Bæjarráð
451. fundur
9. nóvember 2015 kl. 17:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarðabyggð til framtíðar Trúnaðarmál.
Þennan dagskrárlið sat fjármálastjóri.
Farið yfir framvindu verkefna sem tengjst Fjarðabyggð til framtíðar.
Liðurinn er TRÚNAÐARMÁL.
Farið yfir framvindu verkefna sem tengjst Fjarðabyggð til framtíðar.
Liðurinn er TRÚNAÐARMÁL.
2.
Hjúkrunarheimilin í Fjarðabyggð
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt minnisblað Hrannar Pétursdóttur vegna skoðunar á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð samanber bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar frá. 5. október sl.
Minnisblaðið er lagt fram sem TRÚNAÐARMÁL. Tekin umræða um skipulag og rekstur hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð. Vísað til félagsmálanefndar.
Framlagt minnisblað Hrannar Pétursdóttur vegna skoðunar á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð samanber bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar frá. 5. október sl.
Minnisblaðið er lagt fram sem TRÚNAÐARMÁL. Tekin umræða um skipulag og rekstur hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð. Vísað til félagsmálanefndar.
3.
Málefni Eskifjarðarvallar
Framlagt minnisblað framkvæmdasviðs um helstu verkþætti og kostnað við lagningu gervigrass á knattspyrnuvöllinn á Eskifirði.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.
Rekstur Egilsbúðar
Tekin umræða um fyrirkomulag á rekstri Egilsbúðar en samningur við Fjarðaveitingar ehf. um reksturinn rennur út 1.desember nk.
Bæjarráð heimilar framlengingu um einn mánuð eða til 31. desember 2015 og líkur samningi þá. Vísað til bæjarstjóra til vinnslu.
Bæjarráð heimilar framlengingu um einn mánuð eða til 31. desember 2015 og líkur samningi þá. Vísað til bæjarstjóra til vinnslu.
5.
Áfangastaðurinn Austurland - kynning
Framlagt til kynningar erindi frá Austurbrú um áfangastaðinn Austurland og skipulagsvinnu. FAUST hefur skuldbundið sig til að sækja fjármagn til yfirstjórnar (Daniel Byström) verkefnisins á árinu 2016 - 2017 í samstarfi við Austurbrú en fjármagn til hönnunarvinnu, verkferla, innleiðingar og markaðssetningar verður sótt eftir þeim leiðum sem áður voru nefndar. Óskað verður eftir samvinnu við sveitarfélögin um það verkefni.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
Vísað til menningar- og safnanefndar.
6.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Fundargerð stjórnar frá 30.október 2015, lögð fram til kynningar.
7.
735 Deiliskipulag Leira 1, breyting - sameining lóða
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Fjallað um úthlutun lóða að Leirukrók 5,7,9 og 11 á Eskifirði.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar við Leirukrók 5, 7, 9, 11, 14, 16 og 18 verði sameinaðar í eina. Gatan Leirukrókur verður gerð að tveimur botnlöngum. Rætt um samkomulag við Eskju um álagningu gatnagerðargjalda þar sem þegar álögð gjöld verði bakfærð og við endurúthlutun verði gatnagerðargjöld lögð á í samræmi við nýtt deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir samkomulag sem fyrir liggur.
Fjallað um úthlutun lóða að Leirukrók 5,7,9 og 11 á Eskifirði.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar við Leirukrók 5, 7, 9, 11, 14, 16 og 18 verði sameinaðar í eina. Gatan Leirukrókur verður gerð að tveimur botnlöngum. Rætt um samkomulag við Eskju um álagningu gatnagerðargjalda þar sem þegar álögð gjöld verði bakfærð og við endurúthlutun verði gatnagerðargjöld lögð á í samræmi við nýtt deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir samkomulag sem fyrir liggur.
8.
Ofanflóðavarnir Eskifirði. Verkhönnun árfarvega
Umræða um ofanflóðavarnir á Eskifirði og hönnun þeirra.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.