Bæjarráð
454. fundur
30. nóvember 2015 kl. 09:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna hafna
Þennan lið dagskrár sátu framkvæmdastjóri hafna og verkefnastjóri atvinnumála.
Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember sl. umhverfis-, heilsu- og öryggisstefnu fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Stefnunni var vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Meðfylgjandi er stefnan ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra hafnanna.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember sl. umhverfis-, heilsu- og öryggisstefnu fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Stefnunni var vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Meðfylgjandi er stefnan ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra hafnanna.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Beiðni um stuðning
Framlagður tölvupóstur frá Félagi eldri borgara á Fáskrúðsfirði þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum af Félagsheimilinu Skrúð fyrir Bingó þann 1. desember nk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið sem nemur húsaleigu af Skrúði. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Vísað til félagsmálastjóra.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið sem nemur húsaleigu af Skrúði. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Vísað til félagsmálastjóra.
3.
Fjarðabyggð til framtíðar - Trúnaðarmál
Rætt um framvindu verkefna tengdum verkefninu Fjarðabyggð til framtíðar.
4.
Leiðbeiningar um störf almannavarnarnefnda
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð leiðbeininga um störf almannavarnarnefnda á grundvelli stefnumörkunar sambandsins þar sem það leggur áherslu á að tryggð sé aðkoma sveitarfélaga við áætlanagerð í almannavörnum vegna gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna náttúruvár. Vísað til bæjarstjóra.
5.
Tilkynning um breytingar á lögræðislögum
Framlögð tilkynning um breytingu sbr. lög nr. 84/2015 þar sem gerðar voru breytingar á lögræðislögum nr. 78/1997. Breytingarnar öðlast gildi 1. janúar 2016. Vísað til félagsmálastjóra.
6.
Loftslagsmál og endurheimt votlendis
Framlagður tölvupóstur frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands þar sem vakin er athygli á mikilvægi endurheimtingu votlendis en samtökin hafa sótt um styrk til til Umhverfisráðuneytis til að vinna tillögu að tíu svæðum á Austurlandi þar sem endurheimta mætti ónýt votlendissvæði. Óskað er eftir samvinnu við sveitarfélögin í verkefninu. Framlagt og kynnt. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
263.mál til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)
Framlögð til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, 263 mál.
8.
Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins"Bændur græða landið" á árinu 2015
Framlagt bréf frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir framlagi til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" en óskað er eftir framlagi að upphæð 18.000 kr.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
9.
Tillaga að breyttri legu hringvegar um Berufjarðarbotn
Framlögð til kynningar athugasemd við tillögu um breytta legu hringvegar um Berufjarðarbotn vegna hönnunar á gatnamótum við veginn um Öxi.
Bæjarráð staðfestir athugasemd og vísar til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð staðfestir athugasemd og vísar til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
10.
Fundargerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2015
Framlögð til kynningar fundargerð 832. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 132
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. nóvember sl., lögð fram til kynningar.