddsskarði - útvistun rekstrar
Málsnúmer 1507029
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagður samningur við Ómar Skarphéðinsson um leigu-og þjónustusamning um Skíðasvæðið í Oddskarði í samræmi við samningskaupalýsingu og útboð frá 10.7. 2015.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
5.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Málsnúmer 1410164
Þennan lið dagskrár sat verkefnastjóri atvinnumála og fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað um stefnuþætti í efnahags-, atvinnu- og þróunarmálum í Fjarðabyggð ásamt drögum að stefnu fyrir þessa málaflokka.
Bæjarráð samþykkir þau drög sem liggja fyrir að stefnu í efnahags-, atvinnu- og þróunarmálum og felur verkefnastjóra atvinnumála að senda hana út til umsagnar til bæjarfulltrúa. Stefnan verður tekin fyrir að nýju í bæjarráði þegar athugasemdir hafa borist.
6.
Verknámsvika 2016
Málsnúmer 1510006
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Verkmenntaskóla Austurlands og Fjarðabyggðar um verknámsvikuna 2016.
Bæjarráð samþykkir samninginn, felur bæjarstjóra undirritun hans og vísar honum til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
7.
Beiðni um afnot af íþróttahúsinu í Neskaupstað
Málsnúmer 1510015
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlögð beiðni frá skólastjóra Verkmenntaskóla Austurlands þar sem óskað er afnota af íþróttahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 10. október vegna tækniviku fjölskyldunnar.
Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar erindi til forstöðumanns íþróttamannvirkisins. Kostnaður tekinn af liðnum óráðstafað 21690.
8.
Uppsögn í starf
Málsnúmer 1510018
Fyrir liggur bréf frá Árna Helgasyni framkvæmdastjóra Hulduhliðar á Eskifirði en hann líkur störfum
Um n.k. áramót vegna aldurs.
Bæjarráð þakkar Árna fyrir vel unnin störf í þágu hjúkrunarheimilisins.
Vísað til félagsmálanefndar.
Bæjarráð vísar því einnig til félagsmálanefndar að fenginn verði utanaðkomandi ráðgjöf til að skoða
og fara yfir hvort samlegð sé í rekstri hjúkrunarheimilinna í Fjarðabyggð. Einnig verði það skoðað hvort möguleikar séu á samvinnu milli hjúkrunarheimilanna og Heilbrigðsstofunar Austurlands.
Verkefnið verði unnið í október.