Bæjarráð
452. fundur
16. nóvember 2015 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - september 2015 ásamt yfirliti yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - október 2015.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - september 2015 ásamt yfirliti yfir tekjur og launakostnað fyrir janúar - október 2015.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir framvindu verkefna sem tengjst Fjarðabyggð til framtíðar.
Farið yfir framvindu verkefna sem tengjst Fjarðabyggð til framtíðar.
3.
Gjaldskrár í íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar 2016
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur lagt til að gerð verði sú breyting á gjaldskrá sundlauga, að börn í Fjarðabyggð fái árskort endurgjaldslaust í sundlaugar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að almennt stakt gjald fyrir fullorðinn einstakling í sund verði 700 kr.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur lagt til að gerð verði sú breyting á gjaldskrá sundlauga, að börn í Fjarðabyggð fái árskort endurgjaldslaust í sundlaugar sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að almennt stakt gjald fyrir fullorðinn einstakling í sund verði 700 kr.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í íþrótta- og tómstundamálum
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Bréf bæjarstjóra til fastanefnda þar sem óskað var eftir tillögum að hagræðingarleiðum. Í bréfi til íþrótta- og tómstundanefndar er óskað eftir að nefndin vinni að frekari hagræðingu og kanni m.a. opnunartíma íþróttamannvirkja. Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslustjóra hefur farið yfir stöðu málaflokksins og skoðaði leiðir til að ná fram settu markmiði. Íþrótta- og tómstundanefnd fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera breytingar á starfsáætlunum í takt við niðurstöðu nefndarinnar um frekari hagræðingu og breytingu á gjaldskrá. Bæjarrráð samþykkir tillögur íþrótta- og tómstundanefndar en þær miða að því að sundlaugum verði lokað frá kl. 18:00 á föstudögum og á rauðum dögum, utan helgidaga í kringum páska, verður sundlaugunum lokað til skiptis.
Bréf bæjarstjóra til fastanefnda þar sem óskað var eftir tillögum að hagræðingarleiðum. Í bréfi til íþrótta- og tómstundanefndar er óskað eftir að nefndin vinni að frekari hagræðingu og kanni m.a. opnunartíma íþróttamannvirkja. Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslustjóra hefur farið yfir stöðu málaflokksins og skoðaði leiðir til að ná fram settu markmiði. Íþrótta- og tómstundanefnd fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera breytingar á starfsáætlunum í takt við niðurstöðu nefndarinnar um frekari hagræðingu og breytingu á gjaldskrá. Bæjarrráð samþykkir tillögur íþrótta- og tómstundanefndar en þær miða að því að sundlaugum verði lokað frá kl. 18:00 á föstudögum og á rauðum dögum, utan helgidaga í kringum páska, verður sundlaugunum lokað til skiptis.
5.
Gjaldskrár í fræðslumálum 2016
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Gjaldskrár leikskóla.
Fræðslunefnd hefur lagt til að aukagjald verði lagt á vistun á leikskólunum umfram 8 stundir og boðið verði upp á hámark 9 stunda vistun í stað 8,5 stunda.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að boðið verið upp á að hámarki 9 stunda vistun gegn hærra gjaldi sbr. tillögu nr. 3 hjá fræðslunefnd.
Gjaldskrár leikskóla.
Fræðslunefnd hefur lagt til að aukagjald verði lagt á vistun á leikskólunum umfram 8 stundir og boðið verði upp á hámark 9 stunda vistun í stað 8,5 stunda.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að boðið verið upp á að hámarki 9 stunda vistun gegn hærra gjaldi sbr. tillögu nr. 3 hjá fræðslunefnd.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum
Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri.
Í bréfi til fræðslunefndar var óskað eftir að fræðslunefnd vinni að frekari hagræðingu í fræðslumálum og kanni m.a. hvort svigrúm sé til staðar út frá úthlutunarmódeli kennslutímamagns. Fræðslunefnd ásamt fræðslustjóra hefur farið yfir stöðu málaflokksins og skoðað leiðir til að ná fram settu markmiði. Fræðslunefnd fól fræðslustjóra að gera breytingar á starfsáætlunum í takt við niðurstöðu nefndarinnar um frekari hagræðingu upp á 12,5 - 15 milljónir og tillögu nefndarinnar um breytingu á gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar sem miða að 12,5 milljóna kr. hagræðingu í rekstri fræðslumálaflokks.
