Fara í efni

Bæjarráð

448. fundur
19. október 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Steinþór Pétursson Ritari
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1506139
Þennan lið sat fjármálastjóri. Lögð fram gögn fyrir fyrstu drög af fjárhagsáætlun 2016 til kynningar. Bæjarráð ræddi drögin vísaði þeim til frekari vinnu.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - fasteignagjaldaálagning
Málsnúmer 1510113
þennan lið sat fjármálastjóri. Bæjarráð ræddi forsendur álagningu fasteingagjalda fyrir árið 2016. Vísað til frekari vinnslu bæjarstjóra og fjármálastóra.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 - útsvarsálagning
Málsnúmer 1510112
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Bæjarráð ræddi útsvarsálagningu 2016 . Vísað til frekari vinnslu bæjarstjóra og fjármálastjóra.
4.
Gjaldskrár í fræðslumálum 2016
Málsnúmer 1510013
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir tónlistarskóla Fjarðabyggðar og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
Bæjarráð vísar gjaldskrá vegna leikskóla til frekari vinnslu og næsta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum Fjarðabyggðar og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir skóladagheimili í Fjarðabyggð og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir Grunnskóla Fjarðabyggðar og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
5.
Gjaldskrá bókasafna 2016
Málsnúmer 1509190
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Fram lögð drög að gjaldskrá bókasafna í Fjarðabyggð á árinu 2016. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir bókasöfnin í Fjarðabyggð og tekur hún gildi 1. janúar 2016
6.
Gjaldskrá safna 2016
Málsnúmer 1510140
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Fram lögð drög að gjaldskrá safna í Fjarðabyggð á árinu 2016. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjóra og tekur hana fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
7.
Gjaldskrár í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510117
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Fram lögð drög að gjaldskrá íþróttamannvirkja í Fjarðabyggð á árinu 2016. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjóra og tekur hana fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
8.
Gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510048
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Fram lögð drög að gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á árinu 2016. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjarðabyggðar með áorðnum breytingum og tekur hún gildi 1. janúar 2016
9.
Útboð vátrygginga 2015
Málsnúmer 1510016
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Framlögð til kynningar drög að þarfalýsingu ásamt minnisblaði fyrir útboð á vátryggingum sveitarfélagsins merkt trúnaðarmál. Bæjarráð ræddi þarfagreiningua og felur fjármálastjóra að að hrinda tryggingapakkanum í útboð.
10.
Fjárhagsáætlun, viðaukar vð fjárhagsáætlun og samanburður við niðurstöðu ársreiknings 2014
Málsnúmer 1510098
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun ársins 2014, viðauka við hana og samanburður við niðurstöður ársreiknings. Óskað nefndin eftir nánari upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna samanburðar á áætlun og niðurstöðu ársins 2014, frávikum í rekstrarkostnaði og ástæðum þeirra. Vísað til fjármálastjóra að svara bréfinu.
11.
Erindi íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar
Málsnúmer 1510071
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Framlagt bréf Íbúðalánasjóðs til Fjarðabyggðar þar sem sjóðurinn býður sveitarfélaginu til viðræðna um að kaupa eignirnar af sjóðnum en sjóðurinn á 173 eignir í Fjarðabyggð. Bæjarráð mun hitta forstjóra íbúalánasjóðs þegar hann kemur til Fjarðabyggðar og mun ræða málefni sjóðsins við hann.
12.
750-ófrágengnir sökklar við Skólaveg 98-112 og Hlíðargötu 68-80
Málsnúmer 1201257
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 14. október 2015, varðandi sölu á ófrágengnum sökklum að Skólaveg 98 til 112 á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð samþykkir að selja til Fylkis ehf grunnana og felur bæjarstjóra undirritun kaupsamnings þar um.
13.
Málefni flóttamanna
Málsnúmer 1508097
Fram lagður tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu vegna málefni flóttamanna. Boðaður er fundur 23. október n.k. með fulltrúum sveitarfélaga sem sýnt hafa málefninu áhuga þar sem þeim verður kynnt nánar hvað felst í móttöku flóttafólks. Í ljósi þess að stjórnvöld fyrirhuga að bjóða fleira flóttafólki að setjast að á Íslandi á næsta ári verður farið nánar yfir áætlanir um mótttöku flóttamanna næstu ár. Bæjarráð samþykkir að félagsmálastjóri sæki fundinn og vísar málinu til hennar.
14.
Ósk um að aðstöðuhús hestamannafélagsins Blæs verði aðstöðuhús í Oddsskarði
Málsnúmer 1510137
Fram lagt minnisblað um nýtingu á aðstöðuhúsi hestamannafélagsins Blæs. Gerð er tillaga um að húsið verði nýtt sem aðstöðuhús á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti nýtingu hússins og felur bæjarstjóra að fara yfir málið og vísar málin jafnframt til eigna- skipulag og umhverfisnefndar.
15.
225.mál til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning)
Málsnúmer 1510136
Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum. Í frumvarpinu er lögð til breyting á 1. málsl. 5. mgr. 13. gr. og 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga er fjalla um grenndarkynningu vegna leyfisumsókna þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag og þegar um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Vísað til eigna- skipulags og umhverfisnefndar.
16.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 58 frá 8. október 2016 lögð fram til kynningar.