Bæjarráð
460. fundur
18. janúar 2016 kl. 08:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Jón Björn Hákonarson Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varamaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
735 Strandgata 122 - Umsókn um stækkun á lóð
Lögð fram umsókn Sævars Guðjónssonar, f.h. Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri ehf. dagsett 7. janúar 2016, þar sem sótt er um 583 m2 stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 á Eskifirði þar sem fyrirhugað er að byggja tvö smáhýsi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta Ferðaþjónustunni á Mjóeyri stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti að úthluta Ferðaþjónustunni á Mjóeyri stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 og vísaði umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
2.
Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda afmörkun lóða
Bréf frá 8.janúar þar sem óskað er eftir afstöðu til ákveðinnar nálgunar, vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun. Frestur til athugasemda er til 1.mars nk. Vísað til afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2015 og 2016
Þrjár fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 22.desember, 30.desember og 12.janúar sl. lagðar fram til kynningar. Vístað til fræðslunefndar.
4.
Útgáfa bókar í minningu Árna Steinars
Fyrirhugað er gefa út bók til minningar um Árna Steinar Jóhannsson. Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfu bókarinnar um kr. 300.000.
5.
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar 2016 - 2020
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar 2016 - 2020 lögð fram ásamt minnisblaði slökkviliðsstjóra. Áætluninni er vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og til afgreiðslu í bæjarstjórn.
6.
Fjárhagsáætlun 2015 - viðauki 6
Framlögð gögn vegna undirbúnings viðauka nr.6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015. Viðauki þessi tekur á tilflutningi liða innan áætlunar varðandi samþykktir bæjarráðs, endurmenntun og veikindalaun en einnig áhrif nýrra kjarasamninga á áætlunina. Bæjarráð samþykkir að víðauka nr. 6, við fjárhagsáætlun ársins 2015, verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 135
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 135 frá 11.janúar 2016, lögð fram til kynningar.
8.
Fræðslunefnd - 24
Fundargerð fræðslunefndar nr. 24 frá 13. janúar 2016, lögð fram til kynningar.
9.
Menningar- og safnanefnd - 20
Fundargerð menningar- og safnanefndar nr. 20 frá 14. janúar 2016, lögð fram til kynningar.
10.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Fundargerðir barnaverndarnefndar nr. 61 frá 14. janúar 2016, lögð fram til kynningar.