Í bréfi til fræðslunefndar var óskað eftir að fræðslunefnd vinni að frekari hagræðingu í fræðslumálum og kanni m.a. hvort svigrúm sé til staðar út frá úthlutunarmódeli kennslutímamagns. Fræðslunefnd ásamt fræðslustjóra hefur farið yfir stöðu málaflokksins og skoðað leiðir til að ná fram settu markmiði. Fræðslunefnd fól fræðslustjóra að gera breytingar á starfsáætlunum í takt við niðurstöðu nefndarinnar um frekari hagræðingu upp á 12,5 - 15 milljónir og tillögu nefndarinnar um breytingu á gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar sem miða að 12,5 milljóna kr. hagræðingu í rekstri fræðslumálaflokks.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Farið yfir stöðu áætlunar eftir breytingar sem hafa verið gerðar frá fyrri umræðu, sbr. minnisblað fjármálastjóra. Ný þjóðhagsspá hefur verið gefin út sem gerir ráð fyrir hægari verðlagsþróun á árinu 2016 en upphaflega var gert ráð fyrir við úthlutun á fjárhagsrömmum 2016 í ágúst sl. Bæjarráð samþykkir í ljósi nýrra verðlagsforsendna í þjóðhagsspá að gjaldskrár þjónustugjalda, þar sem það á við hjá Fjarðabyggð, hækki um 3,2% en ekki 4,3% eins og rammarnir gerðu ráð fyrir.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2016 ásamt starfsáætlunum til síðari umræðu í bæjarstjórn, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á henni.
Farið yfir stöðu áætlunar eftir breytingar sem hafa verið gerðar frá fyrri umræðu, sbr. minnisblað fjármálastjóra. Ný þjóðhagsspá hefur verið gefin út sem gerir ráð fyrir hægari verðlagsþróun á árinu 2016 en upphaflega var gert ráð fyrir við úthlutun á fjárhagsrömmum 2016 í ágúst sl. Bæjarráð samþykkir í ljósi nýrra verðlagsforsendna í þjóðhagsspá að gjaldskrár þjónustugjalda, þar sem það á við hjá Fjarðabyggð, hækki um 3,2% en ekki 4,3% eins og rammarnir gerðu ráð fyrir.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2016 ásamt starfsáætlunum til síðari umræðu í bæjarstjórn, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á henni.
8.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017 - 2019
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2017 til 2019 til síðari umræðu með þeim breytingum sem leiða af breytingum þeim sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun 2016.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2017 til 2019 til síðari umræðu með þeim breytingum sem leiða af breytingum þeim sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun 2016.
9.
Umsókn um styrk til flutnings tónlistar fyrir aldraða á aðventunni
Framlögð beiðni Erlu Dóru Vogler um 50.000 kr. styrk til að halda tvenna tónleika á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tónleikana um 75.000 kr. og tónleikar verði haldnir í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, Hulduhlið á Eskifirði og Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að styrkja tónleikana um 75.000 kr. og tónleikar verði haldnir í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, Hulduhlið á Eskifirði og Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
10.
Aðstöðuhús við smábátahafnir
Fundargerð dags. 11. nóvember 2015, frá opnun tilboða í smíði þjónustuhúss á Stöðvarfirði ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra hafna.
Bæjarráð staðfestir höfnun tilboðs.
Bæjarráð staðfestir höfnun tilboðs.
11.
Gjaldskrá safna 2016
Framlögð drög að gjaldskrá safna í Fjarðabyggð á árinu 2016.
Bæjarstjóra var falið að skoða gjaldskrána nánar á fundi bæjarráðs 19. október sl.
Lagt er til að íbúar Fjarðabyggðar fái frítt í söfnin í júlí 2016.
Bæjarráð samþykkir að íbúar Fjarðabyggðar fá frítt i söfnin júní, júlí og ágúst árið 2016.
Bæjarstjóra var falið að skoða gjaldskrána nánar á fundi bæjarráðs 19. október sl.
Lagt er til að íbúar Fjarðabyggðar fái frítt í söfnin í júlí 2016.
Bæjarráð samþykkir að íbúar Fjarðabyggðar fá frítt i söfnin júní, júlí og ágúst árið 2016.
12.
Sóknaráætlun Austurlands 2015 - 2019
Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna. Umsóknarfrestur er til 15.desember nk.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra til úrvinnslu.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra til úrvinnslu.
13.
Þjónustusamningur milli Austurbrúar og Fjarðabyggðar 2015
Framlögð drög að samningi um markaðsframlag og atvinnuframlag til Austurbrúar vegna ársins 2015.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
14.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 59 frá 2. nóvember sl., lögð fram til kynningar.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 131
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 131, lögð fram til kynningar.
16.
Hafnarstjórn - 156
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 156, lögð fram til kynningar.
17.
Fræðslunefnd - 22
Fundargerð fræðslunefndar nr. 22, lögð fram til kynningar.
18.
Menningar- og safnanefnd - 18
Fundargerð menningar- og safnanefndar nr. 18, lögð fram til kynningar.
19.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 16
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 16, lögð fram til kynningar.