Bæjarráð
459. fundur
11. janúar 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2015 - TRÚNAÐARMÁL
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - nóvember 2015 ásamt yfirliti yfir skatttekjur og launakostnað fyrir allt árið 2015.
Framlagt sem trúnaðarmál málaflokkayfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar - nóvember 2015 ásamt yfirliti yfir skatttekjur og launakostnað fyrir allt árið 2015.
2.
Bréf til stofnaðila ásamt fjárhagsáætlun Austurbrúar 2016
Framlag til kynningar bréf Austurbrúar ses. til stofnaðila ásamt skýringum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
3.
Eistnaflug 2016
Rætt um fyrirkomulag Eistnaflugs 2016 og ákvörðun um fyrirkomulag tjaldsvæðagjalds.
Minnisblað lagt fram.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem lagðar er fram í minnisblaði.
Minnisblað lagt fram.
Bæjarráð samþykkir tillögur sem lagðar er fram í minnisblaði.
4.
Beiðni um afnot íþróttahúss vegna þorrablóts
Framlagður tölvupóstur frá G.V. Hljóðkerfum ehf. þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu í Neskaupstað þann 30. janúar nk. undir Þorrablót Alþýðubandalagsins.
Bæjarráð samþykkir að heimila afnot af íþróttahúsinu á Norðfirði á árinu 2016 fyrir Þorrablót Alþýðubandalagsins til samræmis við önnur afnot þorrablóta í Fjarðabyggð af íþróttahúsum.
Vísað til forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar til úrvinnslu og samráðs við hlutaðeigandi.
Bæjarráð samþykkir að heimila afnot af íþróttahúsinu á Norðfirði á árinu 2016 fyrir Þorrablót Alþýðubandalagsins til samræmis við önnur afnot þorrablóta í Fjarðabyggð af íþróttahúsum.
Vísað til forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar til úrvinnslu og samráðs við hlutaðeigandi.
5.
Rekstur Egilsbúðar
Ósk frá G.V. Hljóðkerfum ehf. um viðræður vegna leigu á félagsheimilinu Egilsbúð, en leiga á félagsheimilinu var boðin út skv. samningskaupalýsingu í desember 2015. Viðræður hafa farið fram. Lagt fram minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu auk draga að samningi Fjarðabyggðar og G.V. hljókerfa. Bæjarráð samþykkir drög að samningi um útleigu Egilsbúðar við G.V. hljóðkerfi ehf. og felur bæjarstjóra undirritun hans. Þá samþykkir bæjarráð tillögu bæjarstjóra er varðar viðhaldsmál félagsheimilisins. Þá er framlagður tölvupóstur frá Ragnheiði Helenu Ólfsdóttur fyrir hönd Pizzafjarðar ehf. vegna útboðsins, merktur trúnaðarmál.
6.
Uppgröftur í Stöð
Framlögð til kynningar yfirlýsing um uppgröft á Stöð í Stöðvarfirði og upplýsingar um framhald verkefnisins. Vísað til menningar- og safnanefndar.
7.
Útboð meðhöndlunar úrgangs í Fjarðabyggð
Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri.
Framlagður verksamningur um meðhöndlun úrgangs til samræmis við útboð á meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir verksamning við Íslenska gámafélagið hf. og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Framlagður verksamningur um meðhöndlun úrgangs til samræmis við útboð á meðhöndlun úrgangs.
Bæjarráð samþykkir verksamning við Íslenska gámafélagið hf. og felur bæjarstjóra undirritun hans.
8.
Erindi íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar
Þennan dagskrárlið fundar sátu forstjóri Íbúðalánasjóðs Hermann Jónasson og Ágúst Kr. Björnsson forstöðumaður fasteigna sjóðsins. Jafnframt sat Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi þennan lið fundarins.
Farið yfir málefni sjóðsins í Fjarðabyggð og eignir sem sjóðurinn á.
Farið yfir málefni sjóðsins í Fjarðabyggð og eignir sem sjóðurinn á.
9.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Þennan lið dagskrár sátu Gunnar Backmann, Kristinn Hauksson og Guðjón Már Jónsson frá Eflu verkfræðistofu.
Fjallað um skýrslu Eflu verkfræðistofu um ljósleiðaravæðingu í Fjarðabyggð, merkt sem trúnaðarmál, sem unnin var í framhaldi af samþykkt bæjarráðs frá 24. ágúst og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.ágúst. Skýrslan er unnin eftir gátlista Póst- og fjarskiptastofnunar vegna 1.áfanga í ljósleiðaravæðingu sem nýtur ríkisstyrkja.
Bæjarráð samþykkir að fela Eflu verkfræðistofu að leggja fyrir bæjarráð tilboð í áframhaldandi vinnu við greiningu á fjarskiptamálum í Fjarðabyggð og næstu skref í verkefninu.
Fjallað um skýrslu Eflu verkfræðistofu um ljósleiðaravæðingu í Fjarðabyggð, merkt sem trúnaðarmál, sem unnin var í framhaldi af samþykkt bæjarráðs frá 24. ágúst og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 28.ágúst. Skýrslan er unnin eftir gátlista Póst- og fjarskiptastofnunar vegna 1.áfanga í ljósleiðaravæðingu sem nýtur ríkisstyrkja.
Bæjarráð samþykkir að fela Eflu verkfræðistofu að leggja fyrir bæjarráð tilboð í áframhaldandi vinnu við greiningu á fjarskiptamálum í Fjarðabyggð og næstu skref í verkefninu.
10.
Hafnarstjórn - 158
Fundargerð hafnarstjórnar frá 5. janúar sl. lögð fram til kynningar.