Fara í efni

Bæjarráð

449. fundur
26. október 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Varamaður
Elvar Jónsson Varamaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Steinþór Pétursson Ritari
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Dagskrá
1.
Aðalfundur HAUST 2015 - 28.október
Málsnúmer 1509175
Fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands þann 28. október 2015 kl. 14:00 á Hornafirði. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar mun sitja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
2.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015
Málsnúmer 1510143
Boð á aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands sem verður haldinn 6. nóvember 2015 kl. 13:00 á Borgarfirði. Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar. Gögn vegna fundarins liggja fyrir. Málinu vísað til umræðu í fræðslunefnd.
3.
Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510126
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Lögð fram tillaga mannvirkjastjóra um gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld Fjarðabyggðar 2016.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og tekur gjaldskráin gildi 1. janúar 2016.
4.
Gjaldskrá ferðaþjónusta 2016
Málsnúmer 1510150
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Félagsmálanefnd fjallaði á fundi sínum þann 19. október sl. um gjaldskrá vegna ferðaþjónustu. Nefndin vísar gjaldskrá til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
5.
Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2016
Málsnúmer 1510116
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Félagsmálanefnd vísar tillögu að gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu árið 2016 til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
6.
Gjaldskrá framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510127
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá þjónustugjalda í Fjarðabyggð og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
7.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510125
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá fyrir fráveitur í Fjarðabyggð og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
8.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2016
Málsnúmer 1510130
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
9.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð 2016
Málsnúmer 1510128
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
10.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Fjarðabyggð 2016
Málsnúmer 1510129
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggðar og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð frestar samþykkt tillögunar og vísar henni til bæjarstjóra.
11.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510132
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá fyrir hitaveitur Fjarðabyggðar og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
12.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510134
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
13.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510133
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Vísað frá ESU.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu mannvirkjastjóra að gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
14.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2016
Málsnúmer 1510141
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Félagsmálanefnd vísar tillögu að gjaldskrá þjónustuíbúða í Fjarðabyggð árið 2016 til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016. Bæjarráð vísar til bæjarstjóra að kynna tillöguna vel.
15.
Gjaldskrár í fræðslumálum 2016
Málsnúmer 1510013
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Umfjöllun um gjaldskrá vegna leikskóla í Fjarðabyggð var frestað á fundi bæjarráðs þann 12. október 2015 og vísað til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016, en vísar til umfjöllunar á milli umræðna um fjárhagsáætlun vangaveltum um útfærslu gjalds vegna aukinnar opnunar leikskóla.
16.
Gjaldskrár í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1510117
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Umfjöllun um gjaldskrá íþróttamannvirkja í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá og tekur hún gildi 1. janúar 2016.
17.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1506139
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Fjallað um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016. Áætlunin rædd og var bæjarstjóra falið að leggja tillögur fyrir nefndir til umfjöllunar milli umræðan í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
18.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - 2019
Málsnúmer 1506140
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri. Fjallað um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 til 2019. Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
19.
Erindi frá Salthússmarkaði Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 1510142
Bréf frá stjórn Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði dags. 17. október 2015 þar sem þakkað er fyrir afnot af Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði á liðnu sumri og óskað eftir heimild til að nýta það áfram til rekstrar handverksmarkaðar frá 1. júni til loka september sumarið 2016. Bæjarráð samþykkir að veita þeim aðgang að samkomuhúsinu 2016 og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við hlutaðeigandi.
20.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
Málsnúmer 1509051
Bréf frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu dags. 20. október þar sem sveitarfélgainu er tilkynnt um úthlutun ráðuneytisins á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 og sveitarfélaginu er gefinn kostur á að koma með tillögu að sérákvæðum um úthlutun kvótans. Fyriri fundinum láu drög að sérstökum reglum um úthlutun byggðakvótans. Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarstjornar.
21.
Fjarðabyggð til framtíðar. Trúnaðarmál.
Málsnúmer 1411075
Afgreiðsla bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók.
22.
Aðalfundur SSA 2015
Málsnúmer 1503140
Fundargerð aðalfundar Samanbands sveitarfélaga á Austurlandi lögð fram til kynningar.
23.
Drög að nýrri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar
Málsnúmer 1510145
Erindi frá Innanríkisráðuneytinu dags. 16. október 2015 þar sem kynnt er að reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur unnið drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Reglugerðardrögin eru nú til kynningar og er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 30. október. Málinu vísað til fjármálastjóra til skoðunar.
24.
Ný staðsetning Blæs - húss
Málsnúmer 1506129
Vísað frá ESU
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu umhverfisstjóra um staðsetningu hússins við skíðaskálann í Oddskarði og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillöguna og kostnaðurinn skv. minnisblaði færður af liðnum óráðstafað allt að 2,5 millj.kr.
25.
Tilnefningar í samgöngunefnd SSA
Málsnúmer 1510175
Með erindi dags. 22. október óskar SSA eftir tilnefningum sveitarfélaga um aðalmann og varamann í samgöngunefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Tillögu skal senda SSA fyrir 1. nóvember nk. Bæjarráð samþykkir að Einar Már Sigurðarson verði aðalmaður og Pálina Margeirsdóttir verði varamaður.
26.
Umræðu- og upplýsingafundur um stöðuna í yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks
Málsnúmer 1510174
Samband Ísl. sveitargfélaga boðar til umræðu og upplýsingafundar um yfirfærslu málefna fatlaðs fólks í Reykajvík þann 11. nóvember nk. Málinu vísað til bæjarstjóra og umfjölllunar í félagsmálanefnd.
27.
Stefna Fjarðabyggðar í efnahags- og atvinnumálum
Málsnúmer 1410164
Lögð fram drög Fjarðabyggðar að stefnu í efnahags og atvinnumálum. Drögin hafa áður verið kynnt í bæjarráði og send bæjarfulltrúum til kynningar og engar athugasemdir bárust. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
28.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2015
Málsnúmer 1501132
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 76 frá 19.október lögð fram til kynningar.
29.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 129
Málsnúmer 1510012F
Fundargerð eigna- skipulags og bygginganefndar nr. 129 frá 22. október 2016 lögð fram til kynningar.